Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 28. janúar 2015 08:00 Öflugur leikstjórnandi. Rasmus Lauge í leik með Dönum. Fréttablaðið/getty Fyrir rétt tæpum ellefu mánuðum sleit danski leikstjórnandinn Rasmus Lauge krossband í hné í leik með liði sínu, Þýskalandsmeisturum THW Kiel, í þýsku úrvalsdeildinni. Lauge er nú kominn aftur á fullan skrið og lék íslenska liðið sundur og saman þegar þau mættust í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í fyrradag. „Það var margt sem ég gerði í gær sem gekk vel. Boltinn fór inn og ég fann samherja mína vel. Það gekk margt upp í gær,“ sagði Lauge í samtali við Fréttablaðið sem settist niður með honum á Hilton-hótelinu í Doha í Katar. Lauge fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína og Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2-sjónvarpsstöðvarinnar, gaf honum hæstu einkunn. Hann sagði Lauge hafa leikið sinn besta leik á ferlinum. „Þeir [íslensku varnarmennirnir] skildu eftir mikið pláss fyrir mig því Mikkel [Hansen] fær mikla athygli sem gefur mér ákveðið svigrúm. Ég gat nýtt mér það og það var góð tilfinning að það gekk upp.“Erfitt að treysta hnénu Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að treysta hnénu þegar hann hóf að æfa og spila á nýjan leik í haust. „Í fyrsta leiknum mínum var ég mjög taugaóstyrkur og ég treysti hnénu ekki vel. Þessi ákveðna hreyfing þar sem meiðslin áttu sér stað loðir enn við hugann og maður óttaðist aðeins að hún myndi endurtaka sig,“ sagði hann. „En eftir því sem ég æfði meira og spilaði fleiri leiki, þeim mun auðveldara varð þetta. Ég hugsa ekki um þetta þegar ég er að spila í dag. Ég hugsa um þetta þegar ég sit á bekknum og íhuga hvernig mér líður í hnénu. Ég vil ekki setja of mikið álag á það og kýs því frekar að hvíla þegar ég er þreyttur en að reyna of mikið á það.“ Hann segist vera þakklátur öllum sínum þjálfurum fyrir stuðninginn sem hann fékk í gegnum endurhæfingarferlið. „Ég er þakklátur fyrir að vera hér og geta spilað á þessu getustigi. Það er yndisleg tilfinning að vera kominn aftur. Ég ætla að gefa allt mitt í þetta mót og við sjáum svo til hverju það skilar.“ Þjálfari Lauge hjá Kiel er Alfreð Gíslason en Guðmundur Guðmundsson stýrir danska landsliðinu. Alfreð og Guðmundur voru lengi vel herbergisfélagar í íslenska landsliðinu á sínum tíma en það vissi Lauge ekki. „Er það virkilega?“ segir hann og brosir. „Það hefur þá verið fyrir mjög löngu,“ bætir hann við og hlær. Lauge segir að sá mikli baráttuvilji og dugnaður sem einkenni íslenska handboltaþjálfara eigi við þá báða. „Þeir eru líkir að því leyti að þeir leggja ofurkapp á að undirbúa liðin vel, horfa mikið á myndbönd og ítreka fyrir leikmönnum að berjast allan leikinn. Þeir vilja helst sjá blóð á hnjám og olnbogum. Ef við vinnum ekki leikinn – þá skal það vera vegna þess að hitt liðið var gríðarlega gott.“ En hann segir að það sé oft ekki nóg. „Þeir finna alltaf eitthvað sem hægt er að bæta,“ segir hann. „En þegar það kemur að sjálfri leikfræðinni og uppleggi þá eru þeir ólíkir. Og þess vegna er gaman að spila fyrir þá báða og taka þátt í hálfgerðum leik innan leiksins.“ En hvor skyldi vera betri þjálfari? „Ég verð að vera klókur núna. Ég get ekki svarað því.“ Danmörk mætir heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta klukkan 18.00 í kvöld. HM 2015 í Katar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Fyrir rétt tæpum ellefu mánuðum sleit danski leikstjórnandinn Rasmus Lauge krossband í hné í leik með liði sínu, Þýskalandsmeisturum THW Kiel, í þýsku úrvalsdeildinni. Lauge er nú kominn aftur á fullan skrið og lék íslenska liðið sundur og saman þegar þau mættust í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í fyrradag. „Það var margt sem ég gerði í gær sem gekk vel. Boltinn fór inn og ég fann samherja mína vel. Það gekk margt upp í gær,“ sagði Lauge í samtali við Fréttablaðið sem settist niður með honum á Hilton-hótelinu í Doha í Katar. Lauge fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína og Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2-sjónvarpsstöðvarinnar, gaf honum hæstu einkunn. Hann sagði Lauge hafa leikið sinn besta leik á ferlinum. „Þeir [íslensku varnarmennirnir] skildu eftir mikið pláss fyrir mig því Mikkel [Hansen] fær mikla athygli sem gefur mér ákveðið svigrúm. Ég gat nýtt mér það og það var góð tilfinning að það gekk upp.“Erfitt að treysta hnénu Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að treysta hnénu þegar hann hóf að æfa og spila á nýjan leik í haust. „Í fyrsta leiknum mínum var ég mjög taugaóstyrkur og ég treysti hnénu ekki vel. Þessi ákveðna hreyfing þar sem meiðslin áttu sér stað loðir enn við hugann og maður óttaðist aðeins að hún myndi endurtaka sig,“ sagði hann. „En eftir því sem ég æfði meira og spilaði fleiri leiki, þeim mun auðveldara varð þetta. Ég hugsa ekki um þetta þegar ég er að spila í dag. Ég hugsa um þetta þegar ég sit á bekknum og íhuga hvernig mér líður í hnénu. Ég vil ekki setja of mikið álag á það og kýs því frekar að hvíla þegar ég er þreyttur en að reyna of mikið á það.“ Hann segist vera þakklátur öllum sínum þjálfurum fyrir stuðninginn sem hann fékk í gegnum endurhæfingarferlið. „Ég er þakklátur fyrir að vera hér og geta spilað á þessu getustigi. Það er yndisleg tilfinning að vera kominn aftur. Ég ætla að gefa allt mitt í þetta mót og við sjáum svo til hverju það skilar.“ Þjálfari Lauge hjá Kiel er Alfreð Gíslason en Guðmundur Guðmundsson stýrir danska landsliðinu. Alfreð og Guðmundur voru lengi vel herbergisfélagar í íslenska landsliðinu á sínum tíma en það vissi Lauge ekki. „Er það virkilega?“ segir hann og brosir. „Það hefur þá verið fyrir mjög löngu,“ bætir hann við og hlær. Lauge segir að sá mikli baráttuvilji og dugnaður sem einkenni íslenska handboltaþjálfara eigi við þá báða. „Þeir eru líkir að því leyti að þeir leggja ofurkapp á að undirbúa liðin vel, horfa mikið á myndbönd og ítreka fyrir leikmönnum að berjast allan leikinn. Þeir vilja helst sjá blóð á hnjám og olnbogum. Ef við vinnum ekki leikinn – þá skal það vera vegna þess að hitt liðið var gríðarlega gott.“ En hann segir að það sé oft ekki nóg. „Þeir finna alltaf eitthvað sem hægt er að bæta,“ segir hann. „En þegar það kemur að sjálfri leikfræðinni og uppleggi þá eru þeir ólíkir. Og þess vegna er gaman að spila fyrir þá báða og taka þátt í hálfgerðum leik innan leiksins.“ En hvor skyldi vera betri þjálfari? „Ég verð að vera klókur núna. Ég get ekki svarað því.“ Danmörk mætir heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta klukkan 18.00 í kvöld.
HM 2015 í Katar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira