Berjast um titilinn DJ Íslands 4. desember 2015 19:00 Bensol, Formaðurinn, Yamaho og Ewok takast á um titilinn DJ Íslands. Plötusnúðarnir Bensol, Formaðurinn, Yamaho og Ewok eru íslenskum tónlistarunnendum góðu kunnir enda hafa þeir verið meðal fremstu plötusnúða landsins í áraraðir. Nú á aðventunni ætla þessir þekktu plötusnúðar að mætast í einstökum einvígum þar sem þeir takast á um titilinn „DJ Íslands“ og Fernetbikarinn en Fernet Branca er styrktaraðili keppninnar. Maggi Legó er núverandi titilhafi og mun hann mæta á lokakvöldinu 1. janúar og verja titilinn. Undanúrslitakvöldin verða þrjú og fara þau fram á skemmtistaðnum Paloma næstu þrjá sunnudaga. Á fyrsta undanúrslitakvöldinu, 6. desember, mætast DJ Yamaho og Formaðurinn.Natalie og Formaðurinn ríða á vaðið á sunnudaginn.Keppnin fer þannig fram að hvor keppandi fær ákveðinn tíma til að heilla áhorfendur með lagavali og samsetningu. Verður síðan dæmt eftir stemmningu og fagnaðarlátum en kynnir og dómari er Árni Sveinsson. „Í vinstra horninu er hin eina sanna dansdrottning okkar Íslendinga. Sjálf svarta prinsessan og technotæfan, engin önnur en DJ Yamaho. Mærin sú er dansþyrstum vel kunn hér á klakanum og þó víðar væri leitað fyrir mikla færni á fónunum og einstakan sjarma. Í hægra horninu er það Formaðurinn sjálfur sem beið lægri hlut á móti Herb Legowitz í síðustu rimmu en kemur tvíefldur til leiks og mun ekki gefa þumlung eftir frekar en fyrri daginn,“ segir í tilkynningu um fyrsta kvöldið frá aðstandendum Sunnudagsklúbbsins, sem heldur keppnina. Sunnudagskvöldið 13. desember munu síðan plötusnúðarnir Bensol og Ewok mætast. 20. desember mætast síðan sigurvegarar undanúrslitakvöldanna og takast á um hver mætir Magga Legó á nýárskvöld. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um undanúrslitakvöldið á sunnudag á Facebook-síðu viðburðarins. Tónlist Tengdar fréttir Tveir færustu plötusnúðar landsins berjast um titilinn DJ Íslands Maggi Legó og DJ Kári mætast í einstöku einvígi í kvöld þar sem þeir takast á um titilinn "DJ Íslands“. 5. júlí 2015 16:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Plötusnúðarnir Bensol, Formaðurinn, Yamaho og Ewok eru íslenskum tónlistarunnendum góðu kunnir enda hafa þeir verið meðal fremstu plötusnúða landsins í áraraðir. Nú á aðventunni ætla þessir þekktu plötusnúðar að mætast í einstökum einvígum þar sem þeir takast á um titilinn „DJ Íslands“ og Fernetbikarinn en Fernet Branca er styrktaraðili keppninnar. Maggi Legó er núverandi titilhafi og mun hann mæta á lokakvöldinu 1. janúar og verja titilinn. Undanúrslitakvöldin verða þrjú og fara þau fram á skemmtistaðnum Paloma næstu þrjá sunnudaga. Á fyrsta undanúrslitakvöldinu, 6. desember, mætast DJ Yamaho og Formaðurinn.Natalie og Formaðurinn ríða á vaðið á sunnudaginn.Keppnin fer þannig fram að hvor keppandi fær ákveðinn tíma til að heilla áhorfendur með lagavali og samsetningu. Verður síðan dæmt eftir stemmningu og fagnaðarlátum en kynnir og dómari er Árni Sveinsson. „Í vinstra horninu er hin eina sanna dansdrottning okkar Íslendinga. Sjálf svarta prinsessan og technotæfan, engin önnur en DJ Yamaho. Mærin sú er dansþyrstum vel kunn hér á klakanum og þó víðar væri leitað fyrir mikla færni á fónunum og einstakan sjarma. Í hægra horninu er það Formaðurinn sjálfur sem beið lægri hlut á móti Herb Legowitz í síðustu rimmu en kemur tvíefldur til leiks og mun ekki gefa þumlung eftir frekar en fyrri daginn,“ segir í tilkynningu um fyrsta kvöldið frá aðstandendum Sunnudagsklúbbsins, sem heldur keppnina. Sunnudagskvöldið 13. desember munu síðan plötusnúðarnir Bensol og Ewok mætast. 20. desember mætast síðan sigurvegarar undanúrslitakvöldanna og takast á um hver mætir Magga Legó á nýárskvöld. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um undanúrslitakvöldið á sunnudag á Facebook-síðu viðburðarins.
Tónlist Tengdar fréttir Tveir færustu plötusnúðar landsins berjast um titilinn DJ Íslands Maggi Legó og DJ Kári mætast í einstöku einvígi í kvöld þar sem þeir takast á um titilinn "DJ Íslands“. 5. júlí 2015 16:00 Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Tveir færustu plötusnúðar landsins berjast um titilinn DJ Íslands Maggi Legó og DJ Kári mætast í einstöku einvígi í kvöld þar sem þeir takast á um titilinn "DJ Íslands“. 5. júlí 2015 16:00