ÍBV kom sér aftur á topp Olís-deildar kvenna með öruggum sigri á HK í kvöld, 31-22. Staðan í hálfleik var 16-12, ÍBV í vil.
Fram fór á toppinn eftir sigur á Fylki í gær en ÍBV er nú eitt í efsta sætinu með 20 stig. Fram er með nítján og á þar að auki leik til góða.
Greta Kavaliaauskaité var markahæst hjá ÍBV með níu mörk en Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði sjö. Hjá HK var Emma Havin Sardarsdóttir markahæst með sjö mörk.
HK er í níunda sæti deildarinnar með sex stig.
HK - ÍBV 22-31 (12-16)
Mörk HK: Emma Havin Sardarsdóttir 7, Þórhildur Braga Þórðardóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 3, Sóley Ívarsdóttir 3, Karen Kristinsdóttir 1, Elva Arinbjarnar 1, Eva Hrund Harðardóttir 1, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Ada Kozicka 1.
Mörk ÍBV: Greta Kavaliaauskaité 9, Díana Dögg Magnúsdóttir 7, Telma Amado 5, Vera Lopes 3, Sandra Gísladóttir 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1, Selma Rut Sigurbjörnsdóttir 1, Drífa Þorvaldsdóttir 1, Ester Óskarsdóttir 1.
ÍBV aftur á toppinn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti



Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti

Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti