Almar er er á sínu fyrsta ári í Listaháskóla Íslands og er verkefnið hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla. Salka, sem er ein af meðlimum rapphópsins Reykjavíkurdætra, segist hafa mikla trú á Almari. Hann sé vís til alls og mjög góður í því sem hann gerir.
Þá segir hún hann vera í öruggum höndum hjá fólkinu í Listaháskóla Íslands. „Sem mun ekki leyfa honum að svelta. Ég held að hann sé í góðum höndum þarna.“
Almar fór inn í glerkassann klukkan níu í morgun og fer út úr honum klukkan níu næsta mánudagsmorgun.
Salka á ekki von á öðru en að fara og hitta hann í hverjum degi en það mátti einmitt sjá hana hjá Almari um klukkan níu í kvöld þar sem hún ræddi við hann. Almar var hins vegar fámáll enda ætlar hann ekki að tala á meðan gjörningnum stendur en mun tjá sig með hverskyns látbragði.
Það má einnig með sanni segja að Almar hafi með þessum gjörningi heillað hluta þjóðarinnar með sér, líkt og sjá má á umræðunni á Twitter. Hægt er að fylgjast með Almari í kassanum og umræðunni á Twitter hér fyrir neðan.