Raftónlistarmaðurinn Skrillex ætlar að senda fjóra tæknimenn til Íslands til að undirbúa tónleika sína á hátíðinni Sónar Reykjavík og verður aukaljósabúnaði bætt við sviðið í Silfurbergi.
Allt stefnir í að öll hótel í Reykjavík verði meira og minna uppbókuð á meðan á hátíðinni stendur, 12.-14. febrúar.
Aldrei hafa fleiri útlendingar boðað komu sína. Af um 1.500 erlendum gestum verða um 700 frá Bretlandi.
