Hún gaf seinast út plötuna Glamúr í geimnum árið 2013 en nafnið á nýju plötunni er enn leyndarmál. „Eins og hin platan var geim-plata þá verður þessi neðansjávar-plata,“ segir Steinunn.
„Ég fór upp í sveit í hús þar sem er reimt til þess að taka upp plötuna, þannig að hún er drungalegri en hin.“
Það er nóg um að vera hjá tónlistarkonunni en hún er nýkomin heim af Eurosonic-hátíðinni sem haldin var í Hollandi.
Hér má sjá tónlistarmyndband við lagið Glamúr í geimnum: