Hinn 16 ára gamli Kristófer Ingi Kristinsson skoraði þrennu þegar Stjarnan rúllaði yfir KR, 7-2, í úrslitaleik Bose-bikarsins í Egilshöll í kvöld.
Stjarnan byrjaði leikinn mun betur og komst í 3-0 með mörkum Arnars Más Björgvinssonar, Þorra Geirs Rúnarssonar og Harðar Árnasonar.
Gary Martin minnkaði muninn í 3-2 fyrir KR en Kári Pétursson kom Stjörnunni svo tveimur mörkum yfir.
Þá var komið að þætti Kristófer Inga sem skoraði þrjú síðustu mörk Stjörnunnar. Lokatölur 7-2, Stjörnunni í vil.
Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson var valinn besti leikmaður mótsins í leikslok.
