Loftklukkan frá afanum sem týndist í Ameríku Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2015 10:45 "Það er margt bráðskemmtilegt að finna í gömlum sendibréfum,“ segir Páll. Vísir/Ernir Nýja bókin hans Páls Benediktssonar, fyrrverandi fréttamanns, er Reykjavíkursaga. Hún nefnist Loftklukkan. Af hverju skyldi það nafn dregið? „Loftklukkan er sérstök klukka sem tengist afa mínum Árna Benediktssyni. Margir þekkja reyndar sögu hans og ömmu, Kristrúnar Tómasdóttur, því Ólafur Jóhann Ólafsson byggir bókina Höll minninganna á henni en tekur sér mikið skáldaleyfi og fer talsvert langt frá raunveruleikanum,“ byrjar Páll og svo kemur sagan af loftklukkunni. Kristrún amma, sem ég kalla ömmu Dúnu, var af ríku kaupmannsfólki á Eyrarbakka. Hún þótti hefðardama, hafði lært píanóleik og myndlist í Kaupmannahöfn og þótti með betri kvenkostum í Reykjavík upp úr 1900. Árni afi var fátækur sveitastrákur vestan úr Arnarfirði en þau kynntust, giftust og eignuðust fimm börn. Til að gera langa sögu stutta kynnist afi sænskri konu og fer til Svíþjóðar en skrifar samt fjölskyldu sinni í eitt ár, svo hverfur hann. Allt í einu er amma ein með fimm börn og þarf að tvístra þeim út og suður. Pabbi er sendur í Selárdalinn og er þar í fimm ár án þess að sjá mömmu sína. Hún fer til Ameríku með þrjú af börnunum en kemur heim að ári liðnu, skilur tvær dætur eftir úti, önnur þeirra hverfur í nokkur ár og kemur aldrei aftur til landsins, hin kemur nokkrum árum seinna.Ein myndanna í bókinni er jólamynd af systkinunum Páli, Ingibjörgu Kristínu og Árna.Fannst eftir átján ár Árni afi minn finnst loks í Ameríku eftir átján ár, hafði þá lengst af verið bryti hjá William Randolph Hearst, fjölmiðlakóngi og einum ríkasta manni Bandaríkjanna. Eftir það komast börnin hans í samband við hann. Nokkrum árum seinna sendir hann þeim sína klukkuna hverju. Flotta svissneska borðklukku sem er þeirri náttúru gædd að í hólfi aftan á henni er einhver lofttegund sem dregst sundur og saman eftir hitastigi og þrýstingsmunurinn knýr klukkuna áfram. Þessi gjöf afa táknar tif tímans og markar vissar sættir. En ég er líka að fabúlera með tímann í bókinni, hann streymir áfram eins og loft í kringum okkur. Ég veit að þetta er dálítið löng útskýring á einu orði!“Foreldrar Páls, Sigríður Pálsdóttir og Benedikt Egill Árnason í Kaupmannahöfn 1938.Sendibréfin gullnáma Fleiri ættmenni Páls eiga merka sögu sem hann lýsir í bókinni. Þeirra á meðal eru foreldrar hans, Sigríður Pálsdóttir og Benedikt Egill Árnason, og móðurafinn sem höfundurinn heitir eftir. „Pabbi og mamma urðu innlyksa í Kaupmannahöfn í stríðinu. Afi minn, Páll Árnason pólití, var lögga númer tvö í Reykjavík. Hann skildi eftir sig greinargóðar dagbækur um það sem hann fékkst við á hverjum tíma, morð, ofbeldi og rán, en líka smærri mál eins og að sekta menn fyrir að keyra yfir Tjarnarbrúna,“ segir Páll sem einnig byggir bók sína á sendibréfum. „Amma Dúna var í bréfaskiptum við fjölda fólks og af því að hún bjó á heimili okkar undir það síðasta varð bréfasafn hennar eftir þar. Það er margt bráðskemmtilegt að finna í sendibréfum frá tímabilinu 1900 til 1960.“ Í Loftklukkunni kveðst Páll líka rifja upp atvik og minni úr eigin æsku í Norðurmýrinni, Surtseyjargosið, kynni af skáldum og tónlistarmönnum, kalda stríðið og atómbombuna sem börnin hafi óttast ekki síður en fullorðna fólkið. Þess má geta að fjöldi glöggra og góðra ljósmynda eru í bókinni Loftklukkan, bæði úr fjölskyldualbúmum og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Nýja bókin hans Páls Benediktssonar, fyrrverandi fréttamanns, er Reykjavíkursaga. Hún nefnist Loftklukkan. Af hverju skyldi það nafn dregið? „Loftklukkan er sérstök klukka sem tengist afa mínum Árna Benediktssyni. Margir þekkja reyndar sögu hans og ömmu, Kristrúnar Tómasdóttur, því Ólafur Jóhann Ólafsson byggir bókina Höll minninganna á henni en tekur sér mikið skáldaleyfi og fer talsvert langt frá raunveruleikanum,“ byrjar Páll og svo kemur sagan af loftklukkunni. Kristrún amma, sem ég kalla ömmu Dúnu, var af ríku kaupmannsfólki á Eyrarbakka. Hún þótti hefðardama, hafði lært píanóleik og myndlist í Kaupmannahöfn og þótti með betri kvenkostum í Reykjavík upp úr 1900. Árni afi var fátækur sveitastrákur vestan úr Arnarfirði en þau kynntust, giftust og eignuðust fimm börn. Til að gera langa sögu stutta kynnist afi sænskri konu og fer til Svíþjóðar en skrifar samt fjölskyldu sinni í eitt ár, svo hverfur hann. Allt í einu er amma ein með fimm börn og þarf að tvístra þeim út og suður. Pabbi er sendur í Selárdalinn og er þar í fimm ár án þess að sjá mömmu sína. Hún fer til Ameríku með þrjú af börnunum en kemur heim að ári liðnu, skilur tvær dætur eftir úti, önnur þeirra hverfur í nokkur ár og kemur aldrei aftur til landsins, hin kemur nokkrum árum seinna.Ein myndanna í bókinni er jólamynd af systkinunum Páli, Ingibjörgu Kristínu og Árna.Fannst eftir átján ár Árni afi minn finnst loks í Ameríku eftir átján ár, hafði þá lengst af verið bryti hjá William Randolph Hearst, fjölmiðlakóngi og einum ríkasta manni Bandaríkjanna. Eftir það komast börnin hans í samband við hann. Nokkrum árum seinna sendir hann þeim sína klukkuna hverju. Flotta svissneska borðklukku sem er þeirri náttúru gædd að í hólfi aftan á henni er einhver lofttegund sem dregst sundur og saman eftir hitastigi og þrýstingsmunurinn knýr klukkuna áfram. Þessi gjöf afa táknar tif tímans og markar vissar sættir. En ég er líka að fabúlera með tímann í bókinni, hann streymir áfram eins og loft í kringum okkur. Ég veit að þetta er dálítið löng útskýring á einu orði!“Foreldrar Páls, Sigríður Pálsdóttir og Benedikt Egill Árnason í Kaupmannahöfn 1938.Sendibréfin gullnáma Fleiri ættmenni Páls eiga merka sögu sem hann lýsir í bókinni. Þeirra á meðal eru foreldrar hans, Sigríður Pálsdóttir og Benedikt Egill Árnason, og móðurafinn sem höfundurinn heitir eftir. „Pabbi og mamma urðu innlyksa í Kaupmannahöfn í stríðinu. Afi minn, Páll Árnason pólití, var lögga númer tvö í Reykjavík. Hann skildi eftir sig greinargóðar dagbækur um það sem hann fékkst við á hverjum tíma, morð, ofbeldi og rán, en líka smærri mál eins og að sekta menn fyrir að keyra yfir Tjarnarbrúna,“ segir Páll sem einnig byggir bók sína á sendibréfum. „Amma Dúna var í bréfaskiptum við fjölda fólks og af því að hún bjó á heimili okkar undir það síðasta varð bréfasafn hennar eftir þar. Það er margt bráðskemmtilegt að finna í sendibréfum frá tímabilinu 1900 til 1960.“ Í Loftklukkunni kveðst Páll líka rifja upp atvik og minni úr eigin æsku í Norðurmýrinni, Surtseyjargosið, kynni af skáldum og tónlistarmönnum, kalda stríðið og atómbombuna sem börnin hafi óttast ekki síður en fullorðna fólkið. Þess má geta að fjöldi glöggra og góðra ljósmynda eru í bókinni Loftklukkan, bæði úr fjölskyldualbúmum og Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Menning Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira