Maður gerir kröfur til þess að lykilleikmenn ÍR séu í betra standi Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. desember 2015 13:30 Bjarni, spilandi þjálfari ÍR, í leik með liðinu í vor. Vísir/Andri Marinó Handboltasérfræðingarnir Guðjón Guðmundsson og Einar Jónsson ræddu spilamennsku ÍR undanfarnar vikur í Olís-deild karla í Akraborginni í gær en þeir ræddu hvort lykilleikmenn liðsins væru einfaldlega ekki í nægilega góðu formi. „Þetta ÍR lið er alveg heillum horfið. Þeir voru að fá inn Jón Heiðar og Daníel Berg og það kemur til með að hjálpa þeim. Þeir gerðu vel í leiknum gegn Val og kannski var þessi leikur gegn Haukum bara bónusleikur fyrir þá,“ sagði Einar en Guðjón var óánægður með líkamsástand lykilleikmanna liðsins. „Frábærir leikmenn eins og Sturla og Bjarni sem eru að spila í efstu deild, maður gerir kröfu til þessarra manna að þeir séu í standi og þeir eru einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Ef þeir væru í betra standi myndi liðið bætast um 20% að ég tel,“ sagði Gaupi og bætti við: „Þeir eru auðvitað komnir til ára sinna en þetta eru frábærir strákar sem hljóta að geta komið sér í þokkalegt stand til að hjálpa liðinu yfir þá þröskulda sem eru framundan á þessu Íslandsmóti,“ sagði Gaupi og Einar tók undir orð hans. „Í upphafi tímabilsins fannst mér ÍR vera það lið sem virtist vera í besta leikforminu. Þeir voru að spila á 8-9 leikmönnum og á miklum hraða og litu vel út. Ég held að Sturla og Bjarni séu búnir að vera að glíma við meiðsli og það sé verið að tjasla þeim saman milli leikja en maður veit ekki hvað gengur á bak við tjöldin. Ef að lykilmennirnir eru ekki í lagi verður þetta erfitt fyrir þá.“ Guðjón telur að það verði erfitt fyrir ÍR að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. „Þetta verður barátta á milli ÍR, FH og Víkings um að halda sæti sínu í deildinni. Víkingur stendur verst að en ég væri ekki tilbúinn að setja pening á FH né ÍR. Víkingarnir eru á uppleið og þeir eru að mínu mati ekki með verra lið en þessi tvö,“ Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Handboltasérfræðingarnir Guðjón Guðmundsson og Einar Jónsson ræddu spilamennsku ÍR undanfarnar vikur í Olís-deild karla í Akraborginni í gær en þeir ræddu hvort lykilleikmenn liðsins væru einfaldlega ekki í nægilega góðu formi. „Þetta ÍR lið er alveg heillum horfið. Þeir voru að fá inn Jón Heiðar og Daníel Berg og það kemur til með að hjálpa þeim. Þeir gerðu vel í leiknum gegn Val og kannski var þessi leikur gegn Haukum bara bónusleikur fyrir þá,“ sagði Einar en Guðjón var óánægður með líkamsástand lykilleikmanna liðsins. „Frábærir leikmenn eins og Sturla og Bjarni sem eru að spila í efstu deild, maður gerir kröfu til þessarra manna að þeir séu í standi og þeir eru einfaldlega ekki í nægilega góðu standi. Ef þeir væru í betra standi myndi liðið bætast um 20% að ég tel,“ sagði Gaupi og bætti við: „Þeir eru auðvitað komnir til ára sinna en þetta eru frábærir strákar sem hljóta að geta komið sér í þokkalegt stand til að hjálpa liðinu yfir þá þröskulda sem eru framundan á þessu Íslandsmóti,“ sagði Gaupi og Einar tók undir orð hans. „Í upphafi tímabilsins fannst mér ÍR vera það lið sem virtist vera í besta leikforminu. Þeir voru að spila á 8-9 leikmönnum og á miklum hraða og litu vel út. Ég held að Sturla og Bjarni séu búnir að vera að glíma við meiðsli og það sé verið að tjasla þeim saman milli leikja en maður veit ekki hvað gengur á bak við tjöldin. Ef að lykilmennirnir eru ekki í lagi verður þetta erfitt fyrir þá.“ Guðjón telur að það verði erfitt fyrir ÍR að halda sæti sínu í deild þeirra bestu. „Þetta verður barátta á milli ÍR, FH og Víkings um að halda sæti sínu í deildinni. Víkingur stendur verst að en ég væri ekki tilbúinn að setja pening á FH né ÍR. Víkingarnir eru á uppleið og þeir eru að mínu mati ekki með verra lið en þessi tvö,“
Olís-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
ÍR-ingum skellt aftur á jörðina Haukar halda tveggja stiga forystu á toppi Olísdeildar karla. 3. desember 2015 21:49