Handbolti

Fram á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefán Arnarson er þjálfari Fram.
Stefán Arnarson er þjálfari Fram. Vísir/Getty
Fram er komið á topp Olísdeildar kvenna eftir öruggan sigur á Fylki í Árbænum í kvöld, 33-24.

Fylkiskonur náðu að halda í við Framara framan af leik en staðan í hálfleik var 17-15, gestunum í vil.

Fram er nú með nítján stig eftir ellefu leiki, einu meira en Haukar og ÍBV. Grótta er svo með sautján stig í fjórða sætinu og á leik til góða.

Elísabet Gunnarsdóttir var markahæst í liði Fram í kvöld en hún skoraði átta mörk.

Fylkir - Fram 24-33 (15-17)

Mörk Fylkis: Thea Imani Sturludóttir 7, Þuríður Guðjónsdóttir 6, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 3, Patricia Szölösi 3, Vera Pálsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 1, Kristjana Björk Steinarsdóttir 1.

Mörk Fram: Elísabet Gunnarsdóttir 8, Hildur Þorgeirsdóttir 6, Ásta Birna Gunnarsdóttir 5, Hafdís Shizuka Iura 4, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Elva Þóra Arnardóttir 2, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Steinunn Björnsdóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×