Hefðbundin braglist lifir enn góðu lífi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2015 11:00 "Ég hef ekkert á móti óbundnum ljóðum en tel að ljóðformin geti lifað hlið við hlið,“ segir Ragnar Ingi. Fréttablaðið/Vilhelm „Góðu fréttirnar eru þær að háttbundinn kveðskapur virðist vera í sókn hjá þjóðinni, það sýnir meðal annars gróska í útgáfu bóka með slíku efni,“ segir doktor Ragnar Ingi Aðalsteinsson, ritstjóri Stuðlabergs, tímarits sem helgað er hefðbundinni ljóðlist. Nýtt hefti er að koma út og þar er getið um tíu nýjar ljóðabækur með rími og stuðlum, ýmist eldri kveðskap eða ortum upp á síðkastið. Aðalviðtalið í hinu nýja hefti er við Böðvar Guðmundsson rithöfund sem ólst upp við ljóð og söng sem sjálfsagðan hluta af deginum. Einnig er rætt við Kristján Þórð Hrafnsson rithöfund um nýja ljóðabók hans með tuttugu og fjórum sonnettum. Konur eru líka í brennidepli í heftinu. Getið er um væntanlega ljóðabók eftir Guðrúnu Stefánsdóttur frá Fagraskógi, systur Davíðs skálds, og meðal þess sem Ragnar Ingi vekur athygli á er bókin Líf og list Helgu Pálsdóttur frá Grjótá. Helga orti Konuvísur snemma á síðustu öld til mótvægis við bændabragi og formannavísur sem þá tíðkuðust, og þar fengu um sextíu konur sína vísuna hver. Þá lýsir Sveinn Jónsson í Kálfskinni því líka hvernig Eyfirðingar munu minnast þriggja alda afmælis Látra-Bjargar á næsta ári en konan sú var kröftugt skáld, eins og margir vita. Ragnar Ingi segir áskrifendur hópast að Stuðlabergi úr öllum áttum og er auðvitað harla kátur með það. Hann vill veg hefðbundinna bragarhátta sem mestan og telur kennara landsins þurfa að vera duglega við að halda þeim að nemendum, til jafns við aðra ljóðlist. „Það er þó alls ekki þannig að ég sé á móti órímuðum ljóðum,“ tekur hann fram. „Heldur eiga þau og hefðbundinn kveðskapur að lifa hlið við hlið.“ Í ljósi góðs gengis íslenskra kvikmynda, íþróttamanna og glæpasagnahöfunda erlendis spurði Stuðlaberg hagyrðinga: Eru Íslendingar þá eftir allt saman bestir? Ólína Þorvarðardóttir svaraði spurningunni á þessa leið: Íþrótt sanna orðs og handa iðkar þjóðin kná og vís, stórvirkin að ströndum landa streyma ört við lof og prís Já, íslensk þjóð svo ung og dreymin afrek mörg í skauti ber. Nú sem stendur hálfan heiminn hefur lagt að fótum sér.Pétur Ingvi Pétursson frá Höllustöðum svaraði þannig:Um það vissan virðist blendin og vafin háði, nema meirimáttarkenndin miklu ráði.Þórarinn Már Baldursson hafði þessa skoðun:Þó að eigi á Fróni flestir framtíð bjarta Íslendingar eru bestir í að kvarta. Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Góðu fréttirnar eru þær að háttbundinn kveðskapur virðist vera í sókn hjá þjóðinni, það sýnir meðal annars gróska í útgáfu bóka með slíku efni,“ segir doktor Ragnar Ingi Aðalsteinsson, ritstjóri Stuðlabergs, tímarits sem helgað er hefðbundinni ljóðlist. Nýtt hefti er að koma út og þar er getið um tíu nýjar ljóðabækur með rími og stuðlum, ýmist eldri kveðskap eða ortum upp á síðkastið. Aðalviðtalið í hinu nýja hefti er við Böðvar Guðmundsson rithöfund sem ólst upp við ljóð og söng sem sjálfsagðan hluta af deginum. Einnig er rætt við Kristján Þórð Hrafnsson rithöfund um nýja ljóðabók hans með tuttugu og fjórum sonnettum. Konur eru líka í brennidepli í heftinu. Getið er um væntanlega ljóðabók eftir Guðrúnu Stefánsdóttur frá Fagraskógi, systur Davíðs skálds, og meðal þess sem Ragnar Ingi vekur athygli á er bókin Líf og list Helgu Pálsdóttur frá Grjótá. Helga orti Konuvísur snemma á síðustu öld til mótvægis við bændabragi og formannavísur sem þá tíðkuðust, og þar fengu um sextíu konur sína vísuna hver. Þá lýsir Sveinn Jónsson í Kálfskinni því líka hvernig Eyfirðingar munu minnast þriggja alda afmælis Látra-Bjargar á næsta ári en konan sú var kröftugt skáld, eins og margir vita. Ragnar Ingi segir áskrifendur hópast að Stuðlabergi úr öllum áttum og er auðvitað harla kátur með það. Hann vill veg hefðbundinna bragarhátta sem mestan og telur kennara landsins þurfa að vera duglega við að halda þeim að nemendum, til jafns við aðra ljóðlist. „Það er þó alls ekki þannig að ég sé á móti órímuðum ljóðum,“ tekur hann fram. „Heldur eiga þau og hefðbundinn kveðskapur að lifa hlið við hlið.“ Í ljósi góðs gengis íslenskra kvikmynda, íþróttamanna og glæpasagnahöfunda erlendis spurði Stuðlaberg hagyrðinga: Eru Íslendingar þá eftir allt saman bestir? Ólína Þorvarðardóttir svaraði spurningunni á þessa leið: Íþrótt sanna orðs og handa iðkar þjóðin kná og vís, stórvirkin að ströndum landa streyma ört við lof og prís Já, íslensk þjóð svo ung og dreymin afrek mörg í skauti ber. Nú sem stendur hálfan heiminn hefur lagt að fótum sér.Pétur Ingvi Pétursson frá Höllustöðum svaraði þannig:Um það vissan virðist blendin og vafin háði, nema meirimáttarkenndin miklu ráði.Þórarinn Már Baldursson hafði þessa skoðun:Þó að eigi á Fróni flestir framtíð bjarta Íslendingar eru bestir í að kvarta.
Menning Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira