Upphaflega var sagan um pilt og stúlku, Joe og Clare, en Guðjón segir hana ganga betur upp með því að hafa karlmenn í henni.
„Strákur og stelpa er eitthvað sem fólk er vant, tveir strákar breikka persónurnar og gera innri átök þeirra sterkari. Annar pilturinn er búinn að vera í svelti í fjóra daga og það að gera hann að samkynhneigðum einstaklingi dýpkar leikinn, engu þurfti að breyta í textanum nema kvenorðum í karlaorð.“

„Þetta er um klukkutíma langt stykki og er satt að segja mjög spennandi,“ segir leikstjórinn.
Með hlutverkin fara Bjarki Rúnar Gunnarsson og Guðbrandur Loki Rúnarsson. Guðjón segir þá vera leikarasyni sem hafi alist upp í leikhúsum og unnið með Halaleikhópnum áður.
„Þegar þeir voru 13 ára léku þeir löggur í Pókók eftir Jökul Jakobsson.“
Sýning númer tvö er á laugardagskvöld á sama tíma.