Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2015 09:30 Dagur Sigurðsson og Bob Hanning á bekk þýska landsliðsins á HM í Katar. Fréttablaðið/Getty „Ég hef þekkt Dag í sex ár og þurfti aldrei að íhuga hvort Dagur Sigurðsson væri rétti maðurinn til að taka við þýska landsliðinu. Ég vissi það einfaldlega,“ segir Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, um aðkomu Dags að þýska liðinu. Eftir frábæra byrjun á HM í handbolta hefur ungt og óreynt lið Þjóðverja misst aðeins móðinn og tapað tveimur leikjum í röð. Engum dylst þó hvað býr í liðinu og staða þess er mun betri en flestir þýskir handboltaáhugamenn þorðu að vona eftir takmarkaðan árangur þess síðustu árin. Hans Robert Hanning, alltaf kallaður Bob, er einnig framkvæmdastjóri þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin og hann fékk Dag til að taka við starfi þjálfara þess félags árið 2009. Fréttablaðið settist niður með Bob á Hilton-hótelinu í Doha á dögunum. „Þetta er allt í lagi. Þú þarft ekki að þéra mig,“ segir Hanning við ofanritaðan í miðju viðtali eftir að íslenski blaðamaðurinn gleymdi sér eitt augnablik. Bob er vinalegur maður og þó svo að hann beri það ekki með sér hefur hann sannað sig sem einn klókasti maðurinn í þýskum handbolta. Hanning er fyrrverandi þjálfari. Hann var aðstoðarþjálfari Heiner Brand hjá þýska landsliðinu á Ólympíuleikunum 2000 og tók svo við Hamburg árið 2002. Þar var hann í þrjú ár en var svo fenginn til Füchse Berlin sem framkvæmdastjóri. Þar hóf hann nýjan kafla á sínum ferli sem enn sér ekki fyrir endann á.Þú mátt bara snúa við Füchse Berlin komst upp í úrvalsdeildina árið 2007 en einn stærsti vendipunktur í sögu félagsins var þegar Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari. Dagur fór með liðið í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar og í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Meðal hápunkta liðsins undir stjórnartíð Dags má nefna þátttöku liðsins í „Final Four“, úrslitahelginni í Meistaradeild Evrópu vorið 2012 og bikarmeistaratitil félagsins í fyrra. „Þegar ég var að leita að þjálfara átti ég í viðræðum við fleiri en bara Dag. Ég sendi honum nokkra leiki á myndbandi og við ræddum um þá. Allt það sem hann sagði var hundrað prósent. Þannig að ég ákvað að fara til Íslands og ræða frekar við hann,“ sagði hann. „Ég gleymi því aldrei að á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur tókst okkur að fara yfir allt það helsta sem sneri að starfinu. Ég þurfti ekki að heyra meira. Ég sagði honum að starfið væri hans ef hann vildi og að hann gæti þess vegna snúið við og keyrt mig aftur út á flugvöll. Við þyrftum ekki að ræða þetta frekar.“vísir/eva björkDagur getur unnið með öllum Spurður hvort hann hafi þurft að íhuga lengi hvort Dagur myndi henta vel í starf landsliðsþjálfara Þýskalands: „Ég þurfti ekkert að hugsa um það. Ég vissi það um leið. Dagur hefur sýnt að hann getur starfað með hverjum sem er og kallað það besta fram í öllum leikmönnum, stórstjörnum sem og þeim yngri og óreyndari. Hann nær til allra leikmanna,“ segir Hanning en uppgangur þýska landsliðsins undir stjórn Dags hefur meira að segja komið honum sjálfum á óvart. „Jú, auðvitað. Það sem kom mér fyrst og fremst á óvart er hversu fljótt þetta hefur gerst. Því bjóst ég ekki við. Við erum að byggja upp lið til framtíðar og Dagur var fenginn til að stýra því verkefni. Okkar markmið í Katar var að komast í 16-liða úrslit en það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með því hversu vel liðið hefur spilað hér.“ Hann segir að lykilatriði fyrir Dag hafi verið að gefa leikmönnum það svigrúm sem þeir þurftu. „Hann leyfði þeim að anda. Auðvitað krefur hann leikmenn um að þeir einbeiti sér og leggi sig fram, bæði á æfingum og í leikjum, en hann veit hvenær hann á að slaka á taumnum og gefa þeim sitt pláss.“Hafnaði tilboði frá Danmörku Talið berst aftur að Füchse Berlin en Dagur er enn þjálfari þess liðs og verður fram á sumar. Þá tekur Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson við starfinu. Hanning segir að hann hafi skynjað að Dagur hafi þurft á nýrri áskorun að halda þegar hann fékk tilboð um taka að sér þjálfun danska liðsins í fyrra. „Danska handknattleikssambandið hafði samband og fékk leyfi til þess að ræða við Dag. Danirnir sömdu við okkur í Füchse Berlin um þá summu sem þurfti til að leysa Dag undan sínum skyldum og svo gerðu þeir honum tilboð,“ segir Hanning. „Ég held reyndar að Danir hafi rætt við fleiri þjálfara samtímis og að Ulrik Wilbek hafi viljað Guðmund Guðmundsson fremur en Dag. En þetta stóð honum til boða og ég ætlaði ekki að standa í vegi fyrir honum. Ég vonaði þó auðvitað að hann yrði áfram og sagði að það væri eitthvað stærra fram undan,“ sagði Hanning, en þess má geta að danska sambandið var einnig í viðræðum við Ólaf Stefánsson á þessum tíma.vísir/eva björkEnginn betri í starfið en Dagur Um svipað leyti tók Hanning að sér forystuhlutverk í þýska handknattleikssambandinu, sem hafði rætt við Dag árið 2011 um þýska landsliðsþjálfarastarfið. Þá var ákveðið að ráða Martin Heuberger en samningar við hann voru ekki endurnýjaðir eftir að liðið tapaði fyrir Póllandi í undankeppni HM 2015 í vor. Þá sneri þýska sambandið, undir forystu Hannings, sér að Degi. „Dagur hafði verið hjá Füchse Berlin í fimm ár og hann var að leita sér að nýrri áskorun. Bikarmeistaratitillinn í fyrra var glæstasti sigur félagsins í 125 ára sögu þess en árangurinn var einfaldlega of mikill. Með honum fór ákveðið hungur úr liðinu. Það tók fótinn af bensíngjöfinni og er nú á bensínstöðinni að fylla á tankinn.“ Hann sér ekki eftir því hvernig málin hafa þróast og sér auðvitað fram á spennandi tíma með þýska landsliðinu og Degi Sigurðssyni. „Það komu fleiri til greina í þetta starf en Dagur en í mínum huga er ekki til sá þjálfari í heiminum sem hentar liðinu betur en hann,“ segir Hanning. En er Dagur besti þjálfari heims? „Mér finnst það. Mér hefur reyndar alltaf fundist það. En það eru margir góðir handboltaþjálfarar starfandi í dag og meðal þeirra er Alfreð Gíslason hjá Kiel sem verður að teljast meðal þeirra allra fremstu.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
„Ég hef þekkt Dag í sex ár og þurfti aldrei að íhuga hvort Dagur Sigurðsson væri rétti maðurinn til að taka við þýska landsliðinu. Ég vissi það einfaldlega,“ segir Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, um aðkomu Dags að þýska liðinu. Eftir frábæra byrjun á HM í handbolta hefur ungt og óreynt lið Þjóðverja misst aðeins móðinn og tapað tveimur leikjum í röð. Engum dylst þó hvað býr í liðinu og staða þess er mun betri en flestir þýskir handboltaáhugamenn þorðu að vona eftir takmarkaðan árangur þess síðustu árin. Hans Robert Hanning, alltaf kallaður Bob, er einnig framkvæmdastjóri þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin og hann fékk Dag til að taka við starfi þjálfara þess félags árið 2009. Fréttablaðið settist niður með Bob á Hilton-hótelinu í Doha á dögunum. „Þetta er allt í lagi. Þú þarft ekki að þéra mig,“ segir Hanning við ofanritaðan í miðju viðtali eftir að íslenski blaðamaðurinn gleymdi sér eitt augnablik. Bob er vinalegur maður og þó svo að hann beri það ekki með sér hefur hann sannað sig sem einn klókasti maðurinn í þýskum handbolta. Hanning er fyrrverandi þjálfari. Hann var aðstoðarþjálfari Heiner Brand hjá þýska landsliðinu á Ólympíuleikunum 2000 og tók svo við Hamburg árið 2002. Þar var hann í þrjú ár en var svo fenginn til Füchse Berlin sem framkvæmdastjóri. Þar hóf hann nýjan kafla á sínum ferli sem enn sér ekki fyrir endann á.Þú mátt bara snúa við Füchse Berlin komst upp í úrvalsdeildina árið 2007 en einn stærsti vendipunktur í sögu félagsins var þegar Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari. Dagur fór með liðið í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar og í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Meðal hápunkta liðsins undir stjórnartíð Dags má nefna þátttöku liðsins í „Final Four“, úrslitahelginni í Meistaradeild Evrópu vorið 2012 og bikarmeistaratitil félagsins í fyrra. „Þegar ég var að leita að þjálfara átti ég í viðræðum við fleiri en bara Dag. Ég sendi honum nokkra leiki á myndbandi og við ræddum um þá. Allt það sem hann sagði var hundrað prósent. Þannig að ég ákvað að fara til Íslands og ræða frekar við hann,“ sagði hann. „Ég gleymi því aldrei að á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur tókst okkur að fara yfir allt það helsta sem sneri að starfinu. Ég þurfti ekki að heyra meira. Ég sagði honum að starfið væri hans ef hann vildi og að hann gæti þess vegna snúið við og keyrt mig aftur út á flugvöll. Við þyrftum ekki að ræða þetta frekar.“vísir/eva björkDagur getur unnið með öllum Spurður hvort hann hafi þurft að íhuga lengi hvort Dagur myndi henta vel í starf landsliðsþjálfara Þýskalands: „Ég þurfti ekkert að hugsa um það. Ég vissi það um leið. Dagur hefur sýnt að hann getur starfað með hverjum sem er og kallað það besta fram í öllum leikmönnum, stórstjörnum sem og þeim yngri og óreyndari. Hann nær til allra leikmanna,“ segir Hanning en uppgangur þýska landsliðsins undir stjórn Dags hefur meira að segja komið honum sjálfum á óvart. „Jú, auðvitað. Það sem kom mér fyrst og fremst á óvart er hversu fljótt þetta hefur gerst. Því bjóst ég ekki við. Við erum að byggja upp lið til framtíðar og Dagur var fenginn til að stýra því verkefni. Okkar markmið í Katar var að komast í 16-liða úrslit en það hefur verið stórkostlegt að fylgjast með því hversu vel liðið hefur spilað hér.“ Hann segir að lykilatriði fyrir Dag hafi verið að gefa leikmönnum það svigrúm sem þeir þurftu. „Hann leyfði þeim að anda. Auðvitað krefur hann leikmenn um að þeir einbeiti sér og leggi sig fram, bæði á æfingum og í leikjum, en hann veit hvenær hann á að slaka á taumnum og gefa þeim sitt pláss.“Hafnaði tilboði frá Danmörku Talið berst aftur að Füchse Berlin en Dagur er enn þjálfari þess liðs og verður fram á sumar. Þá tekur Eyjamaðurinn Erlingur Richardsson við starfinu. Hanning segir að hann hafi skynjað að Dagur hafi þurft á nýrri áskorun að halda þegar hann fékk tilboð um taka að sér þjálfun danska liðsins í fyrra. „Danska handknattleikssambandið hafði samband og fékk leyfi til þess að ræða við Dag. Danirnir sömdu við okkur í Füchse Berlin um þá summu sem þurfti til að leysa Dag undan sínum skyldum og svo gerðu þeir honum tilboð,“ segir Hanning. „Ég held reyndar að Danir hafi rætt við fleiri þjálfara samtímis og að Ulrik Wilbek hafi viljað Guðmund Guðmundsson fremur en Dag. En þetta stóð honum til boða og ég ætlaði ekki að standa í vegi fyrir honum. Ég vonaði þó auðvitað að hann yrði áfram og sagði að það væri eitthvað stærra fram undan,“ sagði Hanning, en þess má geta að danska sambandið var einnig í viðræðum við Ólaf Stefánsson á þessum tíma.vísir/eva björkEnginn betri í starfið en Dagur Um svipað leyti tók Hanning að sér forystuhlutverk í þýska handknattleikssambandinu, sem hafði rætt við Dag árið 2011 um þýska landsliðsþjálfarastarfið. Þá var ákveðið að ráða Martin Heuberger en samningar við hann voru ekki endurnýjaðir eftir að liðið tapaði fyrir Póllandi í undankeppni HM 2015 í vor. Þá sneri þýska sambandið, undir forystu Hannings, sér að Degi. „Dagur hafði verið hjá Füchse Berlin í fimm ár og hann var að leita sér að nýrri áskorun. Bikarmeistaratitillinn í fyrra var glæstasti sigur félagsins í 125 ára sögu þess en árangurinn var einfaldlega of mikill. Með honum fór ákveðið hungur úr liðinu. Það tók fótinn af bensíngjöfinni og er nú á bensínstöðinni að fylla á tankinn.“ Hann sér ekki eftir því hvernig málin hafa þróast og sér auðvitað fram á spennandi tíma með þýska landsliðinu og Degi Sigurðssyni. „Það komu fleiri til greina í þetta starf en Dagur en í mínum huga er ekki til sá þjálfari í heiminum sem hentar liðinu betur en hann,“ segir Hanning. En er Dagur besti þjálfari heims? „Mér finnst það. Mér hefur reyndar alltaf fundist það. En það eru margir góðir handboltaþjálfarar starfandi í dag og meðal þeirra er Alfreð Gíslason hjá Kiel sem verður að teljast meðal þeirra allra fremstu.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira