Gregg Ryder þjálfar Þrótt til ársins 2017 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2015 13:06 Gregg Ryder fagnar með Þróttarliðinu síðasta sumar. Vísir/Ernir Gregg Ryder mun stýra Þrótturum í Pepsi-deildinni næsta sumar en hann var að framlengja samning sinn við Þróttara til 2017. Gregg Ryder er 27 ára gamall og kom fyrst til landsins sem aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar hjá ÍBV. Ryder hafði áður starfað hjá Newcastle United. „Það þarf ekki að eyða mörgum orðum um hversu mikilvægur Gregg er Þrótti, en við gerum það samt. Hann tók við Þrótti fyrir tímabilið 2014, ungur metnaðarfullur þjálfari sem þurfti tækifæri. Hann fékk traustið hér í Laugardalnum og hann hefur ekki litið til baka. Hans áferð komst fljótt á liðið, liðið átti gott sumar 2014 ennþá betra 2015 og við Þróttarar erum fullir tilhlökkunar fyrir komandi sumar í deild hinna bestu," segir í fréttatilkynningu frá Þrótturum. Ryder tók við liði Þróttar eftir 2013-tímabilið þar sem liðið var einu sæti frá falli úr deildinni. Liðið endaði í 3. sæti á fyrsta árinu hans og komst síðan upp í Pepsi-deildina í sumar. "Gregg hefur sannfært félagið og mig á mínum stutta tíma hjá Þrótti að hann er mjög efnilegur þjálfari. Hann vinnur hörðum höndum að því að gera Þrótt að betra og sterkara félagi í víðu samhengi. Hann vinnur núna hörðum höndum að því að samstilla leikstíl, aðferðir og vinnulag allra þjálfara í félaginu," segir Per Rud, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Þrótti, um nýja samninginn í fréttatilkynningu frá Þrótturum. „Ég er mjög ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning við Þrótt og að fá að vera með þessum frábæru leikmönnum í tvö ár í viðbót. Ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni og að sjá félagið fara í Pepsi-deildina á næsta ári," sagði Gregg Ryder í viðtalinu í fréttatilkynningunni. „Metnaður þess félags sem ég vinn fyrir skiptir mestu máli fyrir mig persónulega og ég hef fengið frábær skilaboð um hann með þeim starfsmönnum og leikmönnum sem eru komnir til félagsins. Félagið mun síðan halda áfram að styrkja sig til að ná því að verða gott Pepsi-deildar lið á næsta ári. Það eru spennandi tímar framundan hjá Þrótti," sagði Ryder ennfremur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Gregg Ryder mun stýra Þrótturum í Pepsi-deildinni næsta sumar en hann var að framlengja samning sinn við Þróttara til 2017. Gregg Ryder er 27 ára gamall og kom fyrst til landsins sem aðstoðarþjálfari Hermanns Hreiðarssonar hjá ÍBV. Ryder hafði áður starfað hjá Newcastle United. „Það þarf ekki að eyða mörgum orðum um hversu mikilvægur Gregg er Þrótti, en við gerum það samt. Hann tók við Þrótti fyrir tímabilið 2014, ungur metnaðarfullur þjálfari sem þurfti tækifæri. Hann fékk traustið hér í Laugardalnum og hann hefur ekki litið til baka. Hans áferð komst fljótt á liðið, liðið átti gott sumar 2014 ennþá betra 2015 og við Þróttarar erum fullir tilhlökkunar fyrir komandi sumar í deild hinna bestu," segir í fréttatilkynningu frá Þrótturum. Ryder tók við liði Þróttar eftir 2013-tímabilið þar sem liðið var einu sæti frá falli úr deildinni. Liðið endaði í 3. sæti á fyrsta árinu hans og komst síðan upp í Pepsi-deildina í sumar. "Gregg hefur sannfært félagið og mig á mínum stutta tíma hjá Þrótti að hann er mjög efnilegur þjálfari. Hann vinnur hörðum höndum að því að gera Þrótt að betra og sterkara félagi í víðu samhengi. Hann vinnur núna hörðum höndum að því að samstilla leikstíl, aðferðir og vinnulag allra þjálfara í félaginu," segir Per Rud, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Þrótti, um nýja samninginn í fréttatilkynningu frá Þrótturum. „Ég er mjög ánægður með að hafa skrifað undir nýjan samning við Þrótt og að fá að vera með þessum frábæru leikmönnum í tvö ár í viðbót. Ég er mjög spenntur fyrir framtíðinni og að sjá félagið fara í Pepsi-deildina á næsta ári," sagði Gregg Ryder í viðtalinu í fréttatilkynningunni. „Metnaður þess félags sem ég vinn fyrir skiptir mestu máli fyrir mig persónulega og ég hef fengið frábær skilaboð um hann með þeim starfsmönnum og leikmönnum sem eru komnir til félagsins. Félagið mun síðan halda áfram að styrkja sig til að ná því að verða gott Pepsi-deildar lið á næsta ári. Það eru spennandi tímar framundan hjá Þrótti," sagði Ryder ennfremur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki