Mamma Almars: „Ég er auðvitað mamma hans og hef áhyggjur“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. desember 2015 21:42 Maður vikunnar er án ef 23 ára gamli myndlistarneminn Almar Atlason sem ætlar að dvelja nakinn í glerkassa í heila viku. Almar fór í kassann á mánudag og hefur um fátt annað verið rætt á samfélagsmiðlum en veru hans í þessum kassa sem er streymt í beinni útsendingu á myndbandavefnum YouTube. Ísland í dag fór og heilsaði upp á Almar í kvöld og ræddi meðal annars við móður hans Katrínu Friðriksdóttur sem sagðist stolt af syni sínu. „Hann er hugmyndaríkur og skapandi drengur sem kýs að fara sínar eigin leiðir.“ Spurð hvort hún hafi áhyggjur af stráknum sínum svaraði hún: Já, ég er auðvitað mamma hans og hef áhyggjur af allskonar praktískum atriðum eins og hvort honum sé kalt, hvort honum líði ekki nógu vel. En það er partur af þessu, að vera mamman,“ sagði Katrín. Hún færði honum vatn í kvöld og sagði þetta vera í annað skiptið sem hún heilsar upp á Almar. Ísland í dag ræddi einnig við vinkonu Almars, Elínu Elísabetu Einarsdóttur, sem sagði umræðuna á veraldarvefnum um Almar vera mestan part skemmtilega en svo séu að sjálfsögðu furðulegar umræður inn á milli þar sem athyglin beinist einna helst að þeirri staðreynd að Almar er nakin. Móðir Almars tók undir það. „Athyglin snýst svolítið mikið um kúk og piss og nekt,“ sagði Katrín sem sagðist ekki hafa fylgst mikið með umræðunni en sjálfsagt tæki hún margt því sem sagt er um Almar inn á sig ef hún fylgdist betur með. Elín Elísabet færði Almari gulrætur og mandarínur í kvöld og fagnaði móðir hans því. „Ég hef bara séð hann borða snakk þegar ég hef kíkt á hann,“ sagði hún glettin að lokum.#nakinnikassa Tweets Bein útsending Ísland í dag Menning Tengdar fréttir Könnun: Hvað endist Almar lengi í kassanum? Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 16:30 Goddur segir #nakinníkassa segja ýmislegt um ungt fólk: Höfðu engan áhuga á að sjá hann með berum augum Goddur veitti hópi nemenda sem sátu nærri Almari áhuga. 1. desember 2015 22:13 Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39 Svona baðar þú þig ef þú ert fastur í glerkassa Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 14:40 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Maður vikunnar er án ef 23 ára gamli myndlistarneminn Almar Atlason sem ætlar að dvelja nakinn í glerkassa í heila viku. Almar fór í kassann á mánudag og hefur um fátt annað verið rætt á samfélagsmiðlum en veru hans í þessum kassa sem er streymt í beinni útsendingu á myndbandavefnum YouTube. Ísland í dag fór og heilsaði upp á Almar í kvöld og ræddi meðal annars við móður hans Katrínu Friðriksdóttur sem sagðist stolt af syni sínu. „Hann er hugmyndaríkur og skapandi drengur sem kýs að fara sínar eigin leiðir.“ Spurð hvort hún hafi áhyggjur af stráknum sínum svaraði hún: Já, ég er auðvitað mamma hans og hef áhyggjur af allskonar praktískum atriðum eins og hvort honum sé kalt, hvort honum líði ekki nógu vel. En það er partur af þessu, að vera mamman,“ sagði Katrín. Hún færði honum vatn í kvöld og sagði þetta vera í annað skiptið sem hún heilsar upp á Almar. Ísland í dag ræddi einnig við vinkonu Almars, Elínu Elísabetu Einarsdóttur, sem sagði umræðuna á veraldarvefnum um Almar vera mestan part skemmtilega en svo séu að sjálfsögðu furðulegar umræður inn á milli þar sem athyglin beinist einna helst að þeirri staðreynd að Almar er nakin. Móðir Almars tók undir það. „Athyglin snýst svolítið mikið um kúk og piss og nekt,“ sagði Katrín sem sagðist ekki hafa fylgst mikið með umræðunni en sjálfsagt tæki hún margt því sem sagt er um Almar inn á sig ef hún fylgdist betur með. Elín Elísabet færði Almari gulrætur og mandarínur í kvöld og fagnaði móðir hans því. „Ég hef bara séð hann borða snakk þegar ég hef kíkt á hann,“ sagði hún glettin að lokum.#nakinnikassa Tweets Bein útsending
Ísland í dag Menning Tengdar fréttir Könnun: Hvað endist Almar lengi í kassanum? Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 16:30 Goddur segir #nakinníkassa segja ýmislegt um ungt fólk: Höfðu engan áhuga á að sjá hann með berum augum Goddur veitti hópi nemenda sem sátu nærri Almari áhuga. 1. desember 2015 22:13 Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39 Svona baðar þú þig ef þú ert fastur í glerkassa Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 14:40 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Könnun: Hvað endist Almar lengi í kassanum? Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 16:30
Goddur segir #nakinníkassa segja ýmislegt um ungt fólk: Höfðu engan áhuga á að sjá hann með berum augum Goddur veitti hópi nemenda sem sátu nærri Almari áhuga. 1. desember 2015 22:13
Konan hans Almars: „Ég hef ekki áhyggjur af honum“ Hinn nakti Almar Atlason hefur fangað hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 30. nóvember 2015 23:39
Svona baðar þú þig ef þú ert fastur í glerkassa Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, hefur núna verið í tvo sólahringa inni í glerkassa í húsakynnum Listaháskóla Íslands. 2. desember 2015 14:40