Gummi Jóns stofnar kántrísveit Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. janúar 2015 12:00 Vestanáttinmynd er ný hljómsveit Guðmundar Jónssonar. Frá vinstri: Sigurgeir Sigmundsson, pedal steel gítar, Guðmundur Jónsson, gítar og söngur, Eysteinn Eysteinsson trommur, Alma Rut söngur, og Pétur Kolbeinsson bassi. Mynd/Jón Önfjörð Arnarsson „Þetta er hljómsveit sem var stofnuð í gamni síðasta vor, þar sem mig langaði að syngja þessi lög sem ég hef samið í gegnum tíðina í kántrístíl,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Jónsson. Hann er líklega best þekktur sem aðallagahöfundur og gítarleikari í Sálinni hans Jóns míns en hefur nú stofnað hljómsveitina Vestanáttina. „Ég hafði samband við góða félaga og við tókum nokkra tónleika í bænum á meðan við vorum að koma okkur í gang. Síðan gekk þetta svo vel að við ákváðum að búa til hljómsveit úr þessu og erum að koma með nýtt frumsamið efni,“ útskýrir Guðmundur. Í upphafi voru þekkt lög sem hann hefur samið sett í kántríbúning og segir Guðmundur að nokkur Sálarlög hafi komið sérlega vel út í kántríbúningi. „Sálarlagið Gefðu mér, sem var á plötunni Hvar er draumurinn? og var samið þegar ég var 23 ára. kom mjög vel út í kántrístíl og var upphaflega samið þannig en við reyndum að poppa það upp með Sálinni á sínum tíma. Neistinn er líka gamall hundur sem fer vel í kántrístíl,“ segir Guðmundur, sem er alinn upp við kántrítónlist. Vestanáttin er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu og stefnir á útgáfu í vor. „Á henni er bara nýtt efni og frumsamið, lög og texti eftir mig. Ég og Alma Rut syngjum svo saman eða sitt í hvoru lagi,“ bætir Guðmundur við. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, fyrir utan allar Sálarplöturnar, ásamt því að vera í rokkhljómsveitinni Nykri. „Það er einhver þráhyggja og geðveiki að vera lagasmiður, ekki eru það peningarnir sem maður er að eltast við. Svona er bara að vera listamaður, þú ert alltaf með eitthvert lag sem þér finnst vera besta lagið, óunnið verk í hausnum,“ segir Guðmundur spurður út í lagasmíðarnar. Hljómsveitin ætlar að halda tónleika í Salnum í Kópavogi 12. febrúar næstkomandi. „Við ætlum að flytja úr lagabálki mínum og einnig að segja sögurnar á bak við lögin og textana.“ Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta er hljómsveit sem var stofnuð í gamni síðasta vor, þar sem mig langaði að syngja þessi lög sem ég hef samið í gegnum tíðina í kántrístíl,“ segir tónlistarmaðurinn Guðmundur Jónsson. Hann er líklega best þekktur sem aðallagahöfundur og gítarleikari í Sálinni hans Jóns míns en hefur nú stofnað hljómsveitina Vestanáttina. „Ég hafði samband við góða félaga og við tókum nokkra tónleika í bænum á meðan við vorum að koma okkur í gang. Síðan gekk þetta svo vel að við ákváðum að búa til hljómsveit úr þessu og erum að koma með nýtt frumsamið efni,“ útskýrir Guðmundur. Í upphafi voru þekkt lög sem hann hefur samið sett í kántríbúning og segir Guðmundur að nokkur Sálarlög hafi komið sérlega vel út í kántríbúningi. „Sálarlagið Gefðu mér, sem var á plötunni Hvar er draumurinn? og var samið þegar ég var 23 ára. kom mjög vel út í kántrístíl og var upphaflega samið þannig en við reyndum að poppa það upp með Sálinni á sínum tíma. Neistinn er líka gamall hundur sem fer vel í kántrístíl,“ segir Guðmundur, sem er alinn upp við kántrítónlist. Vestanáttin er að leggja lokahönd á sína fyrstu breiðskífu og stefnir á útgáfu í vor. „Á henni er bara nýtt efni og frumsamið, lög og texti eftir mig. Ég og Alma Rut syngjum svo saman eða sitt í hvoru lagi,“ bætir Guðmundur við. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, fyrir utan allar Sálarplöturnar, ásamt því að vera í rokkhljómsveitinni Nykri. „Það er einhver þráhyggja og geðveiki að vera lagasmiður, ekki eru það peningarnir sem maður er að eltast við. Svona er bara að vera listamaður, þú ert alltaf með eitthvert lag sem þér finnst vera besta lagið, óunnið verk í hausnum,“ segir Guðmundur spurður út í lagasmíðarnar. Hljómsveitin ætlar að halda tónleika í Salnum í Kópavogi 12. febrúar næstkomandi. „Við ætlum að flytja úr lagabálki mínum og einnig að segja sögurnar á bak við lögin og textana.“
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira