Egill Jónsson er orðinn leikmaður Víkings Ólafsvíkur en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.
Egill var í láni hjá Víkingi frá KR síðastliðið tímabil þar sem hann var í lykilhlutverki er liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deild karla um haustið. Fram kemur í tilkynningu frá Víkingum að félögin náðu samkomulagi um kaupverð.
Hann skoraði tvö mörk í sautján deildarleikjum með Víkingi í sumar en hefur þess fyrir utan leikið allan sinn feril hjá KR, utan nokkurra mánaða sem hann var á Selfossi sem lánsmaður.
Á dögunum gengu Víkingar frá nýjum samningi við Björn Pálsson en þar að auki gekk sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson aftur til liðs við félagið eftir að hafa spilað með KR um árabil.
Egill áfram í Ólafsvík
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Hefur Amorim bætt Man United?
Enski boltinn

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Íslenski boltinn





Messi var óánægður hjá PSG
Fótbolti

Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn
