Í nótt mætti hópur fólks niður í Listaháskóla og var með háreisti og köll gagngert til þess að vekja Almar. Þetta heyrðist augljóslega á Youtube-rás hans og voru tístarar ekkert sérstaklega ánægðir með þessi inngrip í hinn annars vel heppnaða gjörning Almars.
Almar ætlar sér að vera í kassanum í heila viku en um er að ræða lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla.
Mikið hefur verið fjallað um Almar í fjölmiðlum hér innanlands sem og fjölmiðlum um allan heima. Fólk virðist hafa gríðarlegan áhuga á Almari og þegar þessi frétt er skrifuð er það mat rúmlega sjötíu prósenta lesenda að hann eigi eftir að þrauka í heila viku.
Sjá einnig: Könnun: Hvað endist Almar lengi í kassanum?
Umræðan á Twitter hefur verið svakaleg um karlinn í kassanum og sprakk hún í nótt en notendur eru að styðjast við kassamerkið #nakinníkassa.
Let him sleep!!!!!!! #nakinníkassa pic.twitter.com/YX6AP5ZMvA
— Elma Lára (@ElmaAuunsdttir) December 4, 2015
Hver er að fkn öskra og reyna vekja hann Almar okkar #nakinníkassa pic.twitter.com/UsM7MBYp7l
— Elma Lára (@ElmaAuunsdttir) December 4, 2015
Hingað og ekki lengra.. látiði hann Almar okkur í friði og leyfiði honum að sofa!! #staystrongalmar #nakinníkassa
— Fanný Ragna Gröndal (@RagnaGrondal) December 4, 2015
#nakinnikassa Tweets
Bein útsending