Knattspyrnumaðurinn Ragnar Leósson skrifaði í gær undir eins árs samning við 1. deildarlið HK. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.
Ragnar kemur frá Fjölni þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú ár. Hinn 24 ára gamli Ragnar hefur einnig leikið með ÍBV og uppeldisfélaginu ÍA.
Ragnar lék 21 leik með Fjölni í Pepsi-deildinni í sumar en í fyrrasumar skoraði hann þrjú mörk í 22 deildarleikjum. Ragnar var einnig iðinn við að leggja upp mörk sumarið 2014 en hann gaf þá 10 stoðsendingar í Pepsi-deildinni.
Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi HK í vetur en Ragnar er níundi leikmaðurinn sem Reynir Leósson fær til liðsins.
HK hefur aftur á móti misst lykilmenn á borð við Beiti Ólafsson og Guðmund Atla Steinþórsson.
Kópavogsliðið endaði í 8. sæti 1. deildarinnar á síðasta tímabili en að því loknu tók Reynir við þjálfun þess af Þorvaldi Örlygssyni.
HK fær liðsstyrk
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn





Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Messi var óánægður hjá PSG
Fótbolti
