Rýndi í kynjamyndir klettanna í Suðursveit Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. desember 2015 10:15 "Það er sterk reynsla að vera á staðnum,“ segir Soffía Auður um Hala í Suðursveit þar sem Þórbergssetrið er. Mynd/Þorvarður Árnason Ég hef rannsakað bækur Þórbergs í mörg ár og nálgast verk hans út frá mörgum mismunandi sjónarhornum því höfundarverk hans er svo fjölbreytt. Ég held því fram að hann sé upphafsmaður skáldævisögunnar því hann blandar saman ævisögu og skáldskap í öllum sínum verkum,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur sem hefur sent frá sér bókina Ég skapa þess vegna er ég. Soffía Auður kveðst hafa lesið Bréf til Láru sem unglingur. „Ég heillaðist strax af Þórbergi því mér fannst hann svo fyndinn og klár,“ segir hún en nú trúir hún ekki öllu sem stendur í bókum hans. „Nei, þar er mikið skáldað. Eftir að menn eins og Pétur Gunnarsson og Halldór Guðmundsson fóru að rýna í dagbækur Þórbergs á Landsbókasafninu kom í ljós að margt í ritverkum hans stóðst ekki ef þau voru mæld á sannleikskvarða.“ Soffía Auður skrifar reyndar sérstakan kafla um sannleikshugtakið. „Þórbergur hefur ávallt verið talinn hafa verið mikill sannleiksleitandi, þá er fyrst og fremst verið að tala um hugmyndakerfi sem hann aðhylltist, pólitík, trúmál og fleira, hann var til dæmis einn fyrsti jógaiðkandinn á Íslandi. En hann leyfir sér að fara frjálslega með staðreyndir í listrænum tilgangi. Ég nefni dæmi um frægar sögur, annars vegar um fyrstu lyftingu hans, þegar hann missir sveindóminn í kirkjugarðinum. Í bókinni fara þeir tveir félagar saman með einni frauku upp í kirkjugarð en þegar betur er að gáð voru fraukurnar tvær, það kom fram í viðtali við félagann sem var með honum og birtist í blaði á áttunda áratugnum. Það voru sem sagt tvö pör þarna í garðinum en óneitanlega er frásögnin meira krassandi hjá Þórbergi. Hin fræga framhjáganga er annað dæmi, þegar hann gekk framhjá bæ elskunnar sinnar í Hrútafirðinum. Það er skáldskapur, því samkvæmt heimildum kom hann þar við. Hvort tveggja sýnir að listræn frásögn Þórbergs er ofar staðreyndasannleikanum.“ Soffía segir Þórberg hafa verið fróðan um bókmenntir, íslenskar og erlendar og mun lærðari rithöfund en margur haldi. „Þórbergur stundaði fimm ára háskólanám í norrænum fræðum þó hann fengi ekki að útskrifast með háskólagráðu því hann hafði ekki stúdentspróf. Svo var hann í alls konar menntamannaklíkum og kynntist straumum og stefnum í gegn um esperanto, því hann var altalandi og alskrifandi á því tungumáli. Margar af greinum hans sem til eru á íslensku voru fyrst skrifaðar á esperanto. Svo las hann líka þýsku og ég sýni fram á áhrif Heinrich Heine á ljóðagerð Þórbergs. Vel á minnst, eitt af því sem fólk þekkir lítið er ljóðagerð hans og ég er með kafla um hana í bókinni. Einnig er kafli um Suðursveitarbækurnar sem ég kalla endurgjald hans til heimahaganna. Hann notar rómantísk minni þegar hann lýsir náttúrunni í Suðursveit á háleitan hátt – jafnvel kindunum.“Ég las Bréf til Láru sem unglingur og heillaðist strax af Þórbergi því hann var svo fyndinn og klár,“ segir Soffía Auður. Mynd/Þorvarður ÁrnasonÞórbergur var djúpur, klár og meðvitaður höfundur að mati Soffíu Auðar. Söguna um það þegar hann hélt að hann væri óléttur segir hún auðvelt er að lesa sem táknsögu. „Þetta er ekki eitthvert óráðshjal geðbilaðs manns eins og sumir samtímamenn hans álitu, heldur táknsaga um sköpunina,“ segir hún sannfærandi. Bókartitillinn hennar Soffíu Auðar, Ég skapa þess vegna er ég, er einmitt fenginn úr óléttusögunni í Bréfi til Láru. Bókin er í níu köflum og eins og Soffía Auður nefnir í upphafi spjalls er þar farið inn í höfundarverk Þórbergs á margs konar hátt. En lokakaflinn fjallar um samtímabókmenntir og það hvernig þeir sem skrifa skáldævisögur í dag tengja sig gjarnan beint við Þórberg. Hún segir það greinilegast í bókum Jóns Gnarr og tiltekur líka Oddnýju Eiri Ævarsdóttur og fleiri höfunda. „Sú tegund bókmennta sem Þórbergur skrifaði – skáldævisagan – er orðin vinsælasta bókmenntaform dagsins í dag.“ Soffía Auður hefur búið á Hornafirði í hátt í áratug. Spurð hvort henni hafi komið vel að vera í upprunahéraði Þórbergs meðan á þessum skrifum stóð, svarar hún: „Já, tvímælalaust. Bæði að vera í umhverfinu sem hann skrifaði um og líka að hafa aðgang að fólkinu hans. Það var mjög gefandi. Ég fór oft að Hala og fékk að dvelja þar ef mig vantaði vinnufrið. Ég á eftir að fara þangað og lesa upp úr bókinni á Þórbergssetrinu. Það er sérstök reynsla að vera á staðnum. Þórbergur skrifar til dæmis langan kafla um klettana og steinana í Suðursveit sem eru fyrir honum risavaxið listasafn. Þegar ég fór að rýna í þá um vetrarnótt undir fullu tungli þá framkölluðust margar af þeim kynjamyndum sem hann lýsir.“ Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég hef rannsakað bækur Þórbergs í mörg ár og nálgast verk hans út frá mörgum mismunandi sjónarhornum því höfundarverk hans er svo fjölbreytt. Ég held því fram að hann sé upphafsmaður skáldævisögunnar því hann blandar saman ævisögu og skáldskap í öllum sínum verkum,“ segir Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur sem hefur sent frá sér bókina Ég skapa þess vegna er ég. Soffía Auður kveðst hafa lesið Bréf til Láru sem unglingur. „Ég heillaðist strax af Þórbergi því mér fannst hann svo fyndinn og klár,“ segir hún en nú trúir hún ekki öllu sem stendur í bókum hans. „Nei, þar er mikið skáldað. Eftir að menn eins og Pétur Gunnarsson og Halldór Guðmundsson fóru að rýna í dagbækur Þórbergs á Landsbókasafninu kom í ljós að margt í ritverkum hans stóðst ekki ef þau voru mæld á sannleikskvarða.“ Soffía Auður skrifar reyndar sérstakan kafla um sannleikshugtakið. „Þórbergur hefur ávallt verið talinn hafa verið mikill sannleiksleitandi, þá er fyrst og fremst verið að tala um hugmyndakerfi sem hann aðhylltist, pólitík, trúmál og fleira, hann var til dæmis einn fyrsti jógaiðkandinn á Íslandi. En hann leyfir sér að fara frjálslega með staðreyndir í listrænum tilgangi. Ég nefni dæmi um frægar sögur, annars vegar um fyrstu lyftingu hans, þegar hann missir sveindóminn í kirkjugarðinum. Í bókinni fara þeir tveir félagar saman með einni frauku upp í kirkjugarð en þegar betur er að gáð voru fraukurnar tvær, það kom fram í viðtali við félagann sem var með honum og birtist í blaði á áttunda áratugnum. Það voru sem sagt tvö pör þarna í garðinum en óneitanlega er frásögnin meira krassandi hjá Þórbergi. Hin fræga framhjáganga er annað dæmi, þegar hann gekk framhjá bæ elskunnar sinnar í Hrútafirðinum. Það er skáldskapur, því samkvæmt heimildum kom hann þar við. Hvort tveggja sýnir að listræn frásögn Þórbergs er ofar staðreyndasannleikanum.“ Soffía segir Þórberg hafa verið fróðan um bókmenntir, íslenskar og erlendar og mun lærðari rithöfund en margur haldi. „Þórbergur stundaði fimm ára háskólanám í norrænum fræðum þó hann fengi ekki að útskrifast með háskólagráðu því hann hafði ekki stúdentspróf. Svo var hann í alls konar menntamannaklíkum og kynntist straumum og stefnum í gegn um esperanto, því hann var altalandi og alskrifandi á því tungumáli. Margar af greinum hans sem til eru á íslensku voru fyrst skrifaðar á esperanto. Svo las hann líka þýsku og ég sýni fram á áhrif Heinrich Heine á ljóðagerð Þórbergs. Vel á minnst, eitt af því sem fólk þekkir lítið er ljóðagerð hans og ég er með kafla um hana í bókinni. Einnig er kafli um Suðursveitarbækurnar sem ég kalla endurgjald hans til heimahaganna. Hann notar rómantísk minni þegar hann lýsir náttúrunni í Suðursveit á háleitan hátt – jafnvel kindunum.“Ég las Bréf til Láru sem unglingur og heillaðist strax af Þórbergi því hann var svo fyndinn og klár,“ segir Soffía Auður. Mynd/Þorvarður ÁrnasonÞórbergur var djúpur, klár og meðvitaður höfundur að mati Soffíu Auðar. Söguna um það þegar hann hélt að hann væri óléttur segir hún auðvelt er að lesa sem táknsögu. „Þetta er ekki eitthvert óráðshjal geðbilaðs manns eins og sumir samtímamenn hans álitu, heldur táknsaga um sköpunina,“ segir hún sannfærandi. Bókartitillinn hennar Soffíu Auðar, Ég skapa þess vegna er ég, er einmitt fenginn úr óléttusögunni í Bréfi til Láru. Bókin er í níu köflum og eins og Soffía Auður nefnir í upphafi spjalls er þar farið inn í höfundarverk Þórbergs á margs konar hátt. En lokakaflinn fjallar um samtímabókmenntir og það hvernig þeir sem skrifa skáldævisögur í dag tengja sig gjarnan beint við Þórberg. Hún segir það greinilegast í bókum Jóns Gnarr og tiltekur líka Oddnýju Eiri Ævarsdóttur og fleiri höfunda. „Sú tegund bókmennta sem Þórbergur skrifaði – skáldævisagan – er orðin vinsælasta bókmenntaform dagsins í dag.“ Soffía Auður hefur búið á Hornafirði í hátt í áratug. Spurð hvort henni hafi komið vel að vera í upprunahéraði Þórbergs meðan á þessum skrifum stóð, svarar hún: „Já, tvímælalaust. Bæði að vera í umhverfinu sem hann skrifaði um og líka að hafa aðgang að fólkinu hans. Það var mjög gefandi. Ég fór oft að Hala og fékk að dvelja þar ef mig vantaði vinnufrið. Ég á eftir að fara þangað og lesa upp úr bókinni á Þórbergssetrinu. Það er sérstök reynsla að vera á staðnum. Þórbergur skrifar til dæmis langan kafla um klettana og steinana í Suðursveit sem eru fyrir honum risavaxið listasafn. Þegar ég fór að rýna í þá um vetrarnótt undir fullu tungli þá framkölluðust margar af þeim kynjamyndum sem hann lýsir.“
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira