Góðir sláttumenn gengu í augun á kvenfólkinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2015 11:30 Bókin hans Bjarna kom út um göngur og lendir í jólabókaflóðinu þó að hún snúist um íslenska sláttuhætti. Vísir/Vilhelm Það hefur verið frístundaverk hjá mér að tína saman efni sem tengist slætti,“ segir Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri, þegar forvitnast er um nýju bókina hans, Íslenskir sláttuhættir. Þar er haldið til haga ýmsu sem viðkemur amboðunum sem notuð voru við slátt og ekki síður vinnubrögðunum og verklaginu sem beitt var.Vitanlega að keppa Bjarni man daginn sem honum datt þetta verkefni í hug – 27. maí 2001. „Ég á norskan kollega sem hefur verið að fást við svipað efni, við hittumst þennan dag úti í Noregi og þá varð hugmyndin til hjá okkur báðum. Hans bók kom út 5. nóvember í ár en mín um göngurnar. Við vorum samt ekkert að keppa. Eða jú, vitanlega vorum við að keppa! Norðmaðurinn heitir Hans Petter Evensen og lýsir því meira hvernig sláttuhættir Norðmanna eru í dag því hefðin er lifandi meðal þeirra og þeir eru meðvitaðir um að sláttur með orfi og ljá getur verið liður í góðri umhverfishirðu og í að umgangast náttúruna af varúð auk þess að vera hrein líkamsrækt.“Hinar séríslensku þúfur Bjarni telur sláttuamboð Íslendinga hafa um aldir verið svipuð þeim sem landnámsmenn tóku með sér hingað. „Aðgangur að járni var svo takmarkaður hér og það varð aldrei til hefð sérhæfingar í ljáasmíði eins og í nágrannalöndum okkar. En bylting varð í kringum 1870 þegar hingað komu ljáblöð frá Bretlandi sem ekki þurfti að eldbera til dengingar, slátturinn með þeim varð miklu léttari og afköstin meiri en með þeim gömlu, þetta voru ljáblöðin, lénin, sem Torfi Bjarnason, seinna kenndur við Ólafsdal, hlutaðist til um að fá.“ Önnur bylting varð um 1930 þegar Íslendingar fengu ljái frá Noregi. Þeir voru kenndir við Árna G. Eylands sem flutti þá til landsins og Eylandsljáir hafa verið notaðir fram að þessu,“ að sögn Bjarna. Þannig varð þróun í slætti gegnum aldirnar en hún mótaðist af skorti á tré og járni og ekki síður hinum séríslensku þúfum í landinu.“ Bjarni hefur rýnt í hvernig menn brýndu ljáina, það fór eftir ljáagerðum og héraðsbundnum hefðum. Hvernig mönnum beit var stundum sett í samhengi við kvenhylli, að sögn Bjarna. „Góðir sláttumenn gengu náttúrlega í augun á kvenfólkinu. Sláttumaður sem var búinn að slá allt sumarið var líka orðinn svo fallega vaxinn að nú á tímum hefði hann fengið stig fyrir það. Eins og sést raunar á kápumyndinni, þar eru fjallmyndarlegir og stæltir menn að slá.“ Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Það hefur verið frístundaverk hjá mér að tína saman efni sem tengist slætti,“ segir Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri, þegar forvitnast er um nýju bókina hans, Íslenskir sláttuhættir. Þar er haldið til haga ýmsu sem viðkemur amboðunum sem notuð voru við slátt og ekki síður vinnubrögðunum og verklaginu sem beitt var.Vitanlega að keppa Bjarni man daginn sem honum datt þetta verkefni í hug – 27. maí 2001. „Ég á norskan kollega sem hefur verið að fást við svipað efni, við hittumst þennan dag úti í Noregi og þá varð hugmyndin til hjá okkur báðum. Hans bók kom út 5. nóvember í ár en mín um göngurnar. Við vorum samt ekkert að keppa. Eða jú, vitanlega vorum við að keppa! Norðmaðurinn heitir Hans Petter Evensen og lýsir því meira hvernig sláttuhættir Norðmanna eru í dag því hefðin er lifandi meðal þeirra og þeir eru meðvitaðir um að sláttur með orfi og ljá getur verið liður í góðri umhverfishirðu og í að umgangast náttúruna af varúð auk þess að vera hrein líkamsrækt.“Hinar séríslensku þúfur Bjarni telur sláttuamboð Íslendinga hafa um aldir verið svipuð þeim sem landnámsmenn tóku með sér hingað. „Aðgangur að járni var svo takmarkaður hér og það varð aldrei til hefð sérhæfingar í ljáasmíði eins og í nágrannalöndum okkar. En bylting varð í kringum 1870 þegar hingað komu ljáblöð frá Bretlandi sem ekki þurfti að eldbera til dengingar, slátturinn með þeim varð miklu léttari og afköstin meiri en með þeim gömlu, þetta voru ljáblöðin, lénin, sem Torfi Bjarnason, seinna kenndur við Ólafsdal, hlutaðist til um að fá.“ Önnur bylting varð um 1930 þegar Íslendingar fengu ljái frá Noregi. Þeir voru kenndir við Árna G. Eylands sem flutti þá til landsins og Eylandsljáir hafa verið notaðir fram að þessu,“ að sögn Bjarna. Þannig varð þróun í slætti gegnum aldirnar en hún mótaðist af skorti á tré og járni og ekki síður hinum séríslensku þúfum í landinu.“ Bjarni hefur rýnt í hvernig menn brýndu ljáina, það fór eftir ljáagerðum og héraðsbundnum hefðum. Hvernig mönnum beit var stundum sett í samhengi við kvenhylli, að sögn Bjarna. „Góðir sláttumenn gengu náttúrlega í augun á kvenfólkinu. Sláttumaður sem var búinn að slá allt sumarið var líka orðinn svo fallega vaxinn að nú á tímum hefði hann fengið stig fyrir það. Eins og sést raunar á kápumyndinni, þar eru fjallmyndarlegir og stæltir menn að slá.“
Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira