Jordan Spieth kann greinilega vel við sig á Hero World Challenge en eftir 36 holur er þessi ungi Texasbúi, sem á titil að verja, á 11 höggum undir pari.
Hann deilir efsta sætinu ásamt Jimmy Walker og Zach Johnson en Chris Kirk, Patrick Reed og Bubba Watson eru aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum á tíu undir pari.
Hero World Challenge er góðgerðarmót sem Tiger Woods heldur á hverju ári en 18 af bestu kylfingum heims fá þátttökurétt í mótinu enda er verðlaunaféð með hæsta móti.
Það verður áhugavert að sjá hvort að Spieth nái að verja titilinn um helgina en hann freistar þess að sigra í sínu sjötta móti á PGA-mótaröðinni á árinu.
Bein útsending frá þriðja hring hefst á Golfsöðinni klukkan 17:00 í kvöld.
Spieth í efsta sæti á Hero World Challenge

Mest lesið


Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn


Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn



Mesta rúst í sögu NBA
Körfubolti

„Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“
Íslenski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn