Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR á enn möguleika á því að komast á evrópsku mótaröð kvenna í golfi eftir að hún ein Íslendinga komst í gegnum niðurskurðinn á úrtökumóti fyrir mótaröðina.
Ólafía Þórunn komst nokkuð örugglega í gegnum niðurskurðinn en 67 kylfingar komust áfram. Ólafía Þórunn er í 35. til 40. sæti eftir fjóra hringi. Ólafía lék á 71 höggi í gær eða einu höggi undir pari en hún fékk þrjá fugla og tvo skolla í dag.
Ólafía Þórunn er aðeins tveimur höggum frá því að vera á meðal 30 efstu í mótinu sem fá fullan keppnisrétt á evrópsku mótaröðina á næstu leiktíð. Með því að komast í gegnum niðurskurðinn hefur Ólafía áunnið sér inn takmarkaðan keppnisrétt á mótaröðinni á næstu leiktíð. Hún er núna aðeins hársbreidd frá því að komast inn á næst sterkustu mótaröð í kvennagolfinu með fullan keppnisrétt.
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er aftur á móti úr leik í mótinu eftir erfiðan dag. Valdís lék fjórða hringinn á 81 höggi eða níu höggum yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Valdís fór illa af stað og náði sér ekki á strik. Slæmur endir hjá Valdísi Þóru eftir góða byrjun.
Lokahringurinn fer fram í dag og verður spennandi að sjá hvort Ólafíu Þórunni takist að verða annar kylfingurinn í íslenskri golfsögu til að tryggja sér keppnisrétt á evrópsku mótaröð kvenna. Ólöf María Jónsdóttir úr Keili var fyrst íslenskra kvenna til að afreka það.
Ólafía komst áfram en Valdís er úr leik
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Lyon krækir í leikmann Liverpool
Enski boltinn


Ómar Björn: Misreiknaði boltann
Fótbolti

Son verður sá dýrasti í sögunni
Enski boltinn

Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki
Íslenski boltinn


Eir og Ísold mæta á EM
Sport

Jorge Costa látinn
Fótbolti