Hlaut tvenn verðlaun í keppni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2015 11:00 Hér á vinnustofunni á Korpúlfsstöðum vinnur Ninný að listsköpun sinni. Fréttablaðið/GVA „Ég hefði auðvitað verið alsæl með ein verðlaun, hvað þá fyrir bæði verkin mín. Það er heilmikill heiður,“ segir Jónína Magnúsdóttir, sem notar listamannsnafnið Ninný. Hún sendi tvö verk í alþjóðlegu samkeppnina American Art Award og hreppti 2. og 3. verðlaun í flokknum Impressionism Human. Þátttakendur voru frá 35 löndum og samkvæmt heimasíðu keppninnar er fólk frá 25 bestu galleríum Bandaríkjanna í dómnefnd.Þessi mynd hlaut 2. verðlaun í flokknum Impressionism Human.„Ég er fígúratívur málari og hef gaman af fjölbreytni og alls konar tækni. Nota mikið vatnsliti og segi alltaf að það sé það erfiðasta, því þar má engin mistök gera,“ segir Ninný sem á einu ári hefur tekið þátt í stórum samsýningum í Noregi, Mexíkó, Danmörku, Slóveníu og á Spáni. Síðasta einkasýning hennar var á æskuslóðum í Vestmannaeyjum á Goslokahátíð í sumar.Þessi mynd hlaut 3. verðlaun í flokknum Impressionism Human. Hún er 90X2.30 að stærð.Ninný kveðst ekki hafa tekið þátt í keppninni America Art Award áður. „En mér er oft boðið að taka þátt í ýmsu af því að ég er í stjórn Norræna vatnslitafélagsins og hef líka skapað viðburði á Íslandi þar sem erlendir og íslenskir listamenn hafa verið þátttakendur.“ Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég hefði auðvitað verið alsæl með ein verðlaun, hvað þá fyrir bæði verkin mín. Það er heilmikill heiður,“ segir Jónína Magnúsdóttir, sem notar listamannsnafnið Ninný. Hún sendi tvö verk í alþjóðlegu samkeppnina American Art Award og hreppti 2. og 3. verðlaun í flokknum Impressionism Human. Þátttakendur voru frá 35 löndum og samkvæmt heimasíðu keppninnar er fólk frá 25 bestu galleríum Bandaríkjanna í dómnefnd.Þessi mynd hlaut 2. verðlaun í flokknum Impressionism Human.„Ég er fígúratívur málari og hef gaman af fjölbreytni og alls konar tækni. Nota mikið vatnsliti og segi alltaf að það sé það erfiðasta, því þar má engin mistök gera,“ segir Ninný sem á einu ári hefur tekið þátt í stórum samsýningum í Noregi, Mexíkó, Danmörku, Slóveníu og á Spáni. Síðasta einkasýning hennar var á æskuslóðum í Vestmannaeyjum á Goslokahátíð í sumar.Þessi mynd hlaut 3. verðlaun í flokknum Impressionism Human. Hún er 90X2.30 að stærð.Ninný kveðst ekki hafa tekið þátt í keppninni America Art Award áður. „En mér er oft boðið að taka þátt í ýmsu af því að ég er í stjórn Norræna vatnslitafélagsins og hef líka skapað viðburði á Íslandi þar sem erlendir og íslenskir listamenn hafa verið þátttakendur.“
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira