Vísir birtir nýja bóksölulista, sala sem tekur til daganna 23. til 29. nóvember og gaman er að rýna í þá. Í sögulegu samhengi: Sex af þeim tíu höfundum sem eiga mest seldu bækur síðustu viku voru einnig í toppsætunum á þessum tíma í fyrra. Þetta eru þau Arnaldur Indriðason, Yrsa Sigurðardóttir með glæpasögur sínar, Ævar Þór Benediktsson, Gunnar Helgason, Vilhelm Anton Jónsson, allir með barnabækur og svo Óttar Sveinsson með Útkallsbókina sína.
Í því ljósi má færa rök fyrir því að á meðan allir ofangreindir höfundar senda árlega frá sér nýjar bækur sé það vart á færi margra annarra að tylla sér inn á topplistann. Það tekst þeim Páli Baldvini, Auði Jónsdóttur, Ólafi Jóhanni og Ragnhildi Thorlacius en tvö þeirra fyrrnefndu voru einmitt tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í gær.
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna voru kynntar í gær en þegar litið er á listana má sjá að ekki eru allar bækur sem tilnefndar voru meðal mest seldu bóka landsins. Bækur Hallgríms Helgasonar og Hermanns Stefánssonar eru til dæmis ekki á meðal 10 mest seldu skáldverka vikunnar en spennandi verður að sjá hvaða áhrif tilnefningarmiðinn góði muni hafa á sölu verka þeirra í þessari viku.
En, svona lítur þetta út og hefst þá lesturinn:
Topplistinn söluhæstu titlar Bóksölulistans 23.-29. nóvember
- - Þýska húsið - Arnaldur Indriðason
- - Sogið - Yrsa Sigurðardóttir
- - Þín eigin goðsaga - Ævar Þór Benediktsson
- - Mamma klikk! - Gunnar Helgason
- - Útkall í hamfarasjó - Óttar Sveinsson
- - Stríðsárin 1938 - 1945 - Páll Baldvin Baldvinsson
- - Vísindabók Villa : geimurinn og geimferðir - Vilhelm Anton/Sævar Helgi
- - Stóri skjálfti - Auður Jónsdóttir
- - Endurkoman - Ólafur Jóhann Ólafsson
- - Brynhildur Georgía Björnsson - Ragnhildur Thorlacius
Ævisögur
- Brynhildur Georgía Björnsson - Ragnhildur Thorlacius
- Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðs - Ólafur Þór Jóelsson / Viðar Brink
- Týnd í paradís - Mikael Torfason
- Egils sögur - á meðan ég man - Páll Valsson og Egill Ólafsson
- Munaðarleysinginn - Sigmundur Ernir Rúnarsson
- Þá hló Skúli - Óskar Guðmundsson
- Þetta var nú bara svona - Jóhann Guðni Reynisson
- Eitt á ég samt : endurminningar - Árni Bergmann
- Bítlarnir telja í - Mark Lewisohn
- Eftirlýstur - Bill Browder
Íslensk skáldverk
- Þýska húsið - Arnaldur Indriðason
- Sogið - Yrsa Sigurðardóttir
- Stóri skjálfti - Auður Jónsdóttir
- Endurkoman - Ólafur Jóhann Ólafsson
- Eitthvað á stærð við alheiminn - Jón Kalman Stefánsson
- Nautið - Stefán Máni
- Útlaginn - Jón Gnarr
- Hundadagar - Einar Már Guðmundsson
- Og svo tjöllum við okkur í rallið - Guðmundur Andri Thorsson
- Dimma - Ragnar Jónsson
Þýdd skáldverk
- Víga-Anders og vinir hans - kilja - Jonas Jonasson
- Víga-Anders og vinir hans - innb. - Jonas Jonasson
- Hrellirinn - Lars Kepler
- Þú ert ætíð í huga mér - innb. - Mary Higgins Clark
- Það sem ekki drepur mann - David Lagercrantz
- Þú ert ætíð í huga mér - kilja - Mary Higgins Clark
- Grimmsævintýri : fyrir gamla og unga - Philip Pullman
- Í nótt skaltu deyja - Viveka Stein
- Svo þú villist ekki í hverfinu hérna - Patrick Modiano
- Konan í lestinni - Paula Hawkins
Barnabækur
- Þín eigin goðsaga - Ævar Þór Benediktsson
- Mamma klikk! - Gunnar Helgason
- Vísindabók Villa : geimurinn og geimferðir- Vilhelm Anton Jónsson / Sævar Helgi Bragason
- Skósveinarnir - leitið og finnið – Bókaútgáfan Hólar
- Matreiðslubókin mín og Mikka - Walt Disney
- Kafteinn ofurbrók og endurkoma Túrbó 2000 klósettsins - Dav Pilkey
- Kvöldsögur fyrir krakka - Setberg
- Bestu barnabrandararnir - bara góðir!– Ýmsir höfundar
- Spurningabókin 2015 - Bjarni Þór Guðjónsson
- Dúkka - Gerður Kristný
Ungmennabækur
- Stelpur - Kristín Tómasdóttir
- Fótboltaspurningar 2015- Bjarni Þór Guðjónsson
- Skytturnar þrjár - Illugi Jökulsson
- Leitin að tilgangi unglingsins- Bryndís Björgvinsdóttir / Arnór Björnsson / Óli Gunnar Gunnarsson
- Vetrarfrí - Hildur Knútsdóttir
- Fótbolti: Bestu karlarnir - Illugi Jökulsson / Björn Þ. Sigbjörnsson
- Skuggasaga : ARftakinn - Ragnheiður Eyjólfsdóttir
- Drauga-Dísa - Gunnar Theodór Eggertsson
- 15 grimmustu risaeðlurnar - Illugi Jökulsson
- 30 dýr í útrýmingarhættu - Illugi Jökulsson
Fræði og almennt efni
- Útkall í hamfarasjó - Óttar Sveinsson
- Stríðsárin 1938 - 1945 - Páll Baldvin Baldvinsson
- Kafbátur í sjónmáli - Háski í hafi - Illugi Jökulsson
- Traktorar í máli og myndum - Jemima Dunne
- Hrekkjalómafélagið - Ásmundur Friðriksson
- Gleðilegt uppeldi - Margrét Pála Ólafsdóttir
- Spakmælabókin - Torfi Jónsson
- Þarmar með sjarma - Giulia Enders
- Nína S. - Hrafnhildur Schram
- Þegar siðmenningin fór fjandans til - Gunnar Þór Bjarnason
Ljóð & leikrit
- Öskraðu gat í myrkrið - Bubbi Morthens
- Jólaljóð - Gylfi Gröndal valdi
- Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna - Ýmsir / Silja Aðalsteinsdóttir ritst.
- Frelsi - Linda Vilhjálmsdóttir
- Ljóðasafn - Vilborg Dagbjartsdóttir
- Til hughreystingar þeim sem finna sig ekki í samtíma sínum: lög og textar - Ragnar Helgi Ólafsson
- Hvítir veggir - Sigrún Haraldsdóttir
- Ljóðvegasafn - Sigurður Pálsson
- Góðir farþegar - Sindri Freysson
- Ígrip - Stefán Finnson
Matreiðslubækur
- Himneskt að njóta - Sólveig Eiríksdóttir / Hildur Ársælsdóttir
- Stóra Disney heimilisréttabókin - Margrét Þóra Þorláksdóttir ritst.
- Grillréttir Hagkaups - Hrefna Rósa Sætran
- Hollar og heillandi súpur - Rósa Guðbjartsdóttir
- Sætmeti án sykurs - Nanna Rögnvaldardóttir
- Vín - umhverfis jörðina á 110 flöskum - Steingrímur Sigurgeirsson
- Ömmumatur Nönnu - Nanna Rögnvaldardóttir
- Café Sigrún - Sigrún Þorsteinsdóttir
- Veisluréttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir
- Glútenfrítt líf - Þórunn Eva Guðbjargar Thapa
Handverksbækur
- Fléttur - Laura Kristine Arnesen
- Týnda hafið - Johanna Basford
- Litabókin hans Nóa - Marjorie Sarnat
- Íslens litadýrð - Elsa Nielsen
- Peysubókin - Lene Holme Samoe
- Heillandi heimur dýranna - Litabók til slökunar
- Leynigarður - Johanna Basford
- Prjónabiblían - Gréta Sörensen
- Vettlingaprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir
- Krúttlegt hekl fyrir litlar tásur - Vita Apala
Hljóðbækur
- Útkall í hamfarasjó - Óttar Sveinsson
- Þýska húsið - Arnaldur Indriðason
- Sogið - Yrsa Sigurðardóttir
- Aukaspyrna á Akureyri - Gunnar Helgason
- Mamma klikk! - Gunnar Helgason
- Jómfrú Ragnheiður : Skálholt 1 - Guðmundur Kamban
- Maður sem heitir Ove - Fredrik Backman
- Gula spjaldið í Gautaborg - Gunnar Helgason
- Bróðir minn Ljónshjarta - Astrid Lindgren
- Fiskarnir hafa enga fætur - Jón Kalman Stefánsson
Uppsafnaður listi frá áramótum
Söluhæstu bækurnar frá 1. janúar
- Þýska húsið - Arnaldur Indriðason
- Leynigarður - Johanna Basford
- Himneskt er að njóta - Sólveig Eiríksdóttir / Hildur Ársælsdóttir
- Sogið - Yrsa Sigurðardóttir
- Afturgangan - Jo Nesbø
- Stúlkan í tréinu - Jussi Adler Olsen
- Konan í lestinni - Paula Hawkins
- Iceland : Small World (lítil) - Sigurgeir Sigurjónsson
- Blóðið í snjónum - Jo Nesbø
- Hamingjuvegur - Liza Marklund