Veitt og sleppt á rjúpnaveiðum Karl Lúðvíksson skrifar 10. nóvember 2015 10:18 Veitt og sleppt í stangveiði hefur aukist gífurlega á síðustu árum og sást það vel á veiðitölum eftir sumarið. Þetta er heldur erfiðara að gera í skotveiðum og í raun bara alls ekki hægt. Þ.e.a.s. að sleppa fugli þegar þú ert búinn að skjóta hann. Tilefni þessarar greinar er til að leiðrétta það sem undirritaður sagði trúgjarnri vinkonu í samkvæmi fyrir þremur árum síðan þegar nokkrir vinir sem veiða reglulega saman stóðu við skál og ræddu veiðina að loknu sumri. Þessi ágæta vinkona hefur aldrei veitt, hvorki á stöng né þá síður með byssu en hlustaði þó með miklum áhuga á okkur ræða hvernig veiðin hafi gengið um sumarið. Við ræddum saman um stóru laxana sem var sleppt aftur í árnar og hvað þetta skipti miklu máli fyrir afkomu laxsins og ánna yfir höfuð. Það væri líka hverjum veiðimanni hollt að veiða ekki meira en hann þarf og auðvitað að sleppa stórlaxi eins og telst til góðra siða í dag. Áfram kinkar vinkonan kolli og hlustar á samræðurnar. Þarna í augnablik sá ég mér leik á borði og sagði við ég væri orðinn það hrifinn af því að veiða og sleppa að ég ætlaði líklega að vera duglegri að veiða og sleppa á rjúpnaveiðum þegar ég væri kominn með í jólamatinn, bara svo ég gæti alla vega gengið á fjöll og skotið á fugla án þess að drepa þá. Núna fékk ég óskipta athygli þessarar konu enda var hún furðulostin að heyra þessa hugrenningu frá mér og spurði hvernig það væru nú eiginlega hægt að veiða og sleppa á rjúpnaveiðum. Ég sagði að það væri nú ekki svo mikið mál. Sjáðu til, ég læt hlaða sérstök skot fyrir mig þegar ég vill veiða og sleppa á rjúpu en í staðinn fyrir blýhögl læt ég hlaða skotin með grófu salti. Þannig sé ég þegar ég hitti rjúpuna en hún deyr ekki. Eitt og eitt saltkorn kannski fer í haminn og það kannski svíður smá en hún lifir það alveg af. Með þessu held ég mér í æfingu, hitti betur en er ekki að drepa rjúpur að óþörfu. Andlitið á henni sýndi sama svip og bekkjarbróðir minn sýndi í fjölbraut þegar hann var beðinn um að reikna út í huganum kvaðradrótina af 3892. Henni fannst þetta alveg magnað, hafði auðvitað aldrei heyrt um þetta fyrr og síðar en ég útskýrði líka að þetta væri nú heldur nýtt af nálinni en ætti þó líklega eftir að verða vinsælla. Þarna lauk samtalinu og ég með herkjum náði að yfirgefa samtalið og halda andliti. Nú er mál að linni og ég finn mig knúinn til að leiðrétta þetta. Af virðingu við þessa ágætu vinkonu verður nafni hennar haldið leyndu en þar sem ég veit að hún les þessa grein og verður kannski pínu reið bið ég hana afsökunar á þessu og vona að hún hafi nú ekki borið þessa sögu fram í samtölum við aðra veiðimenn eða talið sig vita eitt og annað um að veiða og sleppa rjúpum. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Veitt og sleppt í stangveiði hefur aukist gífurlega á síðustu árum og sást það vel á veiðitölum eftir sumarið. Þetta er heldur erfiðara að gera í skotveiðum og í raun bara alls ekki hægt. Þ.e.a.s. að sleppa fugli þegar þú ert búinn að skjóta hann. Tilefni þessarar greinar er til að leiðrétta það sem undirritaður sagði trúgjarnri vinkonu í samkvæmi fyrir þremur árum síðan þegar nokkrir vinir sem veiða reglulega saman stóðu við skál og ræddu veiðina að loknu sumri. Þessi ágæta vinkona hefur aldrei veitt, hvorki á stöng né þá síður með byssu en hlustaði þó með miklum áhuga á okkur ræða hvernig veiðin hafi gengið um sumarið. Við ræddum saman um stóru laxana sem var sleppt aftur í árnar og hvað þetta skipti miklu máli fyrir afkomu laxsins og ánna yfir höfuð. Það væri líka hverjum veiðimanni hollt að veiða ekki meira en hann þarf og auðvitað að sleppa stórlaxi eins og telst til góðra siða í dag. Áfram kinkar vinkonan kolli og hlustar á samræðurnar. Þarna í augnablik sá ég mér leik á borði og sagði við ég væri orðinn það hrifinn af því að veiða og sleppa að ég ætlaði líklega að vera duglegri að veiða og sleppa á rjúpnaveiðum þegar ég væri kominn með í jólamatinn, bara svo ég gæti alla vega gengið á fjöll og skotið á fugla án þess að drepa þá. Núna fékk ég óskipta athygli þessarar konu enda var hún furðulostin að heyra þessa hugrenningu frá mér og spurði hvernig það væru nú eiginlega hægt að veiða og sleppa á rjúpnaveiðum. Ég sagði að það væri nú ekki svo mikið mál. Sjáðu til, ég læt hlaða sérstök skot fyrir mig þegar ég vill veiða og sleppa á rjúpu en í staðinn fyrir blýhögl læt ég hlaða skotin með grófu salti. Þannig sé ég þegar ég hitti rjúpuna en hún deyr ekki. Eitt og eitt saltkorn kannski fer í haminn og það kannski svíður smá en hún lifir það alveg af. Með þessu held ég mér í æfingu, hitti betur en er ekki að drepa rjúpur að óþörfu. Andlitið á henni sýndi sama svip og bekkjarbróðir minn sýndi í fjölbraut þegar hann var beðinn um að reikna út í huganum kvaðradrótina af 3892. Henni fannst þetta alveg magnað, hafði auðvitað aldrei heyrt um þetta fyrr og síðar en ég útskýrði líka að þetta væri nú heldur nýtt af nálinni en ætti þó líklega eftir að verða vinsælla. Þarna lauk samtalinu og ég með herkjum náði að yfirgefa samtalið og halda andliti. Nú er mál að linni og ég finn mig knúinn til að leiðrétta þetta. Af virðingu við þessa ágætu vinkonu verður nafni hennar haldið leyndu en þar sem ég veit að hún les þessa grein og verður kannski pínu reið bið ég hana afsökunar á þessu og vona að hún hafi nú ekki borið þessa sögu fram í samtölum við aðra veiðimenn eða talið sig vita eitt og annað um að veiða og sleppa rjúpum.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði