Finnur Orri Margeirsson var í dag kynntur sem nýr leikmaður KR.
Finnur Orri skrifaði þá undir þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið.
Hann kemur til liðsins frá Lilleström í Noregi þar sem hann lék undir stjórn Rúnars Kristinssonar, fyrrum þjálfara KR.
Finnur Orri lék lengstum með Blikum en yfirgaf þá til þess að spila með FH. Hann náði ekki að spila alvöruleik með félaginu því Lilleström hringdi skömmu síðar og út fór Finnur Orri.
Miðjumaðurinn er aftur á móti kominn heim núna og ku ekki ætla að yfirgefa KR fyrir tímabilið.

