U-18 lið Íslands vann í dag til silfurverðlauna á sterku móti í Þýskalandi efitir tap gegn heimamönnum í úrslitaleiknum, 28-21. Staðan í hálfleik var 14-11, Þjóðverjum í vil.
Þorgeir Kristjánsson, sonur þjálfarans Kristjáns Arasonar, skoraði sex mörk fyrir Ísland í leiknum og þeir Sveinn Andri Sveinsson og Sveinn Jóhannsson þrjú hvor.
Fyrr í dag hafði Ísland betur gegn Rúmeníu í undanúrslitum mótsins, 43-28. Ísland byrjaði illa og lenti undir, 5-2, en var með sjö marka forystu í hálfleik og leit aldrei til baka eftir það.
Sveinn Jóhannsson skoraði átta mörk í þeim leik og Elliði Snær Viðarsson sex.
Strákarnir fengu silfur
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn

Fleiri fréttir
