KSÍ tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að Ísland muni spila gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Abú Dabí þann 16. janúar.
Áður var búið að tilkynna að Íslandi fari í æfingaferð til borgarinnar í janúar og að liðið mæti Finnlandi í æfingaleik þar 13. janúar.
Á dögunum var einnig tilkynnt að Ísland mætir Bandaríkjunum í æfingaleik í Los Angeles þann 31. janúar og spilar því landsliðið alls þrjá leiki í næsta mánuði.
Enginn leikjanna fer þó fram á alþjóðlegum leikdegi og því er ekki von á öður en að íslenska landsliðið verði í þessum leikjum skipað leikmönnum sem spila á Íslandi og hinum Norðurlöndunum.
Ísland mun nota leikina til að undirbúa sig fyrir EM í knattspyrnu næsta sumar en dregið var í riðla um helgina. Ísland lenti í riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi.
Ísland mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
