Íslenska hljómsveitin Agent Fresco er að gera það gott í Þýskalandi en sveitin vermir sjötta sætið á þýska smáskífulistanum hjá MTV.
Þar má finna lagið Wait for me með bandinu en alls eru 100 lög á listanum. Í efsta sætinu situr lagið Ain´t nobody með Felix Jaehn.
Agent Fresco hefur einnig slegið í gegn hér landi undanfarin ár og á sveitin dygga aðdáendur. Hljómsveitin var stofnuð árið 2008.
Hér má sjá listann hjá MTV í heild sinni.
Agent Fresco í sjötta sæti á lista hjá MTV
