Madonna og AC/DC spila á Grammy 16. janúar 2015 10:30 Madonna ætlar að stíga á svið á Grammy-hátíðinni og væntanlega trylla salinn. Vísir/Getty Tilkynnt hefur verið að Madonna, AC/DC, Ariana Grande, Ed Sheeran og Eric Church muni spila á Grammy-verðlaunahátíðinni sem verður haldin í 57. sinn í Los Angeles í 8. febrúar. Þetta verður í fyrsta sinn sem rokkgoðsagnirnar í AC/DC stíga á svið í bandarískri sjónvarpsútsendingu í meira en fjórtán ár. Þetta verður jafnframt í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar á Grammy-hátíðinni . Í þetta sinn verður hún án gítarleikarans og stofnmeðlimsins Malcolms Young sem hætti í sveitinni í fyrra vegna veikinda. AC/DC var vígð inn í Frægðarhöll rokksins árið 2003. Ariana Grande, sem er tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna, og Church munu einnig spila í fyrsta sinn á Grammy-hátíðinni þetta kvöld. Hann er tilnefndur til fernra verðlauna, þar á meðal fyrir besta kántrílagið, Give Me Back My Hometown. Einnig er hann tilnefndur fyrir lagið Raise Em Up sem hann söng með Keith Urban og fyrir bestu kántríplötuna. Ed Sheeran er tilnefndur til þrennra verðlauna, þar á meðal fyrir plötu ársins og fyrir lagið I See Fire sem hljómar í kvikmyndinni The Hobbit: The Desolation of Smaug. Tónlist Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Lífið Fleiri fréttir Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tilkynnt hefur verið að Madonna, AC/DC, Ariana Grande, Ed Sheeran og Eric Church muni spila á Grammy-verðlaunahátíðinni sem verður haldin í 57. sinn í Los Angeles í 8. febrúar. Þetta verður í fyrsta sinn sem rokkgoðsagnirnar í AC/DC stíga á svið í bandarískri sjónvarpsútsendingu í meira en fjórtán ár. Þetta verður jafnframt í fyrsta sinn sem hljómsveitin spilar á Grammy-hátíðinni . Í þetta sinn verður hún án gítarleikarans og stofnmeðlimsins Malcolms Young sem hætti í sveitinni í fyrra vegna veikinda. AC/DC var vígð inn í Frægðarhöll rokksins árið 2003. Ariana Grande, sem er tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna, og Church munu einnig spila í fyrsta sinn á Grammy-hátíðinni þetta kvöld. Hann er tilnefndur til fernra verðlauna, þar á meðal fyrir besta kántrílagið, Give Me Back My Hometown. Einnig er hann tilnefndur fyrir lagið Raise Em Up sem hann söng með Keith Urban og fyrir bestu kántríplötuna. Ed Sheeran er tilnefndur til þrennra verðlauna, þar á meðal fyrir plötu ársins og fyrir lagið I See Fire sem hljómar í kvikmyndinni The Hobbit: The Desolation of Smaug.
Tónlist Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Lífið Fleiri fréttir Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira