Jólatónleikar Hymnodiu í Akureyrarkirkju Magnús Guðmundsson skrifar 21. desember 2015 10:45 Hymnodia. Jólatónleikar Hymnodiu frá Akureyri fara fram í Akureyrarkirkju annað kvöld, þriðjudaginn 22. desember, en þeir hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir eru á milli laga. Tónleikarnir mynda því rúmlega klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. Eins og venjulega fær Hymnodia góðan gest á tónleikana. Að þessu sinni er það tenórinn Jón Þorsteinsson sem syngur með kórnum. Söngferill Jóns er stórglæsilegur, en hann hefur staðið á óperusviði og í tónleikasölum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Við Ríkisóperuna í Amsterdam söng hann yfir 50 hlutverk. Jón starfar sem söngkennari við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Í nóvember sl. kom út geisladiskur þar sem Jón og Eyþór Ingi, stjórnandi Hymnodiu, fluttu saman jóla- og áramótasálma. Hymnodia vill stuðla að nýsköpun en um leið virða venjur í efnisvali. Á tónleikunum verða tvö ný lög frumflutt, Börn Jarðar eftir þá Michael Jón Clarke og Hannes Sigurðsson og Jólaljóð eftir þau Gísla Jóhann Grétarsson og Steinunni P. Hafstað. Auk þess verða fluttir gamlir góðir jólasálmar, lög eftir Sigurð Flosason, ensk jólatónlist, verk eftir Hafliða Hallgrímsson og að sjálfsögðu flytur kórinn tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi mun leika á gamalt fótstigið orgel og önnur hljóðfæri.Miðaverð er 2000 kr. og er forsala hafin í Eymundsson, Hafnarstræti. Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Jólatónleikar Hymnodiu frá Akureyri fara fram í Akureyrarkirkju annað kvöld, þriðjudaginn 22. desember, en þeir hafa ávallt verið gríðarlega vel sóttir. Á þeim er sköpuð kyrrlát stemning, slökkt er á raflýsingu kirkjunnar, ekkert er talað og engar þagnir eru á milli laga. Tónleikarnir mynda því rúmlega klukkustundar langa heild, þar sem tónleikagestir geta látið þreytu líða úr sér, notið kyrrðar og samveru rétt fyrir jólin. Eins og venjulega fær Hymnodia góðan gest á tónleikana. Að þessu sinni er það tenórinn Jón Þorsteinsson sem syngur með kórnum. Söngferill Jóns er stórglæsilegur, en hann hefur staðið á óperusviði og í tónleikasölum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Við Ríkisóperuna í Amsterdam söng hann yfir 50 hlutverk. Jón starfar sem söngkennari við Tónlistarháskólann í Utrecht í Hollandi. Í nóvember sl. kom út geisladiskur þar sem Jón og Eyþór Ingi, stjórnandi Hymnodiu, fluttu saman jóla- og áramótasálma. Hymnodia vill stuðla að nýsköpun en um leið virða venjur í efnisvali. Á tónleikunum verða tvö ný lög frumflutt, Börn Jarðar eftir þá Michael Jón Clarke og Hannes Sigurðsson og Jólaljóð eftir þau Gísla Jóhann Grétarsson og Steinunni P. Hafstað. Auk þess verða fluttir gamlir góðir jólasálmar, lög eftir Sigurð Flosason, ensk jólatónlist, verk eftir Hafliða Hallgrímsson og að sjálfsögðu flytur kórinn tvö lög sem alltaf eru sungin á jólatónleikunum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, í sjö radda hátíðarútsetningu. Eyþór Ingi mun leika á gamalt fótstigið orgel og önnur hljóðfæri.Miðaverð er 2000 kr. og er forsala hafin í Eymundsson, Hafnarstræti.
Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira