Enginn átti séns í Schwartzel - Spieth nálægt sigri í Ástralíu Kári Örn Hinriksson skrifar 29. nóvember 2015 22:30 Charl Schwartzel er nánast ósigrandi á heimavelli. Getty Mótaröð þeirra bestu, PGA-mótaröðin, var í fríi þessa helgina en samt sem áður fóru fram tvö stór mót í golfheiminum. Nýtt tímabil hófst á Evrópumótaröðinni þar sem Alfred Dunhill meistaramótið fór fram á hinum magnaða Leopard Creek velli í Suður-Afríku. Þar vakti heimamaðurinn Charl Schwartzel mikla lukku en hann sigraði á mótinu fyrir framan samlanda sína í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Schwartzel, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa sigrað á Masters mótinu árið 2011, lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari og sigraði með fjórum höggum en Frakkinn Gregory Bourdy endaði í öðru sæti á 11 undir. Það var töluvert meiri meiri spenna í Ástralíu þar sem Opna ástralska fór fram en ungstirnið Jordan Spieht var á meðal þátttakenda eftir að hafa tekið sér nokkura vikna hlé frá keppnisgolfi. Spieth sýndi mjög góða takta á köflun og endaði jafn í öðru sæti ásamt heimamanninum Adam Scott á sjö undir pari eftir hringina fjóra. Það var hins vegar Matthew Jones sem lék best allra eða á átta undir pari en hann tryggði sér sigurinn þrátt fyrir að hafa leikið lokahringinn á tveimur yfir pari. Í næstu viku fer fram Hero World Challenge í Flórída en það er mót sem Tiger Woods heldur árlega og aðeins 30 bestu kylfingar heims hafa þátttökurétt. Það hefur Jordan Spieth titil að verja en gestgjafinn Woods verður fjarri góðu gamni eftir tvær aðgerði á baki sem hann fór í fyrr á árinu. Golf Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Mótaröð þeirra bestu, PGA-mótaröðin, var í fríi þessa helgina en samt sem áður fóru fram tvö stór mót í golfheiminum. Nýtt tímabil hófst á Evrópumótaröðinni þar sem Alfred Dunhill meistaramótið fór fram á hinum magnaða Leopard Creek velli í Suður-Afríku. Þar vakti heimamaðurinn Charl Schwartzel mikla lukku en hann sigraði á mótinu fyrir framan samlanda sína í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Schwartzel, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa sigrað á Masters mótinu árið 2011, lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari og sigraði með fjórum höggum en Frakkinn Gregory Bourdy endaði í öðru sæti á 11 undir. Það var töluvert meiri meiri spenna í Ástralíu þar sem Opna ástralska fór fram en ungstirnið Jordan Spieht var á meðal þátttakenda eftir að hafa tekið sér nokkura vikna hlé frá keppnisgolfi. Spieth sýndi mjög góða takta á köflun og endaði jafn í öðru sæti ásamt heimamanninum Adam Scott á sjö undir pari eftir hringina fjóra. Það var hins vegar Matthew Jones sem lék best allra eða á átta undir pari en hann tryggði sér sigurinn þrátt fyrir að hafa leikið lokahringinn á tveimur yfir pari. Í næstu viku fer fram Hero World Challenge í Flórída en það er mót sem Tiger Woods heldur árlega og aðeins 30 bestu kylfingar heims hafa þátttökurétt. Það hefur Jordan Spieth titil að verja en gestgjafinn Woods verður fjarri góðu gamni eftir tvær aðgerði á baki sem hann fór í fyrr á árinu.
Golf Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira