Þakkar innblásurunum á Kaffibarnum Guðrún Ansnes skrifar 24. nóvember 2015 11:00 Ívar Pétur hefur þeytt skífum á Kaffibarnum í langan tíma og finnst því gráupplagt að fá til sín góða gesti þangað. Vísir/Ernir „Mér fannst svo mikið feimnismál fyrir fólk að bera kennsl á áhrifavalda sína, og segja bara opinberlega „takk, þú ert æði og ég fæ innblástur frá þér“. Senan er svo lítil hérna heima svo það myndast ekki oft pláss fyrir svoleiðis, svo ég ákvað að búa það til og þakka bara fyrir mig,“ segir tónlistarmaðurinn Ívar Pétur Kjartansson, sem í kvöld stendur fyrir viðburðinum Ívar Pétur undir áhrifum. „Þetta er í fjórða skiptið sem ég stend fyrir þessum, hálfgerða gjörningi, og þetta hefur alltaf verið ofboðslega skemmtilegt,“ bendir Ívar Pétur á, en Ívar Pétur undir áhrifum fer fram á Kaffibarnum, þar sem hann tekur á móti listafólki úr öllum áttum sem hafa haft á hann áhrif í hans eigin sköpun. Ívar Pétur segir afar auðvelt að fá listamenn til að samþykkja að eyða með honum kvöldstund, en hins vegar sé það þrautin þyngri að finna tíma. „Það eru allir til í að vera með, og oftar en ekki enda ég með langan lista af fólki sem langar að koma næst,“ segir hann og skellir upp úr. „Í kvöld verður Kristján Freyr Halldórsson með mér, einn þessara stóru á bak við hátíðina Aldrei fór ég suður. Við eigum saman þetta landsbyggðarelement, en ég kem frá Seyðisfirði og hann frá Ísafirði. Hann hlustaði á Bloody Valentine í fyrirpartíunum og fór svo á ball með Nýdanskri, rétt eins og þetta var hjá mér. Maður hafði ekki úr öllum þessum tónleikastöðum að velja líkt og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ útskýrir Ívar og skýtur að: „Maður lét sér bara Sálina hans Jóns míns nægja, og við erum sammála um að maður er þakklátur fyrir þann bakgrunn.“ Ívar Pétur býður alla hjartanlega velkomna á Kaffibarinn í kvöld, þar sem hann mun skemmta sér og öðrum. Aðgangur er ókeypis, sem sennilega dregur ekki úr stemningunni. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Mér fannst svo mikið feimnismál fyrir fólk að bera kennsl á áhrifavalda sína, og segja bara opinberlega „takk, þú ert æði og ég fæ innblástur frá þér“. Senan er svo lítil hérna heima svo það myndast ekki oft pláss fyrir svoleiðis, svo ég ákvað að búa það til og þakka bara fyrir mig,“ segir tónlistarmaðurinn Ívar Pétur Kjartansson, sem í kvöld stendur fyrir viðburðinum Ívar Pétur undir áhrifum. „Þetta er í fjórða skiptið sem ég stend fyrir þessum, hálfgerða gjörningi, og þetta hefur alltaf verið ofboðslega skemmtilegt,“ bendir Ívar Pétur á, en Ívar Pétur undir áhrifum fer fram á Kaffibarnum, þar sem hann tekur á móti listafólki úr öllum áttum sem hafa haft á hann áhrif í hans eigin sköpun. Ívar Pétur segir afar auðvelt að fá listamenn til að samþykkja að eyða með honum kvöldstund, en hins vegar sé það þrautin þyngri að finna tíma. „Það eru allir til í að vera með, og oftar en ekki enda ég með langan lista af fólki sem langar að koma næst,“ segir hann og skellir upp úr. „Í kvöld verður Kristján Freyr Halldórsson með mér, einn þessara stóru á bak við hátíðina Aldrei fór ég suður. Við eigum saman þetta landsbyggðarelement, en ég kem frá Seyðisfirði og hann frá Ísafirði. Hann hlustaði á Bloody Valentine í fyrirpartíunum og fór svo á ball með Nýdanskri, rétt eins og þetta var hjá mér. Maður hafði ekki úr öllum þessum tónleikastöðum að velja líkt og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ útskýrir Ívar og skýtur að: „Maður lét sér bara Sálina hans Jóns míns nægja, og við erum sammála um að maður er þakklátur fyrir þann bakgrunn.“ Ívar Pétur býður alla hjartanlega velkomna á Kaffibarinn í kvöld, þar sem hann mun skemmta sér og öðrum. Aðgangur er ókeypis, sem sennilega dregur ekki úr stemningunni.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira