Sýnir plötuumslög og Nice N Sleazy-plaköt Magnús Guðmundsson skrifar 15. janúar 2015 13:30 Hrafnhildur Halldórsdóttir myndlistarkona opnar sýningu í Glasgow í dag. Myndir/ úr einkasafni Hrafnhildur Halldórsdóttir myndlistarkona hefur búið og starfað í Glasgow frá 1998 þegar hún hóf nám við Glasgow School of Art. Hún lauk BA-gráðu í myndlist árið 2001 og Master of Fine Art frá sama skóla 2007. Hrafnhildur á að baki fjölda einkasýninga, m.a. í Glasgow, Berlín, Kaupmannahöfn, Gautaborg og víðar auk samsýninga. Auk þess að vinna að myndlistinni hefur Hrafnhildur einnig starfað sem plötusnúður og grafískur hönnuður. Hrafnhildur opnar í dag einkasýningu í Lighthouse í Glasgow þar sem hún sýnir plaköt og plötuumslög sem hún hefur hannað á síðustu árum. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist, held því stundum fram að ég viti meira um tónlist en myndlist, en hef samt aldrei haft áhuga á að búa til tónlist. Tónlistin er mér nauðsynleg í minni vinnu því ég bókstaflega get ekki unnið án þess að hlusta. Orkan og afstaðan í tónlistinni skapa oft stemninguna í verkum mínum án þess að vera svo til staðar í lokaútgáfunni. Það tók tíma að fatta að ég vildi fara út í myndlist, en það var meira spurning um sjálfstraust en annað því ég hef alltaf verið mjög myndræn að eðlisfari. Margir vina minna eru tónlistarfólk og ég gerði mín fyrstu plötuumslög fyrir dönsku listakonuna Jomi Massage árið 2004 en skömmu síðar fór ég að vinna sem plötusnúður á stað sem kallast Nice N Sleazy og þar tók ég líka að mér viðburðaplakötin.“tónlistarmenn vita hvað þeir vilja ekki segir Hrafnhildur um plötuumslögin.Erfitt en gefandi að hitta í mark „Fyrir mér var þessi hönnun skemmtileg tilbreyting frá minni myndlistarvinnu. Það er ákveðið frelsi í því að vinna með svona tímabundna miðlun eins og plakatið. Ég nota lánaðar og fundnar myndir af internetinu eða úr bókum og þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur af túlkun, hef bara gaman af og get flippað smá. Við plötuumslögin er gaman að geta unnið með fólki og að því að finna það sem því finnst passa best við sitt listaverk, nefnilega tónlistina. Oft veit fólk ekki hvað það vill fyrr en það sér eitthvað sem það vill alls ekki. Þannig að þetta getur verið langt og erfitt ferli en líka mjög gefandi þegar maður hittir í mark.“Hrafnhildur fer á flug í fundnu efni við plakatagerðina. fréttablaðið/ mynd úr einkasafniAllt í einu komið heildstætt verk „Hugmyndin að sýningunni kom frá Selmu Hreggviðsdóttur, sem er að vinna á Lighthouse. Hún bauð mér að gera sýningu úr plakötunum, sem eru orðin yfir hundrað talsins, ásamt öðrum grafískum verkefnum sem ég hef fengist við í gegnum árin. Ég hef alltaf litið á þetta sem hliðargrein við myndlistina og hafði ekki áttað mig á hvað þetta er orðið mikið safn af verkefnum. Á sýningunni verða um 100 plaköt og 10-15 plötuumslög. Það er frábært að sjá þetta allt saman og gaman að geta litið á þetta sem heildstætt verk sem á margan hátt tengist hinni vinnunni minni, þótt útkoman líti allt öðru vísi út. Næst á dagskrá er listamannadvöl í Noregi í mars og apríl. Ég hef ekki farið í svona langa vinnudvöl síðan ég var ólétt fyrir 13 árum þannig að það verður spennandi. Kærkomið tækifæri til að einbeita sér að listinni, en ekki sinna henni með þremur hlutastörfum og mömmuhlutverkinu.“ Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
Hrafnhildur Halldórsdóttir myndlistarkona hefur búið og starfað í Glasgow frá 1998 þegar hún hóf nám við Glasgow School of Art. Hún lauk BA-gráðu í myndlist árið 2001 og Master of Fine Art frá sama skóla 2007. Hrafnhildur á að baki fjölda einkasýninga, m.a. í Glasgow, Berlín, Kaupmannahöfn, Gautaborg og víðar auk samsýninga. Auk þess að vinna að myndlistinni hefur Hrafnhildur einnig starfað sem plötusnúður og grafískur hönnuður. Hrafnhildur opnar í dag einkasýningu í Lighthouse í Glasgow þar sem hún sýnir plaköt og plötuumslög sem hún hefur hannað á síðustu árum. „Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist, held því stundum fram að ég viti meira um tónlist en myndlist, en hef samt aldrei haft áhuga á að búa til tónlist. Tónlistin er mér nauðsynleg í minni vinnu því ég bókstaflega get ekki unnið án þess að hlusta. Orkan og afstaðan í tónlistinni skapa oft stemninguna í verkum mínum án þess að vera svo til staðar í lokaútgáfunni. Það tók tíma að fatta að ég vildi fara út í myndlist, en það var meira spurning um sjálfstraust en annað því ég hef alltaf verið mjög myndræn að eðlisfari. Margir vina minna eru tónlistarfólk og ég gerði mín fyrstu plötuumslög fyrir dönsku listakonuna Jomi Massage árið 2004 en skömmu síðar fór ég að vinna sem plötusnúður á stað sem kallast Nice N Sleazy og þar tók ég líka að mér viðburðaplakötin.“tónlistarmenn vita hvað þeir vilja ekki segir Hrafnhildur um plötuumslögin.Erfitt en gefandi að hitta í mark „Fyrir mér var þessi hönnun skemmtileg tilbreyting frá minni myndlistarvinnu. Það er ákveðið frelsi í því að vinna með svona tímabundna miðlun eins og plakatið. Ég nota lánaðar og fundnar myndir af internetinu eða úr bókum og þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur af túlkun, hef bara gaman af og get flippað smá. Við plötuumslögin er gaman að geta unnið með fólki og að því að finna það sem því finnst passa best við sitt listaverk, nefnilega tónlistina. Oft veit fólk ekki hvað það vill fyrr en það sér eitthvað sem það vill alls ekki. Þannig að þetta getur verið langt og erfitt ferli en líka mjög gefandi þegar maður hittir í mark.“Hrafnhildur fer á flug í fundnu efni við plakatagerðina. fréttablaðið/ mynd úr einkasafniAllt í einu komið heildstætt verk „Hugmyndin að sýningunni kom frá Selmu Hreggviðsdóttur, sem er að vinna á Lighthouse. Hún bauð mér að gera sýningu úr plakötunum, sem eru orðin yfir hundrað talsins, ásamt öðrum grafískum verkefnum sem ég hef fengist við í gegnum árin. Ég hef alltaf litið á þetta sem hliðargrein við myndlistina og hafði ekki áttað mig á hvað þetta er orðið mikið safn af verkefnum. Á sýningunni verða um 100 plaköt og 10-15 plötuumslög. Það er frábært að sjá þetta allt saman og gaman að geta litið á þetta sem heildstætt verk sem á margan hátt tengist hinni vinnunni minni, þótt útkoman líti allt öðru vísi út. Næst á dagskrá er listamannadvöl í Noregi í mars og apríl. Ég hef ekki farið í svona langa vinnudvöl síðan ég var ólétt fyrir 13 árum þannig að það verður spennandi. Kærkomið tækifæri til að einbeita sér að listinni, en ekki sinna henni með þremur hlutastörfum og mömmuhlutverkinu.“
Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur „Ma & pa í apríl“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira