Grunur er um tuttugu þolendur mansals hjá lögreglu á árinu Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. desember 2015 07:00 Í Kvennaathvarfinu er unnið gott starf, en það hentar alls ekki öllum þolendum mansals. Fréttablaðið/Anton Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint um tuttugu einstaklinga sem þolendur mansals í viðræðum og athugunum þar sem grunur hefur vaknað á liðnu ári. Þar af leituðu tveir einstaklingar sjálfir til lögreglunnar vegna meints vinnumansals. „Núna á þessu ári höfum við á höfuðborgarsvæðinu fengið til okkar tvo einstaklinga sem hafa óskað eftir aðstoð sem þolendur mansals, en svo þegar liðið hefur á rannsóknina þá drógu þeir ósk sína til baka,“ segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að ræða við um tuttugu manns sem við skilgreinum sem þolendur mansals á árinu vegna þess að þeir sýna öll einkenni þess en hafa ekki óskað eftir aðstoð. Slíkt er algengt og í sumum tilfellum gera þolendur sér ekki grein fyrir stöðu sinni.“ Snorri segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af fjölgun mansalsmála. „Hér á landi er það fyrst og fremst aukinn fjöldi ferðamanna og erlendra verkamanna hingað til lands sem vekur áhyggjur. Hælisleitendur eru líka hópur í viðkvæmri stöðu og því þarf að hafa augun opin gagnvart slíku hér á landi.“ Skortur er á úrræðum handa þolendum mansals. Kvennaathvarfið tekur á móti kvenkyns þolendum. Snorri bendir á að það henti ekki í þeim tilvikum sem þolandi þarf ríka vernd. „Kvennaathvarfið er virkilega góður staður og þar vinnur traust fagfólk, en athvarfið hentar ekki alltaf. Í sumum tilfellum þarf að færa einstaklinga út fyrir höfuðborgarsvæðið, það þarf jafnvel að færa þá út fyrir landsteinana. Við þurfum strax föst úrræði fyrir karlkynsþolendur og börn og þurfum að þróa verklag, leiðir og úrræði þegar Kvennaathvarfið hentar ekki. Þá þurfum við gott þverfaglegt náið samstarf við fagaðila í þessum málum og ég hef trú á því að það verði í náinni framtíð.“ Mansal í Vík Tengdar fréttir Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint um tuttugu einstaklinga sem þolendur mansals í viðræðum og athugunum þar sem grunur hefur vaknað á liðnu ári. Þar af leituðu tveir einstaklingar sjálfir til lögreglunnar vegna meints vinnumansals. „Núna á þessu ári höfum við á höfuðborgarsvæðinu fengið til okkar tvo einstaklinga sem hafa óskað eftir aðstoð sem þolendur mansals, en svo þegar liðið hefur á rannsóknina þá drógu þeir ósk sína til baka,“ segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum búin að ræða við um tuttugu manns sem við skilgreinum sem þolendur mansals á árinu vegna þess að þeir sýna öll einkenni þess en hafa ekki óskað eftir aðstoð. Slíkt er algengt og í sumum tilfellum gera þolendur sér ekki grein fyrir stöðu sinni.“ Snorri segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af fjölgun mansalsmála. „Hér á landi er það fyrst og fremst aukinn fjöldi ferðamanna og erlendra verkamanna hingað til lands sem vekur áhyggjur. Hælisleitendur eru líka hópur í viðkvæmri stöðu og því þarf að hafa augun opin gagnvart slíku hér á landi.“ Skortur er á úrræðum handa þolendum mansals. Kvennaathvarfið tekur á móti kvenkyns þolendum. Snorri bendir á að það henti ekki í þeim tilvikum sem þolandi þarf ríka vernd. „Kvennaathvarfið er virkilega góður staður og þar vinnur traust fagfólk, en athvarfið hentar ekki alltaf. Í sumum tilfellum þarf að færa einstaklinga út fyrir höfuðborgarsvæðið, það þarf jafnvel að færa þá út fyrir landsteinana. Við þurfum strax föst úrræði fyrir karlkynsþolendur og börn og þurfum að þróa verklag, leiðir og úrræði þegar Kvennaathvarfið hentar ekki. Þá þurfum við gott þverfaglegt náið samstarf við fagaðila í þessum málum og ég hef trú á því að það verði í náinni framtíð.“
Mansal í Vík Tengdar fréttir Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Náungakærleikur dafnar og samkennd er meiri eftir hrun Sjálfboðaliðar gáfu ríkulega til Hjálparstarfs kirkjunnar í ár. Fæstir sem hjálpa vilja láta nafn síns getið. Einn sjálfboðaliði kom færandi hendi í bíl fullum af gjöfum handa unglingsstrákum. 22. desember 2015 07:00