Ekkert stórt nafn spilar á undan Freyr Bjarnason skrifar 26. janúar 2015 12:30 Þótt tónleikarnir með Neil Young hafi gengið vel í fyrra verða engir tónleikar í líkingu við þá í sumar. Vísir/Vilhelm Ekki verður fengið stórt nafn til að spila sem hluti af All Tomorrow's Parties-hátíðinni á Íslandi í sumar, nokkrum dögum áður en hátíðin sjálf verður haldin á Ásbrú. „Það er 100 prósent staðfest að við munum ekki gera aftur svoleiðis, þótt það hafi komið vel út,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri ATP á Íslandi. Í fyrra steig Neil Young á svið í Laugardalshöll skömmu fyrir hátíðina á Ásbrú en tónleikarnir voru engu að síður hluti af hátíðinni. „Þetta var bara of mikið í fyrra, að mínu mati. Við viljum ekki dreifa athyglinni frá aðalhátíðinni,“ segir Tómas. Nýlega var greint frá því að Reykjanesbær yrði ekki lengur styrktaraðili hátíðarinnar. Tómas og félagar láta það ekki á sig fá. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum að vinna í því að finna samstarfsaðila til að auðvelda okkur róðurinn fyrstu árin.“ Hann segir að hátíðin verði ekki minnkuð á neinn hátt þrátt fyrir að stór styrktaraðili sé ekki enn kominn í hús. „Það verður sama miðaverð og sama þjónusta í boði og sami fjöldi á svæðinu.“ Á meðal þeirra sem spila á ATP í sumar verða Iggy Pop og skoska poppsveitin Belle & Sebastian. ATP í Keflavík Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Ekki verður fengið stórt nafn til að spila sem hluti af All Tomorrow's Parties-hátíðinni á Íslandi í sumar, nokkrum dögum áður en hátíðin sjálf verður haldin á Ásbrú. „Það er 100 prósent staðfest að við munum ekki gera aftur svoleiðis, þótt það hafi komið vel út,“ segir Tómas Young, framkvæmdastjóri ATP á Íslandi. Í fyrra steig Neil Young á svið í Laugardalshöll skömmu fyrir hátíðina á Ásbrú en tónleikarnir voru engu að síður hluti af hátíðinni. „Þetta var bara of mikið í fyrra, að mínu mati. Við viljum ekki dreifa athyglinni frá aðalhátíðinni,“ segir Tómas. Nýlega var greint frá því að Reykjanesbær yrði ekki lengur styrktaraðili hátíðarinnar. Tómas og félagar láta það ekki á sig fá. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum að vinna í því að finna samstarfsaðila til að auðvelda okkur róðurinn fyrstu árin.“ Hann segir að hátíðin verði ekki minnkuð á neinn hátt þrátt fyrir að stór styrktaraðili sé ekki enn kominn í hús. „Það verður sama miðaverð og sama þjónusta í boði og sami fjöldi á svæðinu.“ Á meðal þeirra sem spila á ATP í sumar verða Iggy Pop og skoska poppsveitin Belle & Sebastian.
ATP í Keflavík Tónlist Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira