Söluskrá SVFR fyrir sumarið 2016 komin út Karl Lúðvíksson skrifar 13. desember 2015 11:00 Laxi sleppt í Strengjunum í Langá Mynd: www.svfr.is Söluskrá SVFR 2016 er komin út. Veiðisumarið 2015 var hreint út sagt frábært og margir veiðimenn sem iða í skinninu að kasta á ný agni sínu fyrir spræka fiska í ám og vötnum. Ný söluskrá SVFR er komin út og ekki seinna vænna en að skipuleggja ævintýri næsta sumars. Í skránni er að finna fjölbreytt úrval veiðileyfa víðs vegar um landið, hvort sem bráðin sem veiðimenn eltist við er lax, bleikja, urriði eða sjóbirtingur. Allir geta fundið veiði hjá SVFR við sitt hæfi. Samhentir veiðihópar eiga margir sín uppáhaldssvæði hjá félaginu, fjölskyldur hafa úr ýmsum spennandi kostum að velja og sömuleiðis þeir sem vilja njóta þess að veiða í ám með fullri þjónustu þar sem allt er til alls, frábær veiði, úrvals matur og þjónusta. Söluskrá SVFR 2016 er á leið til félagsmanna en þeir sem ekki geta beðið geta nálgast rafrænt eintak hér að neðan. Athugið að umsóknarfrestur um veiðileyfi hjá SVFR er til fimmtudagsins 7. janúar 2016. Sem fyrr má reikna með að vinsælustu svæðin verði fljót að fara og þar má nefna t.d. Hítará, Haukadalsá, Langá og bestu dagarnir á Bíldsfellinu. Það þarf auðvitað ekki að gera ráð fyrir neinu öðru en að mikill þungi umsókna verði í Elliðaárnar en dregið er úr umsóknum félaga SVFR og komast færri að en vilja. Eftir jafn gott sumar og var á þessu ári er mikil spenna meðal veiðimanna um komandi ár og það sést best á umsóknarþunganum að það er greinilega gert ráð fyrir góðu veiðisumri 2016. Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði
Söluskrá SVFR 2016 er komin út. Veiðisumarið 2015 var hreint út sagt frábært og margir veiðimenn sem iða í skinninu að kasta á ný agni sínu fyrir spræka fiska í ám og vötnum. Ný söluskrá SVFR er komin út og ekki seinna vænna en að skipuleggja ævintýri næsta sumars. Í skránni er að finna fjölbreytt úrval veiðileyfa víðs vegar um landið, hvort sem bráðin sem veiðimenn eltist við er lax, bleikja, urriði eða sjóbirtingur. Allir geta fundið veiði hjá SVFR við sitt hæfi. Samhentir veiðihópar eiga margir sín uppáhaldssvæði hjá félaginu, fjölskyldur hafa úr ýmsum spennandi kostum að velja og sömuleiðis þeir sem vilja njóta þess að veiða í ám með fullri þjónustu þar sem allt er til alls, frábær veiði, úrvals matur og þjónusta. Söluskrá SVFR 2016 er á leið til félagsmanna en þeir sem ekki geta beðið geta nálgast rafrænt eintak hér að neðan. Athugið að umsóknarfrestur um veiðileyfi hjá SVFR er til fimmtudagsins 7. janúar 2016. Sem fyrr má reikna með að vinsælustu svæðin verði fljót að fara og þar má nefna t.d. Hítará, Haukadalsá, Langá og bestu dagarnir á Bíldsfellinu. Það þarf auðvitað ekki að gera ráð fyrir neinu öðru en að mikill þungi umsókna verði í Elliðaárnar en dregið er úr umsóknum félaga SVFR og komast færri að en vilja. Eftir jafn gott sumar og var á þessu ári er mikil spenna meðal veiðimanna um komandi ár og það sést best á umsóknarþunganum að það er greinilega gert ráð fyrir góðu veiðisumri 2016.
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði