Spila saman í fyrsta sinn í rúm þrjátíu ár Gunnar Leó Pálsson skrifar 31. janúar 2015 08:30 Hljómsveitin Brunaliðið rifjar upp gamla takta í apríl. Mynd/Ragnar T.H. Sigurðsson „Við munum náttúrulega vera trú efninu og fólk mun örugglega komast í gott partí,“ segir Magnús Kjartansson, hljómborðsleikari og einn söngvara hljómsveitarinnar Brunaliðsins. Hljómsveitin kemur saman í fyrsta sinn í upprunalegri mynd í rúm þrjátíu ár í apríl á tónleikum í Hörpu. Brunaliðið spilaði reyndar síðast saman í ágúst í afmælisveislu Jóns Ólafssonar, vatnsbónda og fyrrverandi útgefanda, en þá var sveitin ekki í sinni upprunalegu mynd líkt og í apríl. „Við verðum með aukahljóðfæraleikara í Hörpu og stefnum að því að þetta verði eins flott og við höfum vit til,“ segir Magnús um tónleikana. Brunaliðið gaf út þrjár plötur, tvær árið 1978 og eina 1979. En hvernig varð Brunaliðið til og hvaðan kemur þetta nafn? „Jón Ólafsson raðaði upp sínum uppáhaldssöngvurum og svo voru aðrir meðlimir eftirsóttir stúdíóhljóðfæraleikarar sem ég hafði unnið mikið með. Við unnum svo mikið að aðalmálið var eiginlega að við kæmum ekkert út úr stúdíóinu. Mitt hlutverk var að halda öllu gangandi í stúdíóinu og hlutverk Jóns var að sjá um öll önnur samskipti við hljómsveitarmeðlimi,“ útskýrir Magnús. Hann á þó ekki skýringu á nafninu og segist ekki vita til að meðlimir sveitarinnar hafi nokkurn tímann stefnt að því að starfa sem slökkviliðsmenn. „Ég hef ekki hugmynd um hvaðan nafnið kemur en grunar þó að Egill Eðvarðsson hafi komið nálægt þessu.“ Brunaliðið hefur ekki gefið út lag í allmörg ár en Magnús segir allt geta gerst í framtíðinni. „Ég hef ekki heyrt neitt lag sem ég myndi þora að gefa út undir nafni Brunaliðsins enn þá, en það er aldrei að vita hvað gerist.“ Hann á erfitt með að velja sitt uppáhaldslag með sveitinni en ber miklar tilfinningar til lagsins Ég er á leiðinni. „Við áttum mörg „hitt“ en lögðum mikið í lagið Ég er á leiðinni. Það vantaði ekkert nema að tengja teketilinn við mixerinn,“ segir Magnús og hlær. Lagið varð strax vinsælasta lag landsins og er enn ákaflega vinsælt. „Lagið slær strax í gegn, með meiri hvelli en hafði gerst í Íslandssögunni. Það stútaði öllum rúðum. Ég man eftir því að við Pálmi Gunnars fengum okkur göngutúr á laugardagseftirmiðdegi en platan hafði komið út deginum áður. Við vorum þá að vinna í Hljóðrita og fórum í göngutúr um Hafnarfjörð. Veðrið var gott þennan daginn og margir voru úti á svölum að grilla og svona. Þegar við löbbuðum fram hjá kaupfélagsblokkinni heyrðum við lagið Ég er á leiðinni úr öðrum hverjum glugga og af öðrum hverjum svölum. Við litum hvor á annan og hugsuðum að ýmislegt væri að breytast,“ útskýrir Magnús.Magnús Kjartansson er spenntur fyrir endurkomu Brunaliðsins.Hann reiknar með miklu stuði og gleði í Hörpu í apríl og hlakkar til, enda spilagleðin ætíð í fyrirrúmi hjá Brunaliðinu í gegnum tíðina. „Það er ekki víst að þessi hópur náist nokkurn tímann saman aftur. Þetta er ekki hið týpíska kombakk í Íslandssögunni, það er að segja, að kombakkið endist fimm sinnum lengur en hljómsveitin upphaflega starfaði, eins og Stuðmenn,“ bætir Magnús við léttur í lundu. Brunaliðið kemur fram í Eldborg þann 18. apríl næstkomandi. Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Við munum náttúrulega vera trú efninu og fólk mun örugglega komast í gott partí,“ segir Magnús Kjartansson, hljómborðsleikari og einn söngvara hljómsveitarinnar Brunaliðsins. Hljómsveitin kemur saman í fyrsta sinn í upprunalegri mynd í rúm þrjátíu ár í apríl á tónleikum í Hörpu. Brunaliðið spilaði reyndar síðast saman í ágúst í afmælisveislu Jóns Ólafssonar, vatnsbónda og fyrrverandi útgefanda, en þá var sveitin ekki í sinni upprunalegu mynd líkt og í apríl. „Við verðum með aukahljóðfæraleikara í Hörpu og stefnum að því að þetta verði eins flott og við höfum vit til,“ segir Magnús um tónleikana. Brunaliðið gaf út þrjár plötur, tvær árið 1978 og eina 1979. En hvernig varð Brunaliðið til og hvaðan kemur þetta nafn? „Jón Ólafsson raðaði upp sínum uppáhaldssöngvurum og svo voru aðrir meðlimir eftirsóttir stúdíóhljóðfæraleikarar sem ég hafði unnið mikið með. Við unnum svo mikið að aðalmálið var eiginlega að við kæmum ekkert út úr stúdíóinu. Mitt hlutverk var að halda öllu gangandi í stúdíóinu og hlutverk Jóns var að sjá um öll önnur samskipti við hljómsveitarmeðlimi,“ útskýrir Magnús. Hann á þó ekki skýringu á nafninu og segist ekki vita til að meðlimir sveitarinnar hafi nokkurn tímann stefnt að því að starfa sem slökkviliðsmenn. „Ég hef ekki hugmynd um hvaðan nafnið kemur en grunar þó að Egill Eðvarðsson hafi komið nálægt þessu.“ Brunaliðið hefur ekki gefið út lag í allmörg ár en Magnús segir allt geta gerst í framtíðinni. „Ég hef ekki heyrt neitt lag sem ég myndi þora að gefa út undir nafni Brunaliðsins enn þá, en það er aldrei að vita hvað gerist.“ Hann á erfitt með að velja sitt uppáhaldslag með sveitinni en ber miklar tilfinningar til lagsins Ég er á leiðinni. „Við áttum mörg „hitt“ en lögðum mikið í lagið Ég er á leiðinni. Það vantaði ekkert nema að tengja teketilinn við mixerinn,“ segir Magnús og hlær. Lagið varð strax vinsælasta lag landsins og er enn ákaflega vinsælt. „Lagið slær strax í gegn, með meiri hvelli en hafði gerst í Íslandssögunni. Það stútaði öllum rúðum. Ég man eftir því að við Pálmi Gunnars fengum okkur göngutúr á laugardagseftirmiðdegi en platan hafði komið út deginum áður. Við vorum þá að vinna í Hljóðrita og fórum í göngutúr um Hafnarfjörð. Veðrið var gott þennan daginn og margir voru úti á svölum að grilla og svona. Þegar við löbbuðum fram hjá kaupfélagsblokkinni heyrðum við lagið Ég er á leiðinni úr öðrum hverjum glugga og af öðrum hverjum svölum. Við litum hvor á annan og hugsuðum að ýmislegt væri að breytast,“ útskýrir Magnús.Magnús Kjartansson er spenntur fyrir endurkomu Brunaliðsins.Hann reiknar með miklu stuði og gleði í Hörpu í apríl og hlakkar til, enda spilagleðin ætíð í fyrirrúmi hjá Brunaliðinu í gegnum tíðina. „Það er ekki víst að þessi hópur náist nokkurn tímann saman aftur. Þetta er ekki hið týpíska kombakk í Íslandssögunni, það er að segja, að kombakkið endist fimm sinnum lengur en hljómsveitin upphaflega starfaði, eins og Stuðmenn,“ bætir Magnús við léttur í lundu. Brunaliðið kemur fram í Eldborg þann 18. apríl næstkomandi.
Tónlist Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira