Sekkjapípuleikari kemur fram á skoskri menningarhátíð Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2015 16:30 Hanna Tuulikki kemur fram á skosku menningarhátíðinni. Í dag hefst hin árlega skoska menningarhátíð á Kexi Hosteli, en hátíðin er nú haldin í fjórða sinn í samstarfi við Edinborgarfélagið á Íslandi og Icelandair. Í Skotlandi er árlega haldið upp á afmælisdag skáldsins Roberts Burns og afmæli hans fagnað með skoskum mat, drykk, tónlist og ljóðlist Burns. Skáldjöfurinn var fæddur þann 25. janúar árið 1759 og er víða litið á hann sem þjóðarskáld Skota. Skoski sekkjapípuleikarinn Mr. Russell Mechan kemur fram og sér til þess að hátíðarhöldin fari fram í samræmi við hefðir og reglur, en einnig munu hljómsveitirnar Two Wings, Ben Reynolds & Guests og tónlistarkonan Hanna Tuulikki koma fram. Veitingastaður Kex Hostels, Sæmundur í sparifötunum, mun bjóða upp á sérstakan matseðil vegna hátíðarinnar. Boðið verður upp á haggis með stöppuðum kartöflum, rófum, næpum og viskísósu. Haggis, sem lýsa má sem skoskri útgáfu sláturs, er nátengt Burns en hann samdi ljóðið Address to a Haggis árið 1786 og er skoska slátrið órjúfanlegur hluti hátíðarhalda í tengslum við afmæli skáldsins. Skoska menningarhátíðin hefst í kvöld klukkan sjö á Kexi Hosteli við Skúlagötu og stendur til 24. janúar næstkomandi. Dagskrána er hægt að nálgast á vefsíðunni Kexland.is Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í dag hefst hin árlega skoska menningarhátíð á Kexi Hosteli, en hátíðin er nú haldin í fjórða sinn í samstarfi við Edinborgarfélagið á Íslandi og Icelandair. Í Skotlandi er árlega haldið upp á afmælisdag skáldsins Roberts Burns og afmæli hans fagnað með skoskum mat, drykk, tónlist og ljóðlist Burns. Skáldjöfurinn var fæddur þann 25. janúar árið 1759 og er víða litið á hann sem þjóðarskáld Skota. Skoski sekkjapípuleikarinn Mr. Russell Mechan kemur fram og sér til þess að hátíðarhöldin fari fram í samræmi við hefðir og reglur, en einnig munu hljómsveitirnar Two Wings, Ben Reynolds & Guests og tónlistarkonan Hanna Tuulikki koma fram. Veitingastaður Kex Hostels, Sæmundur í sparifötunum, mun bjóða upp á sérstakan matseðil vegna hátíðarinnar. Boðið verður upp á haggis með stöppuðum kartöflum, rófum, næpum og viskísósu. Haggis, sem lýsa má sem skoskri útgáfu sláturs, er nátengt Burns en hann samdi ljóðið Address to a Haggis árið 1786 og er skoska slátrið órjúfanlegur hluti hátíðarhalda í tengslum við afmæli skáldsins. Skoska menningarhátíðin hefst í kvöld klukkan sjö á Kexi Hosteli við Skúlagötu og stendur til 24. janúar næstkomandi. Dagskrána er hægt að nálgast á vefsíðunni Kexland.is
Menning Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Skráning hafin í Íslandsmeistaramótið í Ólsen ólsen Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira