Leoncie með lífverði í Vestmannaeyjum Gunnar Leó Pálsson skrifar 29. janúar 2015 08:00 „Við erum búnir að uppfylla allar hennar helstu kröfur. Hún fer til dæmis ekki með Herjólfi heldur flýgur hún og verður sótt á glæsilegum jeppa. Við erum líka með tvo lífverði sem verða með henni meðan á dvöl hennar stendur,“ segir Birgir. Nielsen, vert á tónleikastaðnum Háaloftinu þar sem Leoncie kemur fram í Vestmannaeyjum á morgun. Birgir segir hina þaulreyndu söngkonu vera með kröfur þegar kemur að tónleikahaldi. „Hún mun gista á fjögurra stjörnu hóteli og þeir hjá Einsa kalda verða klárir með steikina þegar hún mætir,“ bætir hann við. Leoncie sjálf er full tilhlökkunar: „Þetta er að mig minnir í fyrsta sinn sem ég kem fram á tónleikum í Vestmannaeyjum. Þetta verður geggjað, ég ætla halda frábært sjó og hlakka mikið til,“ segir tónlistarkonan Leoncie. Hún átti fullt í fangi með að velja sér kjóla til þess að fara með til Eyja þegar blaðamaður náði tali af henni. Birgir segir mikla tilhlökkun vera í Eyjamönnum fyrir komu tónlistarkonunnar. Birgir Nielsen ætlar að hugsa vel um Leoncie á meðan hún dvelur í Eyjum.Vísir/VilhelmEyjaferðin er þó eingöngu upphafið að ævintýrum Leoncie á nýju ári því hún er á leið til Bandaríkjanna í tónleikaferð í fyrsta sinn. „Ég fer út eftir um það bil tvo mánuði og kem fram á fimm tónleikum. Upphaflega átti ég að koma fram á tíu tónleikum en ég vildi frekar taka færri tónleika og halda frábært sjó en að taka fleiri og leggja minna í þá,“ segir Leoncie. Hún kemur fram í New York, Las Vegas, Fíladelfíu, Boston og Washington. „Ég er líka að fara taka upp tónlist í Bandaríkjunum fyrir mína næstu plötu.“ Bandarískur gítarleikari mun aðstoða hana í upptökunum á nýju plötunni.Hún útilokar ekki að frumflytja Eurovision-lagið sitt, sem hún sendi án árangurs inn í undankeppni Eurovision, á tónleikunum í Eyjum. „Ég ætla svo að taka upp myndband í Bandaríkjunum við lagið.“ Leoncie vill þó ekki tjá sig um titil lagsins að svo stöddu. Hún stígur á svið á Háaloftinu um klukkan 22.30 annað kvöld. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum búnir að uppfylla allar hennar helstu kröfur. Hún fer til dæmis ekki með Herjólfi heldur flýgur hún og verður sótt á glæsilegum jeppa. Við erum líka með tvo lífverði sem verða með henni meðan á dvöl hennar stendur,“ segir Birgir. Nielsen, vert á tónleikastaðnum Háaloftinu þar sem Leoncie kemur fram í Vestmannaeyjum á morgun. Birgir segir hina þaulreyndu söngkonu vera með kröfur þegar kemur að tónleikahaldi. „Hún mun gista á fjögurra stjörnu hóteli og þeir hjá Einsa kalda verða klárir með steikina þegar hún mætir,“ bætir hann við. Leoncie sjálf er full tilhlökkunar: „Þetta er að mig minnir í fyrsta sinn sem ég kem fram á tónleikum í Vestmannaeyjum. Þetta verður geggjað, ég ætla halda frábært sjó og hlakka mikið til,“ segir tónlistarkonan Leoncie. Hún átti fullt í fangi með að velja sér kjóla til þess að fara með til Eyja þegar blaðamaður náði tali af henni. Birgir segir mikla tilhlökkun vera í Eyjamönnum fyrir komu tónlistarkonunnar. Birgir Nielsen ætlar að hugsa vel um Leoncie á meðan hún dvelur í Eyjum.Vísir/VilhelmEyjaferðin er þó eingöngu upphafið að ævintýrum Leoncie á nýju ári því hún er á leið til Bandaríkjanna í tónleikaferð í fyrsta sinn. „Ég fer út eftir um það bil tvo mánuði og kem fram á fimm tónleikum. Upphaflega átti ég að koma fram á tíu tónleikum en ég vildi frekar taka færri tónleika og halda frábært sjó en að taka fleiri og leggja minna í þá,“ segir Leoncie. Hún kemur fram í New York, Las Vegas, Fíladelfíu, Boston og Washington. „Ég er líka að fara taka upp tónlist í Bandaríkjunum fyrir mína næstu plötu.“ Bandarískur gítarleikari mun aðstoða hana í upptökunum á nýju plötunni.Hún útilokar ekki að frumflytja Eurovision-lagið sitt, sem hún sendi án árangurs inn í undankeppni Eurovision, á tónleikunum í Eyjum. „Ég ætla svo að taka upp myndband í Bandaríkjunum við lagið.“ Leoncie vill þó ekki tjá sig um titil lagsins að svo stöddu. Hún stígur á svið á Háaloftinu um klukkan 22.30 annað kvöld.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira