Söngelsk fjölskylda býður Borgnesingum á tónleika Magnús Guðmundsson skrifar 19. desember 2015 15:00 Söngelsk fjölskylda úr Borgarnesi mun halda jólatónleika í Borgarneskirkju, fjórða árið í röð, mánudagskvöldið 21. desember nk. kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis að vanda og allir velkomnir. Þetta eru hjónin Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson ásamt dætrum sínum, Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu. Undirleik annast Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Sérstakur gestur á tónleikunum að þessu sinni verður Þorsteinn Þorsteinsson, bróðir Ingibjargar. Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söngkennari og söngkona. Hún stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík, Vínarborg og á Ítalíu og hefur víða komið fram sem söngkona. Olgeir Helgi stundar söngnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Systurnar eru báðar í söngnámi hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur við Söngskólann í Reykjavík og eru orðnar eftirsóttar söngkonur. Theódóra segir að á tónleikunum verði að vanda ákveðin blanda af klassískari sönglögum og efni í léttari kantinum. „Það er ánægjulegt fyrir okkur að tónleikarnir eru alltaf vel sóttir og gaman að fólk er farið að spyrja strax á haustin hvort við verðum ekki örugglega með jólatónleika og þá hvenær. Húsfyllir hefur verið hingað til en margir telja það orðið ómissandi þátt í jólaundirbúningnum að mæta á tónleika fjölskyldunnar. Það er líka gaman að sjá að tónleikagestir koma víða að, bæði úr nærsveitum og frá Reykjavík, auk þess sem Borgnesingar eru að sjálfsögðu uppistaðan.“ Theódóra segir að fjölskyldan hafi tekið virkan þátt í menningar- og sönglífi í héraðinu og m.a. öll tekið þátt í óperunni Sígaunabaróninn sem sýnd var í Gamla mjólkursamlaginu við góðar undirtektir. Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Söngelsk fjölskylda úr Borgarnesi mun halda jólatónleika í Borgarneskirkju, fjórða árið í röð, mánudagskvöldið 21. desember nk. kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis að vanda og allir velkomnir. Þetta eru hjónin Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson ásamt dætrum sínum, Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu. Undirleik annast Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Sérstakur gestur á tónleikunum að þessu sinni verður Þorsteinn Þorsteinsson, bróðir Ingibjargar. Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söngkennari og söngkona. Hún stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík, Vínarborg og á Ítalíu og hefur víða komið fram sem söngkona. Olgeir Helgi stundar söngnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Systurnar eru báðar í söngnámi hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur við Söngskólann í Reykjavík og eru orðnar eftirsóttar söngkonur. Theódóra segir að á tónleikunum verði að vanda ákveðin blanda af klassískari sönglögum og efni í léttari kantinum. „Það er ánægjulegt fyrir okkur að tónleikarnir eru alltaf vel sóttir og gaman að fólk er farið að spyrja strax á haustin hvort við verðum ekki örugglega með jólatónleika og þá hvenær. Húsfyllir hefur verið hingað til en margir telja það orðið ómissandi þátt í jólaundirbúningnum að mæta á tónleika fjölskyldunnar. Það er líka gaman að sjá að tónleikagestir koma víða að, bæði úr nærsveitum og frá Reykjavík, auk þess sem Borgnesingar eru að sjálfsögðu uppistaðan.“ Theódóra segir að fjölskyldan hafi tekið virkan þátt í menningar- og sönglífi í héraðinu og m.a. öll tekið þátt í óperunni Sígaunabaróninn sem sýnd var í Gamla mjólkursamlaginu við góðar undirtektir.
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira