Safngestum fjölgar ört Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 13:00 „Því meira framboð af menningu og listum því meira eykst eftirspurnin,“ segir Halldór Björn. Vísir//Ernir „Þetta verður skemmtilegt og það verður mikil eftirvinnsla úr þessu málþingi. Því get ég lofað, segir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, um málþing í safninu á laugardaginn milli klukkan 11 og 14. Hann á von á húsfylli. „Við ætlum að skoða stöðu safnsins eftir 130 ára sögu og frekar mögur ár eftir hrunið mikla,“ segir safnstjórinn og telur framtíðarhorfur verða aðalumræðuefnið. Safnið var opnað við Fríkirkjuveg árið 1988 og komst þá í fyrsta sinn í eigið húsnæði. „Það sást strax 1988 að húsið var of lítið, hvað þá núna þegar safneignin hefur þrefaldast og fjöldinn sem kemur til að skoða listina margfaldast,“ segir Halldór Björn og upplýsir að á árunum 2003 til 2013 hafi gestum safnsins fjölgað um 240 til 250%. Halldór Björn bendir á að Listasafn Íslands sé eitt af höfuðsöfnum landsins, því fylgi þær skyldur að vera í fararbroddi. Safnið eigi tólf þúsund verk en ekki sé pláss fyrir fasta sýningu og bæði sé fjárfrekt og tímafrekt að þurfa stöðugt að taka niður og setja upp sýningar, fyrir utan að fólk gangi aldrei að hlutunum vísum. „Hvað mundir þú segja ef þú færir til Parísar og álpaðist inn í Louvre og þar væri sagt: „Jú, við eigum reyndar Monu Lisu en hún er bara í geymslu.“ Þú færir strax í afgreiðsluna og heimtaðir peningana þína til baka. Svona er þetta hér líka. Fólk gerir æ meiri kröfur.“Þau taka til máls á þinginu:Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, setur þingið,Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri, Anna María Urbancic, Dagný Heiðdal og Rakel Pétursdóttir, starfsmenn safnsins, Andri Snær Magnason rithöfundur, Pallborðsumræður, Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, er fundarstjóri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Menning Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira
„Þetta verður skemmtilegt og það verður mikil eftirvinnsla úr þessu málþingi. Því get ég lofað, segir Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, um málþing í safninu á laugardaginn milli klukkan 11 og 14. Hann á von á húsfylli. „Við ætlum að skoða stöðu safnsins eftir 130 ára sögu og frekar mögur ár eftir hrunið mikla,“ segir safnstjórinn og telur framtíðarhorfur verða aðalumræðuefnið. Safnið var opnað við Fríkirkjuveg árið 1988 og komst þá í fyrsta sinn í eigið húsnæði. „Það sást strax 1988 að húsið var of lítið, hvað þá núna þegar safneignin hefur þrefaldast og fjöldinn sem kemur til að skoða listina margfaldast,“ segir Halldór Björn og upplýsir að á árunum 2003 til 2013 hafi gestum safnsins fjölgað um 240 til 250%. Halldór Björn bendir á að Listasafn Íslands sé eitt af höfuðsöfnum landsins, því fylgi þær skyldur að vera í fararbroddi. Safnið eigi tólf þúsund verk en ekki sé pláss fyrir fasta sýningu og bæði sé fjárfrekt og tímafrekt að þurfa stöðugt að taka niður og setja upp sýningar, fyrir utan að fólk gangi aldrei að hlutunum vísum. „Hvað mundir þú segja ef þú færir til Parísar og álpaðist inn í Louvre og þar væri sagt: „Jú, við eigum reyndar Monu Lisu en hún er bara í geymslu.“ Þú færir strax í afgreiðsluna og heimtaðir peningana þína til baka. Svona er þetta hér líka. Fólk gerir æ meiri kröfur.“Þau taka til máls á þinginu:Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, setur þingið,Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri, Anna María Urbancic, Dagný Heiðdal og Rakel Pétursdóttir, starfsmenn safnsins, Andri Snær Magnason rithöfundur, Pallborðsumræður, Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, er fundarstjóri. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Menning Mest lesið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Sjá meira