Þar vilja sumir meina að Almar sé aðeins of mikill sóði. Kassinn er allur að fyllast af allskonar dóti eins og mat, flöskum, bókum og öðru drasli.
Almar gerir einnig allar sínar þarfir inni í kassanum, en hann kúkar í poka og pissar í flöskur.
Hann er er á sínu fyrsta ári í Listaháskóla Íslands og er verkefnið hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla. Umræðan er mikil á Twitter og eru notendur að styðjast við kassamerkið #nakinníkassa. Almar er aðeins búinn með einn sólahring og nú eru sex eftir.
Hann mætti samt fara að taka til í kassanum sínum, rusl útum allt #nakinníkassa
— Ingi Erlingsson (@IngiErlingss) December 1, 2015
Strákurinn þarf að fara taka til í kassanum, þetta er eins og dópgreni hjá honum. #nakinníkassa
— Hörður Gunnarsson (@HrGunnarsson) December 1, 2015
nennir #nakinníkassa að fara að taka til hjá sér? voða sóðalegt hjá honum
— Katrín Atladóttir (@katrinat) December 1, 2015
#nakinníkassa veeeerður að fara að þrífa hjá sér samt. Taka til, henda rusli, raða smá. Getur einhver komið með jólaskraut til hans?
— Tinna (@tinnaharalds) December 1, 2015
#nakinníkassa Tweets
Bein útsending