Nýtt skip á Akranesi lyftistöng fyrir sjávarútveginn Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. desember 2015 10:00 Mikill fjöldi mætti við höfnina á Akranesi til þess að fylgjast með athöfninni. mynd/Skessuhorn Skipið Víkingur AK 100 var vígt í Akraneshöfn síðastliðinn mánudag við mikinn fögnuð. Fjöldi fólks mætti til þess að berja skipið augum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, setti athöfnina, bauð gesti velkomna og sagði frá skipinu sem er annað tveggja nýrra uppsjávarskipa sem HB Grandi tekur í notkun á þessu ári. Víkingur er 81,19 metra langur og 17 metrar á breidd og var smíðaður í Tyrklandi. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akranesbæjar, segir Víking vera samofinn sögu Akraness. „Þetta er fjórði Víkingur sem kemur í höfnina. Sá síðasti kom 1960 en hann var seldur í brotajárn í fyrra. Nýja skipið er hið glæsilegasta og með flottum vistarverum. Það var mjög mikið af fólki mætt á athöfnina enda er þetta gríðarlega mikil lyftistöng fyrir sjávarútveg á Akranesi. Við bindum miklar vonið við skipið og áhöfnina.“ Haraldur Böðvarsson lét smíða skip með nafninu Víkingur MB 2 í Lambhúsasundi á Akranesi árið 1913 og var það og Valur MB 1 fyrstu skipin sem voru smíðuð þar. Nýr Víkingur kom svo tuttugu árum síðar eða 1933 þegar fyrirtækið keypti nýtt skip sem var smíðað í Friðrikssundi í Danmörku og var nefnt Víkingur MB 80. Þriðja skipið með þessu nafni, Víkingur AK 100, kom til heimahafnar í október 1960.Víkingur AK 100 er stórt og glæsilegt skip.Það gerist ekki á hverjum degi að Akranesbúar eignist nýtt skip. Þessu fylgir mikil gleði og það var fjöldi manns sem mætti á höfnina og til þess að skoða skipið en það var opið fyrir almenning síðar um daginn og fengu gestirnir að skoða það að innan. Þetta er stór stund fyrir Akurnesinga,“ segir Regína en hún flutti ávarp við athöfnina og færði Alberti Sveinssyni skipstjóra gjöf frá Akraneskaupstað. Gjöfin var málverk af gamla vitanum á Breið eftir myndlistarmanninn Bjarna Þór. Afhending gjafarinnar er táknræn þar sem vitinn vísar veginn heim. Einar Guðfinnsson, forseti Alþingis, var viðstaddur athöfnina en hann flutti ávarp um mikilvægi fiskveiðistjórnunarkerfisins fyrir sjávarútveg á Íslandi. Karlakórinn Svanir söng frumsamið lag eftir Valgerði Jónsdóttur um systurnar söltu. Steinunn Ósk Guðmundsdóttir gaf skipinu nafn með hefðbundnum hætti og séra Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur blessaði skipið og áhöfnina. Menning Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Skipið Víkingur AK 100 var vígt í Akraneshöfn síðastliðinn mánudag við mikinn fögnuð. Fjöldi fólks mætti til þess að berja skipið augum. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, setti athöfnina, bauð gesti velkomna og sagði frá skipinu sem er annað tveggja nýrra uppsjávarskipa sem HB Grandi tekur í notkun á þessu ári. Víkingur er 81,19 metra langur og 17 metrar á breidd og var smíðaður í Tyrklandi. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Akranesbæjar, segir Víking vera samofinn sögu Akraness. „Þetta er fjórði Víkingur sem kemur í höfnina. Sá síðasti kom 1960 en hann var seldur í brotajárn í fyrra. Nýja skipið er hið glæsilegasta og með flottum vistarverum. Það var mjög mikið af fólki mætt á athöfnina enda er þetta gríðarlega mikil lyftistöng fyrir sjávarútveg á Akranesi. Við bindum miklar vonið við skipið og áhöfnina.“ Haraldur Böðvarsson lét smíða skip með nafninu Víkingur MB 2 í Lambhúsasundi á Akranesi árið 1913 og var það og Valur MB 1 fyrstu skipin sem voru smíðuð þar. Nýr Víkingur kom svo tuttugu árum síðar eða 1933 þegar fyrirtækið keypti nýtt skip sem var smíðað í Friðrikssundi í Danmörku og var nefnt Víkingur MB 80. Þriðja skipið með þessu nafni, Víkingur AK 100, kom til heimahafnar í október 1960.Víkingur AK 100 er stórt og glæsilegt skip.Það gerist ekki á hverjum degi að Akranesbúar eignist nýtt skip. Þessu fylgir mikil gleði og það var fjöldi manns sem mætti á höfnina og til þess að skoða skipið en það var opið fyrir almenning síðar um daginn og fengu gestirnir að skoða það að innan. Þetta er stór stund fyrir Akurnesinga,“ segir Regína en hún flutti ávarp við athöfnina og færði Alberti Sveinssyni skipstjóra gjöf frá Akraneskaupstað. Gjöfin var málverk af gamla vitanum á Breið eftir myndlistarmanninn Bjarna Þór. Afhending gjafarinnar er táknræn þar sem vitinn vísar veginn heim. Einar Guðfinnsson, forseti Alþingis, var viðstaddur athöfnina en hann flutti ávarp um mikilvægi fiskveiðistjórnunarkerfisins fyrir sjávarútveg á Íslandi. Karlakórinn Svanir söng frumsamið lag eftir Valgerði Jónsdóttur um systurnar söltu. Steinunn Ósk Guðmundsdóttir gaf skipinu nafn með hefðbundnum hætti og séra Eðvarð Ingólfsson sóknarprestur blessaði skipið og áhöfnina.
Menning Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira