Mótmæla laxeldi við Ísafjarðardjúp Karl Lúðvíksson skrifar 30. desember 2015 10:00 Mynd úr safni Áætlanir um fyrirhugað laxeldi við Ísafjarðardjúp fer illa í veiðimenn enda hefur verið sýnt fram á skaðsemi kvíaeldis í fjörðum á nálægar laxveiðiár. Í Noregi er staðan sú að víða er verið að koma laxeldi upp á land vegna skaðans sem þegar er orðinn og reynt er að koma í veg fyrir að verði alveg óafturkallanlegur. Fjöldi veiðiáa hefur orðið fyrir því sem næst óbætanlegu tjóni vegna sjúkdóma sem óhjákvæmilega fylgja kvíaeldi og það er þess vegna sérstakt þegar fréttir berast af auknum áformum um aukið kvíaeldi við strendur Íslands. Gífurlegir hagsmunir eru í húfi þegar kemur að laxveiði í ánum og bein hagnaður, óbein afleiða koma fjölda veiðimanna á efnahag byggðarlaga, tekjur landeiganda, tekjur leigutaka, starfsfólk í veiðihúsum og öll önnur þjónusta sem er veitt í kringum sífellt fleiri erlenda veiðimenn en einnig innlenda veiðimenn veltir mun hærri tölum en fleygt er að fram að muni skila sér í því kvíaeldi sem áætlanir eru um og skapar mun fleiri störf en hljótast af eldinu. Einnig er stangveiðin algjörlega umhverfisvæn atvinnugrein en það verður ekki sama sagt um kvíaeldi í fjörðum. Það er ekkert lífríki í neinum firði sem hefur sloppið undan neikvæðum áhrifum kvíaeldis og það þarf ekki að leita upplýsinga víða til að nálgast fréttir af dauðum veiðisvæðum og lélegum laxagöngum á þeim svæðum þar sem eldið hefur verið fyrirferðarmest. Að auki er stefnan að rækta norskan lax sem er algjörlega framandi erfðalega frá Íslenskum laxi og hafa allar rannsóknir t.d. frá Matis sýnt fram á það. Landssamband Veiðifélaga og veiðimenn allir mótmæla þessum áformum og hefur LSV þegar birt áskorun þess efnis á heimasíðu félagsins sem er hér birt með leyfi:"Landssamband Veiðifélaga skorar á Hraðfrystihúsið Gunnvör að hætta við áform um sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi.Landssamband veiðifélaga hefur sent HG Ísafirði harðort bréf þar sem skorað er á fyrirtækið að láta af áformum um sjókvíaeldi norskra laxa í Ísafjarðardjúpi. Bréfið er sent í tilefni þess að HG hefur auglýst drög að matsáætlun fyrir 6800 tonna laxeldi á sex svæðum í Djúpinu. Í bréfi Landssambandsins kemur fram að Landssambandið muni leitast við eftir fremsta megni að stöðva fyrirhugaða framkvæmd eldis norskra laxa á öllum stigum málsins og leita atbeina dómstóla til að hnekkja útgáfu eldisleyfis ef svo ber undir. Þá furðar Landssambandið sig á að Hraðfrystihúsið Gunnvör skuli hafa flutt sjókvíaeldið í óburðugt einkahlutafélag, Háfell ehf í eigu HG. Telur Landssambandið að með þessu sé Hraðfrystihúsið Gunnvör að skjóta sér undan skaðabótaskyldu vegna umhverfistjóns sem starfsemin muni valda í nærliggjandi laxveiðiám.Jón Helgi Björnsson formaður LV segir málatilbúnað fyrirtækisins gallaðan þar sem HG er skráður framkvæmdaraðili í matsferlinu en starfsemin sé í rauninni hjá öðrum lögaðila, Háfelli ehf. Hann segir HG hafa stundað blekkingaleik þegar fyrirtækið sótti um leyfi til að ala regnboga en ætlunin hafi svo verið að fá þessum leyfum breytt í laxeldisleyfi. Hann segir að Landssamband veiðifélaga muni skjóta þessu máli til dómstóla verði gefið út leyfi til eldisins enda sé eldi norskra laxa við ósa laxveiðiáa gróft brot stjórnvalda á samkomulagi hagsmunaaðila og landbúnaðarráðuneytisins frá 1988 um að aðeins skyldi leyfa eldi á norskum laxi í landstöðvum. Vakin hefur verið athygli Skipulagsstofnunar á málinu." Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði
Áætlanir um fyrirhugað laxeldi við Ísafjarðardjúp fer illa í veiðimenn enda hefur verið sýnt fram á skaðsemi kvíaeldis í fjörðum á nálægar laxveiðiár. Í Noregi er staðan sú að víða er verið að koma laxeldi upp á land vegna skaðans sem þegar er orðinn og reynt er að koma í veg fyrir að verði alveg óafturkallanlegur. Fjöldi veiðiáa hefur orðið fyrir því sem næst óbætanlegu tjóni vegna sjúkdóma sem óhjákvæmilega fylgja kvíaeldi og það er þess vegna sérstakt þegar fréttir berast af auknum áformum um aukið kvíaeldi við strendur Íslands. Gífurlegir hagsmunir eru í húfi þegar kemur að laxveiði í ánum og bein hagnaður, óbein afleiða koma fjölda veiðimanna á efnahag byggðarlaga, tekjur landeiganda, tekjur leigutaka, starfsfólk í veiðihúsum og öll önnur þjónusta sem er veitt í kringum sífellt fleiri erlenda veiðimenn en einnig innlenda veiðimenn veltir mun hærri tölum en fleygt er að fram að muni skila sér í því kvíaeldi sem áætlanir eru um og skapar mun fleiri störf en hljótast af eldinu. Einnig er stangveiðin algjörlega umhverfisvæn atvinnugrein en það verður ekki sama sagt um kvíaeldi í fjörðum. Það er ekkert lífríki í neinum firði sem hefur sloppið undan neikvæðum áhrifum kvíaeldis og það þarf ekki að leita upplýsinga víða til að nálgast fréttir af dauðum veiðisvæðum og lélegum laxagöngum á þeim svæðum þar sem eldið hefur verið fyrirferðarmest. Að auki er stefnan að rækta norskan lax sem er algjörlega framandi erfðalega frá Íslenskum laxi og hafa allar rannsóknir t.d. frá Matis sýnt fram á það. Landssamband Veiðifélaga og veiðimenn allir mótmæla þessum áformum og hefur LSV þegar birt áskorun þess efnis á heimasíðu félagsins sem er hér birt með leyfi:"Landssamband Veiðifélaga skorar á Hraðfrystihúsið Gunnvör að hætta við áform um sjókvíaeldi á laxi í Ísafjarðardjúpi.Landssamband veiðifélaga hefur sent HG Ísafirði harðort bréf þar sem skorað er á fyrirtækið að láta af áformum um sjókvíaeldi norskra laxa í Ísafjarðardjúpi. Bréfið er sent í tilefni þess að HG hefur auglýst drög að matsáætlun fyrir 6800 tonna laxeldi á sex svæðum í Djúpinu. Í bréfi Landssambandsins kemur fram að Landssambandið muni leitast við eftir fremsta megni að stöðva fyrirhugaða framkvæmd eldis norskra laxa á öllum stigum málsins og leita atbeina dómstóla til að hnekkja útgáfu eldisleyfis ef svo ber undir. Þá furðar Landssambandið sig á að Hraðfrystihúsið Gunnvör skuli hafa flutt sjókvíaeldið í óburðugt einkahlutafélag, Háfell ehf í eigu HG. Telur Landssambandið að með þessu sé Hraðfrystihúsið Gunnvör að skjóta sér undan skaðabótaskyldu vegna umhverfistjóns sem starfsemin muni valda í nærliggjandi laxveiðiám.Jón Helgi Björnsson formaður LV segir málatilbúnað fyrirtækisins gallaðan þar sem HG er skráður framkvæmdaraðili í matsferlinu en starfsemin sé í rauninni hjá öðrum lögaðila, Háfelli ehf. Hann segir HG hafa stundað blekkingaleik þegar fyrirtækið sótti um leyfi til að ala regnboga en ætlunin hafi svo verið að fá þessum leyfum breytt í laxeldisleyfi. Hann segir að Landssamband veiðifélaga muni skjóta þessu máli til dómstóla verði gefið út leyfi til eldisins enda sé eldi norskra laxa við ósa laxveiðiáa gróft brot stjórnvalda á samkomulagi hagsmunaaðila og landbúnaðarráðuneytisins frá 1988 um að aðeins skyldi leyfa eldi á norskum laxi í landstöðvum. Vakin hefur verið athygli Skipulagsstofnunar á málinu."
Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Veiðin byrjar á morgun Veiði