Rithöfundur safnar fyrir útgáfu á vísindaskáldsögu Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2015 12:30 Pétur Haukur safnar fyrir útgáfu. vísir Pétur Haukur Jóhannesson, höfundur bókarinnar Nýlenda A0-4 hefur hafið söfnun inni á Karolina Fund fyrir útgáfu bókarinnar. Þetta er fyrsta bókin sem hann skrifar og mun upphæðin sem safnast fara í prófarkalestur, prentun og dreifingu. Bókin er öll á íslensku og kemur út fyrir jólin ef markmið söfnunar næst. Markmiðið er 3000 evrur, eða tæplega 427.000 krónur, og lokadagur söfnunar er þriðjudagurinn 17. nóvember. Pétur telur að almenningur sé orðinn opinn fyrir fjölbreyttu bókaúrvali og ætti vísindaskáldskapur að hafa alla burði til að getað náð talsverðri athygli. Búið er að gera líkan af persónum úr bókinni sem koma fram á Facebook síðu bókarinnar og á heimasíðunni sjálfri. Einnig er búið að gera persónulýsingar fyrir hverja persónu til að skapa meiri eftirvæntingu og svo lesandinn geti kynnst hverri persónu fyrir sig lauslega áður en lestur bókarinnar hefst. Bókin gerist árið 2190 þegar mannkynið hefur fest rætur sínar á fjarlægðri plánetu sem hefur hlotið nafið Jodess. Nýlenda A0-4 er ein af þeim borgum sem hafa risið þar undanfarin ár. Bókin segir frá flugstjóranum Ewin. Hann stýrir risa flutningaskipi sem ferðast á milli Jarðarinnar og Nýlendu A0-4 með alls konar varning. Ferðin á að taka 30 daga og í þessari ferð eru sex í áhöfn og einn farþegi. Þegar þau mæta á Jodess sjá þau að eitthvað skelfilegt hefur gerst á Nýlendu A0-4. Pétur er fæddur árið 1986. Hann er með BSc gráðu í tölvunarfræði ásamt því að vera útskrifaður úr Lögregluskóla ríkisins. Í dag starfar hann sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. Skrif bókarinnar hófust þegar hann varð atvinnulaus í byrjun árs 2010. Nokkrum mánuðum síðar hóf hann nám við Háskólann í Reykjavík og vann í bókinni af og til með námi. Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Pétur Haukur Jóhannesson, höfundur bókarinnar Nýlenda A0-4 hefur hafið söfnun inni á Karolina Fund fyrir útgáfu bókarinnar. Þetta er fyrsta bókin sem hann skrifar og mun upphæðin sem safnast fara í prófarkalestur, prentun og dreifingu. Bókin er öll á íslensku og kemur út fyrir jólin ef markmið söfnunar næst. Markmiðið er 3000 evrur, eða tæplega 427.000 krónur, og lokadagur söfnunar er þriðjudagurinn 17. nóvember. Pétur telur að almenningur sé orðinn opinn fyrir fjölbreyttu bókaúrvali og ætti vísindaskáldskapur að hafa alla burði til að getað náð talsverðri athygli. Búið er að gera líkan af persónum úr bókinni sem koma fram á Facebook síðu bókarinnar og á heimasíðunni sjálfri. Einnig er búið að gera persónulýsingar fyrir hverja persónu til að skapa meiri eftirvæntingu og svo lesandinn geti kynnst hverri persónu fyrir sig lauslega áður en lestur bókarinnar hefst. Bókin gerist árið 2190 þegar mannkynið hefur fest rætur sínar á fjarlægðri plánetu sem hefur hlotið nafið Jodess. Nýlenda A0-4 er ein af þeim borgum sem hafa risið þar undanfarin ár. Bókin segir frá flugstjóranum Ewin. Hann stýrir risa flutningaskipi sem ferðast á milli Jarðarinnar og Nýlendu A0-4 með alls konar varning. Ferðin á að taka 30 daga og í þessari ferð eru sex í áhöfn og einn farþegi. Þegar þau mæta á Jodess sjá þau að eitthvað skelfilegt hefur gerst á Nýlendu A0-4. Pétur er fæddur árið 1986. Hann er með BSc gráðu í tölvunarfræði ásamt því að vera útskrifaður úr Lögregluskóla ríkisins. Í dag starfar hann sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. Skrif bókarinnar hófust þegar hann varð atvinnulaus í byrjun árs 2010. Nokkrum mánuðum síðar hóf hann nám við Háskólann í Reykjavík og vann í bókinni af og til með námi.
Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira