Strákarnir sendu skýr skilaboð til hinna liðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2015 06:00 Þessi svipur leikstjórnandans Snorra Steins Guðjónssonar segir meira en mörg orð. vísir/Eva Björk Hafi einhver efast þá er öllum nú ljóst að íslenska landsliðið er komið á fullan skrið á HM í handbolta. Loksins, eftir afar erfiða byrjun á mótinu hér í Katar. Ísland sendi skýr skilaboð til annarra liða í keppninni með því að gera jafntefli gegn Evrópumeisturum Frakklands í Duhail-keppnishöllinni í Doha í gær og undirstrikaði það góða frammistöðu þeirra að þeir gengu allir sem einn svekktir af velli.Sjá einnig:Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Úrslitin þýða að strákarnir eru skrefi nær 16-liða úrslitunum og eiga enn raunhæfa möguleika á öðru sæti riðilsins. Fram undan eru afar þýðingarmiklir leikir, fyrst gegn Tékklandi og svo Egyptalandi en miðað við frammistöðuna í gær eru strákarnir til alls líklegir haldi þeir uppteknum hætti.Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson ræða saman.vísir/eva björkTrúin alltaf til staðar Leikurinn í gær var spennandi en hann byrjaði á óþægilega kunnuglegum nótum. Strákarnir voru að spila sig í færi en aðeins eitt skot af fyrstu sex rataði á rammann. En þökk sé góðri vörn og frábærri markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar fengu sóknarmennirnir tækifæri til að koma sér í gang, sem þeir og gerðu. „Þetta segir allt um þeirra skapgerð og sýnir úr hverju þeir eru gerðir. Þeir eru með hjartað á réttum stað og með gríðarlegan sigurvilja. Við vitum vel að þeir geta þetta og trúin er til staðar. Þetta var bara tímaspursmál enda kom þetta á endanum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Aron Pálmarsson átti frábæran leik og sýndi enn og aftur hversu gríðarlega mikilvægur hann er liðinu. Björgvin Páll Gústavsson var magnaður, Alexander Petersson byrjaði hægt en honum óx ásmegin og þá átti Snorri Steinn Guðjónsson sinn langbesta leik í keppninni. Vörnin var frábær í leiknum og margir lögðu hönd á plóg. Aron hrósaði svo Ásgeiri Erni Hallgrímssyni fyrir hans framlag í sókninni. „Hann steig upp og tók mikla ábyrgð í kvöld. Það var gott að sjá það. Björgvin var svo sterkur í markinu sem var lykilatriði fyrir okkur.“ Frakkar héldu sér inni í leiknum með markvörslu Thierry Omeyer og kröftugum sóknarleik þegar mest á reyndi í síðari hálfleik. Ísland var þá í miklu basli með að feta þá þröngu línu sem varnarmönnum er sett í þessari keppni og það nýttu Frakkar sér. En allra erfiðast var að eiga við línuspil Frakkanna og hinn ógnarsterka Cedric Sorhaindo á línunni.vísir/eva björkÍsskápurinn var erfiður „Ísskápurinn er hann kallaður,“ bendir Aron á og hristir hausinn. „Hann þarf ekki mikið pláss og þegar dómgæslan er svona er gríðarlega erfitt að finna lausn á þessu. Kannski er hægt að vera klókari en við vorum en strákarnir sýndu mikla þolinmæði. Við náðum að taka þá oft úr jafnvægi með því að breyta nokkrum smáatriðum hjá okkur. Það var gott að hafa klárað þetta með þessu jafntefli þrátt fyrir allt.“ Eftir hina bagalegu byrjun Íslands á mótinu þar sem strákarnir steinlágu fyrir Svíum tóku þeir sig saman í andlitinu og gerðu nóg til að vinna Alsír í næsta leik. En leikurinn í gær var í allt öðrum og miklu betri gæðaflokki. „Við verðum að vera sáttir við svona frammistöðu. En samt ekkert sáttari en svo að þetta er bara eitt framfaraskref. Næst kemur lykilleikur gegn Tékkum og við verðum að sýna sama sigurvilja og við gerðum í kvöld strax frá fyrstu sekúndu.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34 Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Guðjón Valur: Er með fleiri sár á tungunni en oftast áður „Afi minn heitinn væri ekki ánægður ef ég færi að kvarta undan dómurunum.“ 20. janúar 2015 22:01 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Snorri Steinn: Við vorum flottir Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn því franska í Doha í kvöld. 20. janúar 2015 21:15 Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11 Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01 Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Hafi einhver efast þá er öllum nú ljóst að íslenska landsliðið er komið á fullan skrið á HM í handbolta. Loksins, eftir afar erfiða byrjun á mótinu hér í Katar. Ísland sendi skýr skilaboð til annarra liða í keppninni með því að gera jafntefli gegn Evrópumeisturum Frakklands í Duhail-keppnishöllinni í Doha í gær og undirstrikaði það góða frammistöðu þeirra að þeir gengu allir sem einn svekktir af velli.Sjá einnig:Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Úrslitin þýða að strákarnir eru skrefi nær 16-liða úrslitunum og eiga enn raunhæfa möguleika á öðru sæti riðilsins. Fram undan eru afar þýðingarmiklir leikir, fyrst gegn Tékklandi og svo Egyptalandi en miðað við frammistöðuna í gær eru strákarnir til alls líklegir haldi þeir uppteknum hætti.Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson ræða saman.vísir/eva björkTrúin alltaf til staðar Leikurinn í gær var spennandi en hann byrjaði á óþægilega kunnuglegum nótum. Strákarnir voru að spila sig í færi en aðeins eitt skot af fyrstu sex rataði á rammann. En þökk sé góðri vörn og frábærri markvörslu Björgvins Páls Gústavssonar fengu sóknarmennirnir tækifæri til að koma sér í gang, sem þeir og gerðu. „Þetta segir allt um þeirra skapgerð og sýnir úr hverju þeir eru gerðir. Þeir eru með hjartað á réttum stað og með gríðarlegan sigurvilja. Við vitum vel að þeir geta þetta og trúin er til staðar. Þetta var bara tímaspursmál enda kom þetta á endanum,“ sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Aron Pálmarsson átti frábæran leik og sýndi enn og aftur hversu gríðarlega mikilvægur hann er liðinu. Björgvin Páll Gústavsson var magnaður, Alexander Petersson byrjaði hægt en honum óx ásmegin og þá átti Snorri Steinn Guðjónsson sinn langbesta leik í keppninni. Vörnin var frábær í leiknum og margir lögðu hönd á plóg. Aron hrósaði svo Ásgeiri Erni Hallgrímssyni fyrir hans framlag í sókninni. „Hann steig upp og tók mikla ábyrgð í kvöld. Það var gott að sjá það. Björgvin var svo sterkur í markinu sem var lykilatriði fyrir okkur.“ Frakkar héldu sér inni í leiknum með markvörslu Thierry Omeyer og kröftugum sóknarleik þegar mest á reyndi í síðari hálfleik. Ísland var þá í miklu basli með að feta þá þröngu línu sem varnarmönnum er sett í þessari keppni og það nýttu Frakkar sér. En allra erfiðast var að eiga við línuspil Frakkanna og hinn ógnarsterka Cedric Sorhaindo á línunni.vísir/eva björkÍsskápurinn var erfiður „Ísskápurinn er hann kallaður,“ bendir Aron á og hristir hausinn. „Hann þarf ekki mikið pláss og þegar dómgæslan er svona er gríðarlega erfitt að finna lausn á þessu. Kannski er hægt að vera klókari en við vorum en strákarnir sýndu mikla þolinmæði. Við náðum að taka þá oft úr jafnvægi með því að breyta nokkrum smáatriðum hjá okkur. Það var gott að hafa klárað þetta með þessu jafntefli þrátt fyrir allt.“ Eftir hina bagalegu byrjun Íslands á mótinu þar sem strákarnir steinlágu fyrir Svíum tóku þeir sig saman í andlitinu og gerðu nóg til að vinna Alsír í næsta leik. En leikurinn í gær var í allt öðrum og miklu betri gæðaflokki. „Við verðum að vera sáttir við svona frammistöðu. En samt ekkert sáttari en svo að þetta er bara eitt framfaraskref. Næst kemur lykilleikur gegn Tékkum og við verðum að sýna sama sigurvilja og við gerðum í kvöld strax frá fyrstu sekúndu.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34 Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Guðjón Valur: Er með fleiri sár á tungunni en oftast áður „Afi minn heitinn væri ekki ánægður ef ég færi að kvarta undan dómurunum.“ 20. janúar 2015 22:01 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Snorri Steinn: Við vorum flottir Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn því franska í Doha í kvöld. 20. janúar 2015 21:15 Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11 Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01 Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Aron Kristjáns: Erfitt að stöðva ísskápinn á línunni Landsliðsþjálfarinn var ánægður með sterkan leik strákanna í jafnteflinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:34
Sverre: Gott að vera svekktur eftir jafntefli við Frakka Varnarjaxlinn pirraður á línunni sem dómararnir hafa tekið á mótinu. 20. janúar 2015 19:49
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55
Guðjón Valur: Er með fleiri sár á tungunni en oftast áður „Afi minn heitinn væri ekki ánægður ef ég færi að kvarta undan dómurunum.“ 20. janúar 2015 22:01
Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54
Snorri Steinn: Við vorum flottir Snorri Steinn Guðjónsson var ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn því franska í Doha í kvöld. 20. janúar 2015 21:15
Arnór: Megum ekkert vera of góðir með okkur Skyttan öfluga var kátur með hvernig liðið kláraði sóknirnar gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:11
Björgvin: Síðasta sem fer hjá þessum gaurum er sjálfstraustið Landsliðsmarkvörðurinn ánægður með að sjá íslensku geðveikina aftur komna. 20. janúar 2015 20:01
Róbert: Enginn vissi hvað mátti gera Róbert Gunnarsson var svekktur með að hafa ekki unnið Evrópumeistara Frakka á HM í Katar í kvöld. 20. janúar 2015 20:18