Flytur til Denver og klárar plötu Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. janúar 2015 11:00 Tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt sem Mr. Silla, kveður Ísland í bili. fréttablaðið/Daníel „Ég ætla aðeins að skreppa og verð í þrjá mánuði í senn en kem svo aðeins heim á milli,“ segir tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt undir listamannsnafninu Mr. Silla. Hún er að flytja til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Denver í Colorado, og fer út 10. janúar. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sigurlaug. Hún hefur þó aldrei komið til borgarinnar áður og því mikil tilhlökkun fyrir nýju ævintýri. Sigurlaug ætlar að einbeita sér að tónlistinni í Bandaríkjunum. „Ég er að leggja lokahönd á nýja plötu og kem til með að klára hana úti.“ Hún er jafnframt fyrsta sólóplata Sigurlaugar. „Ég hef gefið út nokkrar plötur en þær hafa verið svona samstarfsplötur, Mr. Silla & Mongoose og með Múm,“ bætir Sigurlaug við. Hún syngur öll lögin og leikur einnig á flest hljóðfærin sem á plötunni eru. „Mike Lindsay pródúserar plötuna og spilar einnig inn á hana. Tyle Ludwick spilar á gítar.“ Það liggur þó ekki fyrir hvenær platan kemur út. Sigurlaug heldur kveðjutónleika í Mengi, fimmtudagskvöldið 8. janúar næstkomandi. Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég ætla aðeins að skreppa og verð í þrjá mánuði í senn en kem svo aðeins heim á milli,“ segir tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt undir listamannsnafninu Mr. Silla. Hún er að flytja til Bandaríkjanna, nánar tiltekið Denver í Colorado, og fer út 10. janúar. „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sigurlaug. Hún hefur þó aldrei komið til borgarinnar áður og því mikil tilhlökkun fyrir nýju ævintýri. Sigurlaug ætlar að einbeita sér að tónlistinni í Bandaríkjunum. „Ég er að leggja lokahönd á nýja plötu og kem til með að klára hana úti.“ Hún er jafnframt fyrsta sólóplata Sigurlaugar. „Ég hef gefið út nokkrar plötur en þær hafa verið svona samstarfsplötur, Mr. Silla & Mongoose og með Múm,“ bætir Sigurlaug við. Hún syngur öll lögin og leikur einnig á flest hljóðfærin sem á plötunni eru. „Mike Lindsay pródúserar plötuna og spilar einnig inn á hana. Tyle Ludwick spilar á gítar.“ Það liggur þó ekki fyrir hvenær platan kemur út. Sigurlaug heldur kveðjutónleika í Mengi, fimmtudagskvöldið 8. janúar næstkomandi.
Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira