Eins og að koma út úr skápnum í beinni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. janúar 2015 12:00 Saga Jónsdóttir og Sunna Borg bregða sér í hlutverk Lísu og Lísu. Vísir/GVA Saga Jónsdóttir og Sunna Borg eru að koma sér fyrir á sviðinu í Tjarnarbíói. Þar verða þær umkringdar áhorfendum næstu helgar þegar þær bregða sér í hlutverk Lísu og Lísu, vinkvenna sem hafa búið saman í þrjátíu ár en farið mjög leynt með ástarsamband sitt – til þessa. Eins og kemur fram í leikritinu fannst þeim það öruggara og auðveldara. En hvað gerist? „Lísa og Lísa eru bara úti í Nettó og þar er kona sem óvart sér þær kyssast beint á munninn. Þá eru þær krafðar um útskýringar,“ segir Saga. „Auðvitað tekur það á þær að þurfa að standa svona frammi fyrir fólki og segja frá þessu mikla leyndarmáli. Bara eins og að koma út úr skápnum í beinni.“ Lísa og Lísa er írskt verðlaunaverk sem gerist í nútímanum. Karl Ágúst Úlfsson þýddi það og staðfærði og lætur það gerast á Akureyri. Þar var það frumsýnt í fyrravetur og fékk glimrandi viðtökur bæði gagnrýnenda og almennings. „Áhorfendur tóku okkur rosalega vel,“ segir Sunna. „Meira að segja þeir sem áður hugsuðu: Nei, takk, við förum ekki að horfa á tvær kerlingar kyssast – en þetta er ekkert þannig. Lísa og Lísa eru bara að fara yfir líf sitt og flakka svolítið milli tímabila.“ Sunna segir handritið eins og skrifað fyrir þær Sögu, því aðalpersónurnar séu á þeirra aldri. „Þær sem léku þetta fyrst í Bretlandi voru bara rúmlega fertugar, þurftu að leika upp fyrir sig,“ segir hún. „Já, ég hugsa að þetta sé allt öðru vísi sýning,“ segir Saga og tekur fram að Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri hafi verið skemmtilegur og hugmyndaríkur í samstarfi. Einnig ljúka þær lofsorði á Þórodd Ingvarsson ljósamann sem fylgdi þeim að norðan og Móeiði Helgadóttur sem sá um búningana. „Svo var mjög gaman þegar Ragnheiður Skúladóttir, þáverandi leikhússtjóri á Akureyri, bað okkur að taka þessi hlutverk,“ segir Saga. „Maður var aðeins farinn að hugsa: Það verður ekkert hringt meira. Svo þetta var æðislegt. Við getum lært texta ennþá!“ Þær viðurkenna að það hafi verið áskorun að setja sig inn í þann heim sem þær lýsa á sviðinu. „Sumir hafa sagt að eftir þessa sýningu hafi þeir farið að hugsa sinn gang í sambandi við eigin fordóma gegn samkynhneigð,“ segir Sunna. „Ef svo reynist tel ég sýninguna hafa góðan tilgang.“ Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Saga Jónsdóttir og Sunna Borg eru að koma sér fyrir á sviðinu í Tjarnarbíói. Þar verða þær umkringdar áhorfendum næstu helgar þegar þær bregða sér í hlutverk Lísu og Lísu, vinkvenna sem hafa búið saman í þrjátíu ár en farið mjög leynt með ástarsamband sitt – til þessa. Eins og kemur fram í leikritinu fannst þeim það öruggara og auðveldara. En hvað gerist? „Lísa og Lísa eru bara úti í Nettó og þar er kona sem óvart sér þær kyssast beint á munninn. Þá eru þær krafðar um útskýringar,“ segir Saga. „Auðvitað tekur það á þær að þurfa að standa svona frammi fyrir fólki og segja frá þessu mikla leyndarmáli. Bara eins og að koma út úr skápnum í beinni.“ Lísa og Lísa er írskt verðlaunaverk sem gerist í nútímanum. Karl Ágúst Úlfsson þýddi það og staðfærði og lætur það gerast á Akureyri. Þar var það frumsýnt í fyrravetur og fékk glimrandi viðtökur bæði gagnrýnenda og almennings. „Áhorfendur tóku okkur rosalega vel,“ segir Sunna. „Meira að segja þeir sem áður hugsuðu: Nei, takk, við förum ekki að horfa á tvær kerlingar kyssast – en þetta er ekkert þannig. Lísa og Lísa eru bara að fara yfir líf sitt og flakka svolítið milli tímabila.“ Sunna segir handritið eins og skrifað fyrir þær Sögu, því aðalpersónurnar séu á þeirra aldri. „Þær sem léku þetta fyrst í Bretlandi voru bara rúmlega fertugar, þurftu að leika upp fyrir sig,“ segir hún. „Já, ég hugsa að þetta sé allt öðru vísi sýning,“ segir Saga og tekur fram að Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri hafi verið skemmtilegur og hugmyndaríkur í samstarfi. Einnig ljúka þær lofsorði á Þórodd Ingvarsson ljósamann sem fylgdi þeim að norðan og Móeiði Helgadóttur sem sá um búningana. „Svo var mjög gaman þegar Ragnheiður Skúladóttir, þáverandi leikhússtjóri á Akureyri, bað okkur að taka þessi hlutverk,“ segir Saga. „Maður var aðeins farinn að hugsa: Það verður ekkert hringt meira. Svo þetta var æðislegt. Við getum lært texta ennþá!“ Þær viðurkenna að það hafi verið áskorun að setja sig inn í þann heim sem þær lýsa á sviðinu. „Sumir hafa sagt að eftir þessa sýningu hafi þeir farið að hugsa sinn gang í sambandi við eigin fordóma gegn samkynhneigð,“ segir Sunna. „Ef svo reynist tel ég sýninguna hafa góðan tilgang.“
Menning Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira